Fótbolti

Ísland byrjar og endar á að mæta Englandi

Sindri Sverrisson skrifar
Harry Kane, Marcus Rashford og Harry Maguire verða líklega í enska landsliðshópnum sem mætir Íslandi í september.
Harry Kane, Marcus Rashford og Harry Maguire verða líklega í enska landsliðshópnum sem mætir Íslandi í september. vísir/getty

Stjörnur enska landsliðsins í fótbolta eru væntanlegar til landsins í byrjun september en þær mæta þá Íslandi á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni í fótbolta.

Ísland dróst í dag í riðil með Englandi, Belgíu og Danmörku og verður leikið í september, október og nóvember. Ísland byrjar á heimaleik við Englendinga. Ísland lýkur sömuleiðis keppninni á því að spila við England, á Wembley 15. nóvember.

Þar sem að heimavöllur Íslands er skilgreindur sem vetrarleikvangur hjá UEFA er reynt að forðast að Ísland þurfi að spila í nóvember. Því leikur liðið tvo heimaleiki í október og endar keppnina á tveimur útileikjum.

Leikir Íslands:

Laugardagur 5. sept: Ísland-England kl. 16.00

Þriðjudagur 8. sept: Belgía-Ísland kl. 18:45

Föstudagur 9. okt: Ísland-Danmörk kl. 18:45

Mánudagur 12. okt: Ísland-Belgía kl. 18:45

Fimmtudagur 12. nóv: Danmörk-Ísland kl. 19:45

Sunnudagur 15. nóv: England-Ísland kl. 17:00


Tengdar fréttir

Ísland í riðli með Englandi, Danmörku og Belgíu

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í afar krefjandi en skemmtilegum riðli í Þjóðadeild UEFA í haust en dregið var í riðla í dag. Ísland mætir Englandi, Danmörku og Belgíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×