Margslungið veður í kortunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2020 07:11 Á vindakorti Veðurstofunnar sést að veðrið verður verst núna í morgunsárið á Vestfjörðum þar sem er appelsínugul veðurviðvörun í gildi. Það er margslungið veður í kortunum þessa dagana, eins og það er orðað í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands þennan morguninn. Versta veðurútlitið er á norðvestanverðu landinu þar sem spáð er norðaustan stormi eða roki með snjókomu í dag og á morgun þótt gera megi ráð fyrir að það dúri um tíma í dag. Norðan- og austanlands er austan hvassviðri í fyrstu og fylgir því talsverð úrkoma fyrir austan en sunnanlands hefur vindur snúist í hægari suðlæga átt með skúrum eða éljum. Vindur snýst einnig til suðlægrar áttar norðan- og austanlands í dag og þá styttir upp á þeim slóðum. „Bætir í vind með éljagangi norðaustanlands eftir hádegi á morgun, en fer veðrið að ganga niður annað kvöld. Þegar líður á miðvikudag ætti því að vera orðið skaplegt veður á landinu. Fimmtudagur lítur vel út og gott að nýta hann vel til útivistar því næsta lægðakerfi nálgast úr suðvestri og má búast við miklum umhleypingum um næstu helgi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Rétt er að vekja athygli á appelsínugulri veðurviðvörun sem tók gildi á Vestfjörðum í nótt og er hún í gildi til klukkan 13 í dag. Um norðaustan stórhríð er að ræða: Norðaustan stormur eða rok, 20-25 m/s, með talsverðri snjókomu. Búast má við miklum skafrenningi með lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum. Ekkert ferðaveður.Veðurhorfur á landinu:Austlæg átt 15-23 m/s og snjókoma eða slydda, en talsverð slydda eða rigning suðaustan og austanlands. Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum, fyrst suðvestantil, en áfram hvassviðri á Vestfjörðum. Norðaustan stormur eða rok og aukin ofankoma um landið norðvestantil í kvöld.Suðlæg eða breytileg átt 5-13 í öðrum landshlutum og skúrir eða él, en þurrt að mestu norðaustanlands. Frost 0 til 6 stig fyrir norðan, en hiti að 5 stigum sunnanlands. Norðaustan hvassviðri eða stormur og éljagangur um landið norðanvert eftir hádegi á morgun, en hægari breytileg átt og dálítil él sunnantil og kólnar lítið eitt.Á þriðjudag:Norðaustan stormur og snjókoma um landið norðvestanvert, en norðaustan hvassviðri og él norðaustantil þegar líður á daginn. Annars hægari suðvestlæg eða breytileg átt með dálitlum skúrum eða éljum. Vægt frost, en hiti að 4 stigum við suðurströndina.Á miðvikudag:Norðaustan 8-15 og él, en dregur úr vindi og éljum þegar líður á daginn. Hiti breytist lítið.Á fimmtudag:Fremur hæg breytileg átt. Él á stöku stað, en annars bjart að mestu. Þykknar upp sunnan- og vestanlands um kvöldið. Kalt í veðri. Veður Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Fleiri fréttir Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Sjá meira
Það er margslungið veður í kortunum þessa dagana, eins og það er orðað í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands þennan morguninn. Versta veðurútlitið er á norðvestanverðu landinu þar sem spáð er norðaustan stormi eða roki með snjókomu í dag og á morgun þótt gera megi ráð fyrir að það dúri um tíma í dag. Norðan- og austanlands er austan hvassviðri í fyrstu og fylgir því talsverð úrkoma fyrir austan en sunnanlands hefur vindur snúist í hægari suðlæga átt með skúrum eða éljum. Vindur snýst einnig til suðlægrar áttar norðan- og austanlands í dag og þá styttir upp á þeim slóðum. „Bætir í vind með éljagangi norðaustanlands eftir hádegi á morgun, en fer veðrið að ganga niður annað kvöld. Þegar líður á miðvikudag ætti því að vera orðið skaplegt veður á landinu. Fimmtudagur lítur vel út og gott að nýta hann vel til útivistar því næsta lægðakerfi nálgast úr suðvestri og má búast við miklum umhleypingum um næstu helgi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Rétt er að vekja athygli á appelsínugulri veðurviðvörun sem tók gildi á Vestfjörðum í nótt og er hún í gildi til klukkan 13 í dag. Um norðaustan stórhríð er að ræða: Norðaustan stormur eða rok, 20-25 m/s, með talsverðri snjókomu. Búast má við miklum skafrenningi með lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum. Ekkert ferðaveður.Veðurhorfur á landinu:Austlæg átt 15-23 m/s og snjókoma eða slydda, en talsverð slydda eða rigning suðaustan og austanlands. Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum, fyrst suðvestantil, en áfram hvassviðri á Vestfjörðum. Norðaustan stormur eða rok og aukin ofankoma um landið norðvestantil í kvöld.Suðlæg eða breytileg átt 5-13 í öðrum landshlutum og skúrir eða él, en þurrt að mestu norðaustanlands. Frost 0 til 6 stig fyrir norðan, en hiti að 5 stigum sunnanlands. Norðaustan hvassviðri eða stormur og éljagangur um landið norðanvert eftir hádegi á morgun, en hægari breytileg átt og dálítil él sunnantil og kólnar lítið eitt.Á þriðjudag:Norðaustan stormur og snjókoma um landið norðvestanvert, en norðaustan hvassviðri og él norðaustantil þegar líður á daginn. Annars hægari suðvestlæg eða breytileg átt með dálitlum skúrum eða éljum. Vægt frost, en hiti að 4 stigum við suðurströndina.Á miðvikudag:Norðaustan 8-15 og él, en dregur úr vindi og éljum þegar líður á daginn. Hiti breytist lítið.Á fimmtudag:Fremur hæg breytileg átt. Él á stöku stað, en annars bjart að mestu. Þykknar upp sunnan- og vestanlands um kvöldið. Kalt í veðri.
Veður Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Fleiri fréttir Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent