Fundi slitið hjá Eflingu og borginni en annar fundur í fyrramálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2020 18:46 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara var slitið núna á sjöunda tímanum. Enn er ósamið en búið að er að boða til annars fundar strax í fyrramálið klukkan 10. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, var í beinni útsendingu í fréttatímanum frá húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. Hann sagði að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefði ekki viljað tjá sig við fjölmiðla að loknum fundi og þá vildi hún heldur ekkert láta hafa eftir sér fyrir fundinn í dag. Þá var Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, einnig hjá ríkissáttasemjara í dag í tengslum við samningafundinn en Rakel Guðmundsdóttir, lögmaður hjá borginni, fór fyrir samninganefnd borgarinnar á fundinum í dag. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndarinnar, fór fyrir annarri samninganefnd borgarinnar á samningafundi með Sameyki í dag. Harpa er fyrrverandi starfsmaður Eflingar en hætti þegar Sólveig Anna tók við formennsku í félaginu. Óvenju langur fundur og andrúmsloftið óvenju létt Fundurinn í dag var óvenju langur miðað við fyrri fundi í deilunni. Báðir aðilar sátu við samningaborðið í tvo tíma og var andrúmsloftið óvenju létt. Þá er það kannski til marks um að einhver hreyfing sé komin á málin að strax hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni í fyrramálið. Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefur nú staðið í tæpar þrjár vikur. Það hefur mikil áhrif á borgarbúa, ekki síst leikskólabörn og foreldra þeirra, þar sem fjöldi félagsmanna Eflingar starfar í leikskólum borgarinnar. Þá hefur verkfallið einnig haft áhrif á sorphirðu í borginni og starfsemi hjúkrunarheimila en um liðna helgi voru veittar undanþágur frá verkfallinu hvað varðar sorphirðuna og vegna þrifa og umönnunar hjá öldruðum og fötluðum vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23 Efling og borgin funda síðdegis og gangur í viðræðum BSRB Ríkissáttasemjari hefur boðað aðila í kjaradeilu Eflingar við Reykjavíkurborg á fund klukkan fjögur í dag. Þetta staðfestir Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara. 5. mars 2020 11:16 Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. 5. mars 2020 18:18 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara var slitið núna á sjöunda tímanum. Enn er ósamið en búið að er að boða til annars fundar strax í fyrramálið klukkan 10. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, var í beinni útsendingu í fréttatímanum frá húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. Hann sagði að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefði ekki viljað tjá sig við fjölmiðla að loknum fundi og þá vildi hún heldur ekkert láta hafa eftir sér fyrir fundinn í dag. Þá var Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, einnig hjá ríkissáttasemjara í dag í tengslum við samningafundinn en Rakel Guðmundsdóttir, lögmaður hjá borginni, fór fyrir samninganefnd borgarinnar á fundinum í dag. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndarinnar, fór fyrir annarri samninganefnd borgarinnar á samningafundi með Sameyki í dag. Harpa er fyrrverandi starfsmaður Eflingar en hætti þegar Sólveig Anna tók við formennsku í félaginu. Óvenju langur fundur og andrúmsloftið óvenju létt Fundurinn í dag var óvenju langur miðað við fyrri fundi í deilunni. Báðir aðilar sátu við samningaborðið í tvo tíma og var andrúmsloftið óvenju létt. Þá er það kannski til marks um að einhver hreyfing sé komin á málin að strax hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni í fyrramálið. Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefur nú staðið í tæpar þrjár vikur. Það hefur mikil áhrif á borgarbúa, ekki síst leikskólabörn og foreldra þeirra, þar sem fjöldi félagsmanna Eflingar starfar í leikskólum borgarinnar. Þá hefur verkfallið einnig haft áhrif á sorphirðu í borginni og starfsemi hjúkrunarheimila en um liðna helgi voru veittar undanþágur frá verkfallinu hvað varðar sorphirðuna og vegna þrifa og umönnunar hjá öldruðum og fötluðum vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23 Efling og borgin funda síðdegis og gangur í viðræðum BSRB Ríkissáttasemjari hefur boðað aðila í kjaradeilu Eflingar við Reykjavíkurborg á fund klukkan fjögur í dag. Þetta staðfestir Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara. 5. mars 2020 11:16 Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. 5. mars 2020 18:18 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23
Efling og borgin funda síðdegis og gangur í viðræðum BSRB Ríkissáttasemjari hefur boðað aðila í kjaradeilu Eflingar við Reykjavíkurborg á fund klukkan fjögur í dag. Þetta staðfestir Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara. 5. mars 2020 11:16
Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. 5. mars 2020 18:18