Innlent

Lítil flugvél magalenti á Ísafirði

Andri Eysteinsson skrifar
Atvikið varð á Ísafjarðarflugvelli fyrr í dag.
Atvikið varð á Ísafjarðarflugvelli fyrr í dag. Vísir/Vilhelm

Lítil flugvél með einn innanborðs lenti í hremmingum á Ísafjarðarflugvelli á fimmta tímanum í dag.

Mbl.is hefur eftir Arnóri Magnússyni, umdæmisstjóra Isavia á Ísafjarðarflugvelli, að flugmaður vélarinnar hafi ekki slasast þegar vélin magalenti á flugbrautinni skömmu eftir flugtak. Ekki er vitað nákvæmlega hvað olli atvikinu en rannsóknarnefnd flugslysa mun fara yfir málið.

Eitthvað rask varð á flugi til og frá Ísafirði vegna atviksins en ferð Air Iceland Connect laust fyrir klukkan 17 var aflýst vegna atviksins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×