Innlent

Bein útsending: Bítið verður morgunsjónvarp

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Klukkan 06:50 hefst bein útsending hér á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni þar sem Bítið verður morgunsjónvarp til klukkan níu.

Samkomubann tók gildi klukkan 00:01 í nótt en það var sett á til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Að óbreyttu gildir samkomubannið næstu fjórar vikurnar.

Bítið verður á dagskránni í sjónvarpi fram að páskum eða á meðan samkomubannið varir. Eftir það verður svo framhaldið skoðað.

Þáttastjórnendur eru venju samkvæmt þeir Heimir Karlsson og Gunnlaugur Helgason en fyrsti gestur þeirra þennan morguninn verður sjálfur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson.

Uppfært að þættinum loknum en klippur má sjá hér að neðan.

Klippa: Bítið - Víðir Reynisson
 

Klippa: Bítið - Guðni Th. Jóhannesson forseti
 

Klippa: Bítið - Inga Sæland
 

Klippa: Bítið - Sigurður Hannesson og Drífa Snædal
 

Klippa: Bítið - Kári Stefánsson
 

Klippa: Bítið - Hjálmar Örn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×