Margslungið veður í kortunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2020 07:11 Á vindakorti Veðurstofunnar sést að veðrið verður verst núna í morgunsárið á Vestfjörðum þar sem er appelsínugul veðurviðvörun í gildi. Það er margslungið veður í kortunum þessa dagana, eins og það er orðað í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands þennan morguninn. Versta veðurútlitið er á norðvestanverðu landinu þar sem spáð er norðaustan stormi eða roki með snjókomu í dag og á morgun þótt gera megi ráð fyrir að það dúri um tíma í dag. Norðan- og austanlands er austan hvassviðri í fyrstu og fylgir því talsverð úrkoma fyrir austan en sunnanlands hefur vindur snúist í hægari suðlæga átt með skúrum eða éljum. Vindur snýst einnig til suðlægrar áttar norðan- og austanlands í dag og þá styttir upp á þeim slóðum. „Bætir í vind með éljagangi norðaustanlands eftir hádegi á morgun, en fer veðrið að ganga niður annað kvöld. Þegar líður á miðvikudag ætti því að vera orðið skaplegt veður á landinu. Fimmtudagur lítur vel út og gott að nýta hann vel til útivistar því næsta lægðakerfi nálgast úr suðvestri og má búast við miklum umhleypingum um næstu helgi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Rétt er að vekja athygli á appelsínugulri veðurviðvörun sem tók gildi á Vestfjörðum í nótt og er hún í gildi til klukkan 13 í dag. Um norðaustan stórhríð er að ræða: Norðaustan stormur eða rok, 20-25 m/s, með talsverðri snjókomu. Búast má við miklum skafrenningi með lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum. Ekkert ferðaveður.Veðurhorfur á landinu:Austlæg átt 15-23 m/s og snjókoma eða slydda, en talsverð slydda eða rigning suðaustan og austanlands. Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum, fyrst suðvestantil, en áfram hvassviðri á Vestfjörðum. Norðaustan stormur eða rok og aukin ofankoma um landið norðvestantil í kvöld.Suðlæg eða breytileg átt 5-13 í öðrum landshlutum og skúrir eða él, en þurrt að mestu norðaustanlands. Frost 0 til 6 stig fyrir norðan, en hiti að 5 stigum sunnanlands. Norðaustan hvassviðri eða stormur og éljagangur um landið norðanvert eftir hádegi á morgun, en hægari breytileg átt og dálítil él sunnantil og kólnar lítið eitt.Á þriðjudag:Norðaustan stormur og snjókoma um landið norðvestanvert, en norðaustan hvassviðri og él norðaustantil þegar líður á daginn. Annars hægari suðvestlæg eða breytileg átt með dálitlum skúrum eða éljum. Vægt frost, en hiti að 4 stigum við suðurströndina.Á miðvikudag:Norðaustan 8-15 og él, en dregur úr vindi og éljum þegar líður á daginn. Hiti breytist lítið.Á fimmtudag:Fremur hæg breytileg átt. Él á stöku stað, en annars bjart að mestu. Þykknar upp sunnan- og vestanlands um kvöldið. Kalt í veðri. Veður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Það er margslungið veður í kortunum þessa dagana, eins og það er orðað í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands þennan morguninn. Versta veðurútlitið er á norðvestanverðu landinu þar sem spáð er norðaustan stormi eða roki með snjókomu í dag og á morgun þótt gera megi ráð fyrir að það dúri um tíma í dag. Norðan- og austanlands er austan hvassviðri í fyrstu og fylgir því talsverð úrkoma fyrir austan en sunnanlands hefur vindur snúist í hægari suðlæga átt með skúrum eða éljum. Vindur snýst einnig til suðlægrar áttar norðan- og austanlands í dag og þá styttir upp á þeim slóðum. „Bætir í vind með éljagangi norðaustanlands eftir hádegi á morgun, en fer veðrið að ganga niður annað kvöld. Þegar líður á miðvikudag ætti því að vera orðið skaplegt veður á landinu. Fimmtudagur lítur vel út og gott að nýta hann vel til útivistar því næsta lægðakerfi nálgast úr suðvestri og má búast við miklum umhleypingum um næstu helgi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Rétt er að vekja athygli á appelsínugulri veðurviðvörun sem tók gildi á Vestfjörðum í nótt og er hún í gildi til klukkan 13 í dag. Um norðaustan stórhríð er að ræða: Norðaustan stormur eða rok, 20-25 m/s, með talsverðri snjókomu. Búast má við miklum skafrenningi með lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum. Ekkert ferðaveður.Veðurhorfur á landinu:Austlæg átt 15-23 m/s og snjókoma eða slydda, en talsverð slydda eða rigning suðaustan og austanlands. Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum, fyrst suðvestantil, en áfram hvassviðri á Vestfjörðum. Norðaustan stormur eða rok og aukin ofankoma um landið norðvestantil í kvöld.Suðlæg eða breytileg átt 5-13 í öðrum landshlutum og skúrir eða él, en þurrt að mestu norðaustanlands. Frost 0 til 6 stig fyrir norðan, en hiti að 5 stigum sunnanlands. Norðaustan hvassviðri eða stormur og éljagangur um landið norðanvert eftir hádegi á morgun, en hægari breytileg átt og dálítil él sunnantil og kólnar lítið eitt.Á þriðjudag:Norðaustan stormur og snjókoma um landið norðvestanvert, en norðaustan hvassviðri og él norðaustantil þegar líður á daginn. Annars hægari suðvestlæg eða breytileg átt með dálitlum skúrum eða éljum. Vægt frost, en hiti að 4 stigum við suðurströndina.Á miðvikudag:Norðaustan 8-15 og él, en dregur úr vindi og éljum þegar líður á daginn. Hiti breytist lítið.Á fimmtudag:Fremur hæg breytileg átt. Él á stöku stað, en annars bjart að mestu. Þykknar upp sunnan- og vestanlands um kvöldið. Kalt í veðri.
Veður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira