Fótbolti

Sportið í kvöld: Bestu samherjar Emils í landsliðinu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Emil og Rikki fóru um víðan völl.
Emil og Rikki fóru um víðan völl. Vísir/skjáskot
Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson var gestur Rikka G í Sportinu í kvöld síðastliðinn fimmtudag. Í þættinum fóru þeir um víðan völl og var Emil meðal annars beðinn um að velja þrjá bestu liðsfélagana á löngum landsliðsferli sínum.

Emil nefndi Eið Smára Guðjohnsen fyrstan.

„Ég valdi Eið af því að hann er besti fótboltamaður Íslands, fyrr og síðar. Það var gaman að fá að spila með honum, kynnast honum og læra af honum á sínum tíma. Þess vegna er hann klárlega einn af þessum þremur,“ segir Emil.

Birkir Bjarnason hefur leikið ófáa landsleikina við hlið Emils á miðju íslenska landsliðsins undanfarin ár en hann hefur einnig verið herbergisfélagi Emils á ferðalögum landsliðsins.

„Birkir er búinn að eiga mjög flottan landsliðsferil. Hann skilar alltaf sínu og skorar mikilvæg mörk. Hann er alltaf réttur maður á réttum stað,“ segir Emil.

Emil valdi einnig sveitunga sinn, Gylfa Þór Sigurðsson, en báðir ólust þeir upp hjá FH í Hafnarfirði.

„Hann hefur oft náð að leysa erfiða leiki fyrir okkur. Ég gat ekki sleppt því að hafa hann þarna. Besti fótboltamaðurinn okkar undanfarin ár.“

Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.

Klippa: Sportið í kvöld: Emil valdi þrjá bestu samherjana í landsliðinuFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.