Hefur áhyggjur af einangrun eldri borgara Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. ágúst 2020 12:55 Guðfinna Ólafdsóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi hefur áhyggjur af því fólki sem hefur einangrast eða er að einangrast vegna kórónuveirunnar. Sveitarfélagið Árborg er nú með átaksverkefni í gangi til að sporna við félagslegri einangrun eldri borgara. Einn liður í átaki Árborgat til að koma í veg fyrir einangrun eldri borgara vegna kórónuveirunnar fór fram í vikunni en þá var eldri borgurum í sveitarfélaginu boðið í menningargöngu um nokkrar af elstu götunum á Selfossi þar sem saga húsanna í götunum var sögð. Mjög góð þátttaka var í menningargöngu eldri borgara um þrjár götur á Selfossi í vikunni. Passað var að halda tveggja metra reglunni eins og kostur var.Vísir/Magnús Um 100 manns mættu í gönguna en passað var vel upp á tveggja metra fjarlægðina á milli göngufélaga. Guðfinna Ólafsdóttir, formaður félags eldri borgara tók þátt í göngunni. „Þetta getum við þakkað Ásmundi Einari Daðasyni, félagsmálaráðherra, sem úthlutaði sveitarfélögunum dágóðri upphæð til þess að rjúfa einangrun eldri borgara í Covid og þetta er hluti af því. Það var mjög gaman í göngunni því það hefur þurft að fella niður ferðir hjá okkur, það átti t.d. að fara í Þjórsárdal en það var ekki tekin áhættan á því. Þetta var ljómandi skemmtilegt og fróðleg ganga.“ Sigfús Kristinsson, byggingameistari var einn af þeim sem tók á móti hópnum og sagði frá ferli sínum á Selfossi við smíðar og frá nýjum burstabæ, sem hann er að byggja og verður opnaður formlega næsta vor.Vísir/Magnús Hlynur En hvað með Covid og eldri borgara og einangrun þeirra, hvernig heldur Guðfinna að staðan sé? „Já, það er náttúrulega svolítiðið erfið staða. Að öllu jöfnu hefðum við átt að hefja vetrarstarfið seint í næsta mánuði, ég veit ekki alveg hvernig þetta verður, ég held að fólk sé svolítið að loka sig inni en við erum að reyna að gera eitthvað fyrir það. Það hefur verið hringt í fólk til að athuga stöðuna á því og svo náttúrulega agalegt hjá þeim sem eiga ekki spjaldtölvu eða önnur snjalltæki og geta ekki fylgst með, það er bara orðið nauðsynlegt í dag, við höfum verið að reyna að kenna fólki á þessi tæki.“ Guðfinna segir að það sé mjög slæmt ef eldra fólk lokar sig alfarið inni og einangrast á heimilum sínum, sem hún heldur að sé meira um en fólk áttar sig almennt á. „Já, ég er svolítið hrædd um það, það hefur verið lögð mikil áhersla á að vernda okkur eldri borgara og þá er náttúrulega eðlilegt að fólk fari að hafa áhyggjur. Við reynum að halda vel utan um okkar fólk eins og við getum.“ Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi og hárskeri á Selfossi var göngustjóri göngunnar og fórst það verkefni vel úr hendi.Vísir/Magnús Hlynur Árborg Eldri borgarar Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Sjá meira
Guðfinna Ólafdsóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi hefur áhyggjur af því fólki sem hefur einangrast eða er að einangrast vegna kórónuveirunnar. Sveitarfélagið Árborg er nú með átaksverkefni í gangi til að sporna við félagslegri einangrun eldri borgara. Einn liður í átaki Árborgat til að koma í veg fyrir einangrun eldri borgara vegna kórónuveirunnar fór fram í vikunni en þá var eldri borgurum í sveitarfélaginu boðið í menningargöngu um nokkrar af elstu götunum á Selfossi þar sem saga húsanna í götunum var sögð. Mjög góð þátttaka var í menningargöngu eldri borgara um þrjár götur á Selfossi í vikunni. Passað var að halda tveggja metra reglunni eins og kostur var.Vísir/Magnús Um 100 manns mættu í gönguna en passað var vel upp á tveggja metra fjarlægðina á milli göngufélaga. Guðfinna Ólafsdóttir, formaður félags eldri borgara tók þátt í göngunni. „Þetta getum við þakkað Ásmundi Einari Daðasyni, félagsmálaráðherra, sem úthlutaði sveitarfélögunum dágóðri upphæð til þess að rjúfa einangrun eldri borgara í Covid og þetta er hluti af því. Það var mjög gaman í göngunni því það hefur þurft að fella niður ferðir hjá okkur, það átti t.d. að fara í Þjórsárdal en það var ekki tekin áhættan á því. Þetta var ljómandi skemmtilegt og fróðleg ganga.“ Sigfús Kristinsson, byggingameistari var einn af þeim sem tók á móti hópnum og sagði frá ferli sínum á Selfossi við smíðar og frá nýjum burstabæ, sem hann er að byggja og verður opnaður formlega næsta vor.Vísir/Magnús Hlynur En hvað með Covid og eldri borgara og einangrun þeirra, hvernig heldur Guðfinna að staðan sé? „Já, það er náttúrulega svolítiðið erfið staða. Að öllu jöfnu hefðum við átt að hefja vetrarstarfið seint í næsta mánuði, ég veit ekki alveg hvernig þetta verður, ég held að fólk sé svolítið að loka sig inni en við erum að reyna að gera eitthvað fyrir það. Það hefur verið hringt í fólk til að athuga stöðuna á því og svo náttúrulega agalegt hjá þeim sem eiga ekki spjaldtölvu eða önnur snjalltæki og geta ekki fylgst með, það er bara orðið nauðsynlegt í dag, við höfum verið að reyna að kenna fólki á þessi tæki.“ Guðfinna segir að það sé mjög slæmt ef eldra fólk lokar sig alfarið inni og einangrast á heimilum sínum, sem hún heldur að sé meira um en fólk áttar sig almennt á. „Já, ég er svolítið hrædd um það, það hefur verið lögð mikil áhersla á að vernda okkur eldri borgara og þá er náttúrulega eðlilegt að fólk fari að hafa áhyggjur. Við reynum að halda vel utan um okkar fólk eins og við getum.“ Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi og hárskeri á Selfossi var göngustjóri göngunnar og fórst það verkefni vel úr hendi.Vísir/Magnús Hlynur
Árborg Eldri borgarar Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Sjá meira