Læknar halda sig frá samkomum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2020 16:16 Heilbrigðisstarfsfólk hefur verið beðið um að fresta utanlandsferðum sínum vegna kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar. Fram kemur á heimasíðu félagsins að íslenskt heilbrigðiskerfi sé meðal annars vegna smæðar sinnar viðkvæmt og afdrifaríkt gæti verið ef upp koma smit og veikindi hjá læknum. Fjölgun staðfestra smitaðra hefur vaxið hratt hérlendis síðastliðna sólarhringa og eru nú orðin tuttugu. Ekkert tilfelli hefur verið rakið til smitunar innanlands. Læknafélagið minnir á að margt sé á huldu varðandi hegðun veirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Á fundinum í kvöld átti að fjalla um skýrslu átakshóps heilbrigðisráðuneytisins. Á morgun var á dagskrá formannafundur sérgreinafélaga. „Jafnframt fer LÍ þess á leit við lækna að þeir fresti öðrum fundum og þátttöku í samkomum sem ekki telst nauðsynleg eða getur beðið á meðan það er að skýrast hvert umfang faraldursins verður. Landlæknir hefur verið upplýstur um þessa ákvörðun félagsins.“ Eins og fram hefur komið hefur verið óskað eftir því að heilbrigðisstarfsfólk að fresta utanlandsferðum vegna veirunnar. Biðla til fólks að lesa sér til fyrir símtal Þessu tengt vakti Landlæknis athygli á því fyrr í dag að sem flestir sem hafi spurningar varðandi kórónuveirunnar leit fyrst upplýsinga á heimasíðu embættis Landlæknis fremur en að hringja í embættið. Miklar annir séu hjá embættinu. „Auk starfsmanna sóttvarnasviðs, sóttvarnalæknis og landlæknis sinnir fjöldi annarra starfsmanna verkefnum sem tengjast viðbúnaði vegna veirusjúkdómsins COVID-19. Starfsmenn gera sitt ítrasta til að sinna einnig öðrum mikilvægum verkefnum en ljóst er að grípa þarf til forgangsröðunar. Málsmeðferð vissra erinda mun því lengjast og verða hlutaðeigandi upplýstir til samræmis. Fólk er beðið um að sýna biðlund þeirri fordæmalausu stöðu sem uppi er.“ Þau verkefni sem verði í forgangi séu, auk sóttvarna og lýðheilsumála þeim tengdum, eftirlit og ráðgjöf vegna heilbrigðisþjónustu, rekstur og viðhald rafrænna upplýsingakerfa og gagnagrunna, veiting starfsleyfa heilbrigðisstétta, símsvörun og rekstur embættisins. Að sjálfsögðu verði öðrum brýnum málum sem upp kunna að koma sinnt. Eindregið er óskað eftir að þeir sem leita upplýsinga í tengslum við COVID-19 nýti sér upplýsingar á heimasíðu embættis landlæknis, fremur en að hringja í embættið. Ef einstaklingar sem gætu hafa verið útsettir fyrir smiti, t.d. hafa verið á áhættusvæði eða umgengist smitaða, finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar. Fram kemur á heimasíðu félagsins að íslenskt heilbrigðiskerfi sé meðal annars vegna smæðar sinnar viðkvæmt og afdrifaríkt gæti verið ef upp koma smit og veikindi hjá læknum. Fjölgun staðfestra smitaðra hefur vaxið hratt hérlendis síðastliðna sólarhringa og eru nú orðin tuttugu. Ekkert tilfelli hefur verið rakið til smitunar innanlands. Læknafélagið minnir á að margt sé á huldu varðandi hegðun veirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Á fundinum í kvöld átti að fjalla um skýrslu átakshóps heilbrigðisráðuneytisins. Á morgun var á dagskrá formannafundur sérgreinafélaga. „Jafnframt fer LÍ þess á leit við lækna að þeir fresti öðrum fundum og þátttöku í samkomum sem ekki telst nauðsynleg eða getur beðið á meðan það er að skýrast hvert umfang faraldursins verður. Landlæknir hefur verið upplýstur um þessa ákvörðun félagsins.“ Eins og fram hefur komið hefur verið óskað eftir því að heilbrigðisstarfsfólk að fresta utanlandsferðum vegna veirunnar. Biðla til fólks að lesa sér til fyrir símtal Þessu tengt vakti Landlæknis athygli á því fyrr í dag að sem flestir sem hafi spurningar varðandi kórónuveirunnar leit fyrst upplýsinga á heimasíðu embættis Landlæknis fremur en að hringja í embættið. Miklar annir séu hjá embættinu. „Auk starfsmanna sóttvarnasviðs, sóttvarnalæknis og landlæknis sinnir fjöldi annarra starfsmanna verkefnum sem tengjast viðbúnaði vegna veirusjúkdómsins COVID-19. Starfsmenn gera sitt ítrasta til að sinna einnig öðrum mikilvægum verkefnum en ljóst er að grípa þarf til forgangsröðunar. Málsmeðferð vissra erinda mun því lengjast og verða hlutaðeigandi upplýstir til samræmis. Fólk er beðið um að sýna biðlund þeirri fordæmalausu stöðu sem uppi er.“ Þau verkefni sem verði í forgangi séu, auk sóttvarna og lýðheilsumála þeim tengdum, eftirlit og ráðgjöf vegna heilbrigðisþjónustu, rekstur og viðhald rafrænna upplýsingakerfa og gagnagrunna, veiting starfsleyfa heilbrigðisstétta, símsvörun og rekstur embættisins. Að sjálfsögðu verði öðrum brýnum málum sem upp kunna að koma sinnt. Eindregið er óskað eftir að þeir sem leita upplýsinga í tengslum við COVID-19 nýti sér upplýsingar á heimasíðu embættis landlæknis, fremur en að hringja í embættið. Ef einstaklingar sem gætu hafa verið útsettir fyrir smiti, t.d. hafa verið á áhættusvæði eða umgengist smitaða, finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira