Fótbolti

Þrettán leikmenn, þjálfarar eða starfsmenn danska liðsins Bröndby í sóttkví

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thomas Kahlenberg á æfingu með Bröndby þegar hann var leikmaður félagsins. Á myndinni má einnig sjá íslenska landsliðsmanninn Hjört Hermannsson.
Thomas Kahlenberg á æfingu með Bröndby þegar hann var leikmaður félagsins. Á myndinni má einnig sjá íslenska landsliðsmanninn Hjört Hermannsson. Getty/ Lars Ronbog

Bröndby berst nú við útbreiðslu Kórónuveirunnar innan síns félags og meðal stuðningsmanna sinna eftir að gömul knattspyrnuhetja hjá félaginu mætti veikur á leik liðsins á sunnudaginn var.

Thomas Kahlenberg, fyrrum leikmaður Bröndby og danska landsliðsins, var með Kórónuveiruna þegar hann mætti á leik Bröndby og Lyngby í dönsku deildinni á Bröndby leikvanginum um síðustu helgi.

Þrettán leikmenn og starfsmenn Bröndby hafa verið settir í sóttkví eftir að hafa verið í samskiptum við Thomas Kahlenberg. Hann sjálfar er að að sjálfsögðu einnig í sóttkví.  Þetta kemur fram á heimasíðu danska félagsins.



Thomas Kahlenberg sýktist af Kórónuveirunni á ferð sinni til Amsterdam í Hollandi. Eftir það mætti hann á umræddan leik án þess að vita að hann væri smitaður.

Íslenski landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson er leikmaður Bröndby og var á varamannabekknum í umræddum leik. Hann hefur samt ekki verið nefndur í þeim hópi fólks hjá Bröndby sem er í sóttkví.



Þeir sem eru í sóttkví eru varnarmaðurinn Joel Kabongo, framkvæmdastjórinn Ole Palmå, aðstoðarþjálfarinn Martin Retov, leikgreinandinn Jimmy Brinksby og íþróttsálfræðingurinn auk níu annarra starfsmanna Bröndby.

Þrír leikmenn Lyngby, sem voru í samskiptum við Kahlenberg, eru einnig í sótkví en það eru Martin Ørnskov, Kasper Jørgensen og Patrick da Silva.

Bröndby leitar nú af þeim stuðningsmönnum Bröndby sem hittu Thomas Kahlenberg á þessum leik og tóku í höndina á honum, föðmuðu hann, fengu að taka mynd af sér með honum eða voru í kringum hann í meira en fimmtán mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×