Lokun þingpalla og fækkun utanlandsferða meðal þess sem kemur til greina Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. mars 2020 19:45 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Lokun þingpalla, takmörkun gestakoma og fækkun utanlandsferða er meðal þess sem kemur til greina að grípa til á Alþingi ef nauðsyn þykir vegna kórónufaraldursins. Ábyrgð á framkvæmd viðbragðsáætlunar Alþingis vegna heimsfaraldurs er í höndum skrifstofustjóra en forseti Alþingis tekur ákvarðanir sem lúta að tilhögun þingfunda og breytingum á starfsáætlun þingsins í samráði við forsætisnefnd og formenn þingflokka. „Þetta er fyrst og fremst varúðaráætlun hér fyrir vinnustaðinn,“ segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis.Sjá einnig: Viðbragðsáætlun Alþingis við heimsfaraldri hefur verið virkjuð Sumar aðgerðir séu þegar komnar til framkvæmda, til að mynda hafi sprittbrúsum verið fjölgað í húsakynnum þingsins og þrif aukin, en aðrar eru undirbúnar ef til þeirra þarf að grípa. „Þær geta falist í ýmsu eins og að takmarka samskipti hér á staðnum. Vinna meira í gegnum tölvur og í fjarvinnslu þannig að menn haldi samskiptum í lágmarki. Jafnvel fella niður gestakomur til þingnefnda og jafnvel fella niður gestakomur til þingnefnda og fella niðru fundi. Hætta að sækja ráðstefnur erlendis og annað í þeim dúr,“ nefnir Steingrímur sem dæmi um aðgerðir sem hugsanlega verði gripið til.Sjá einnig: Tók þingheim í kennslustund um notkun handspritts Eitt af því sem einnig sé metið dag frá degi er hvort loka skuli þingpöllum sem alla jafna eru opnir almenningi þegar þingfundir standa yfir. „Þá væri það kannski ekkert síður starfsmannanna vegna, það er að segja til að tryggja betur eða reyna að fyrirbyggja að þeir gætu verið í smithættu,“ segir Steingrímur. Í lengstu lög verði reynt að koma í veg fyrir að þingið allt þurfi að fara í sóttkví. „Það mun að sjálfsögðu ekki setja allt úr skorðum þó að einn og einn þingmaður eða einn og einn starfsmaður þyrfti í einangrun heima hjá sér. En við viljum helst að vinnustaðurinn sjálfur, þingið sjálft, sé starfhæft í lengstu lög,“ segir Steingrímur. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Lokun þingpalla, takmörkun gestakoma og fækkun utanlandsferða er meðal þess sem kemur til greina að grípa til á Alþingi ef nauðsyn þykir vegna kórónufaraldursins. Ábyrgð á framkvæmd viðbragðsáætlunar Alþingis vegna heimsfaraldurs er í höndum skrifstofustjóra en forseti Alþingis tekur ákvarðanir sem lúta að tilhögun þingfunda og breytingum á starfsáætlun þingsins í samráði við forsætisnefnd og formenn þingflokka. „Þetta er fyrst og fremst varúðaráætlun hér fyrir vinnustaðinn,“ segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis.Sjá einnig: Viðbragðsáætlun Alþingis við heimsfaraldri hefur verið virkjuð Sumar aðgerðir séu þegar komnar til framkvæmda, til að mynda hafi sprittbrúsum verið fjölgað í húsakynnum þingsins og þrif aukin, en aðrar eru undirbúnar ef til þeirra þarf að grípa. „Þær geta falist í ýmsu eins og að takmarka samskipti hér á staðnum. Vinna meira í gegnum tölvur og í fjarvinnslu þannig að menn haldi samskiptum í lágmarki. Jafnvel fella niður gestakomur til þingnefnda og jafnvel fella niður gestakomur til þingnefnda og fella niðru fundi. Hætta að sækja ráðstefnur erlendis og annað í þeim dúr,“ nefnir Steingrímur sem dæmi um aðgerðir sem hugsanlega verði gripið til.Sjá einnig: Tók þingheim í kennslustund um notkun handspritts Eitt af því sem einnig sé metið dag frá degi er hvort loka skuli þingpöllum sem alla jafna eru opnir almenningi þegar þingfundir standa yfir. „Þá væri það kannski ekkert síður starfsmannanna vegna, það er að segja til að tryggja betur eða reyna að fyrirbyggja að þeir gætu verið í smithættu,“ segir Steingrímur. Í lengstu lög verði reynt að koma í veg fyrir að þingið allt þurfi að fara í sóttkví. „Það mun að sjálfsögðu ekki setja allt úr skorðum þó að einn og einn þingmaður eða einn og einn starfsmaður þyrfti í einangrun heima hjá sér. En við viljum helst að vinnustaðurinn sjálfur, þingið sjálft, sé starfhæft í lengstu lög,“ segir Steingrímur.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira