Ísak og Eggert í undanúrslit í Danmörku Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2020 19:00 Ísak Óli Ólafsson er leikmaður SönderjyskE í Danmörku. mynd/sonderjyske U21-landsliðsmaðurinn Ísak Óli Ólafsson fékk tækifæri í byrjunarliði SönderjyskE í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur gegn Randers í 8-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í fótbolta. Ísak lék allan leikinn í vörn SönderjyskE sem lenti undir snemma leiks. Liðið náði að jafna metin á 67. mínútu og sigurmarkið kom svo á 89. mínútu, skömmu eftir að Eggert Gunnþór Jónsson kom inn á sem varamaður hjá SönderjyskE. Ísak, sem er aðeins 19 ára, gekk til liðs við SönderjyskE frá Keflavík í fyrrasumar. Hann hefur fengið tækifæri í einum deildarleik og kom þá inn á sem varamaður í sex mínútur, gegn AGF í nóvember, en einnig spilað í bikarkeppninni. Ísak er leikmaður U21-landsliðsins og á að baki 6 leiki fyrir liðið og samtals 22 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann náði þrátt fyrir ungan aldur að leika þrjár leiktíðir með Keflavík áður en hann fór til Danmerkur. Áður höfðu AGF og AaB komist í undanúrslit bikarkeppninnar en í kvöld mætast Horsens og Silkeborg í síðasta leik 8-liða úrslitanna. Danski boltinn Tengdar fréttir Ísak Óli þreytti frumraun sína með SonderjyskE Ísak Óli Ólafsson lék sinn fyrsta leik með SonderjyskE í Danmörku í kvöld. 25. september 2019 19:31 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira
U21-landsliðsmaðurinn Ísak Óli Ólafsson fékk tækifæri í byrjunarliði SönderjyskE í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur gegn Randers í 8-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í fótbolta. Ísak lék allan leikinn í vörn SönderjyskE sem lenti undir snemma leiks. Liðið náði að jafna metin á 67. mínútu og sigurmarkið kom svo á 89. mínútu, skömmu eftir að Eggert Gunnþór Jónsson kom inn á sem varamaður hjá SönderjyskE. Ísak, sem er aðeins 19 ára, gekk til liðs við SönderjyskE frá Keflavík í fyrrasumar. Hann hefur fengið tækifæri í einum deildarleik og kom þá inn á sem varamaður í sex mínútur, gegn AGF í nóvember, en einnig spilað í bikarkeppninni. Ísak er leikmaður U21-landsliðsins og á að baki 6 leiki fyrir liðið og samtals 22 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann náði þrátt fyrir ungan aldur að leika þrjár leiktíðir með Keflavík áður en hann fór til Danmerkur. Áður höfðu AGF og AaB komist í undanúrslit bikarkeppninnar en í kvöld mætast Horsens og Silkeborg í síðasta leik 8-liða úrslitanna.
Danski boltinn Tengdar fréttir Ísak Óli þreytti frumraun sína með SonderjyskE Ísak Óli Ólafsson lék sinn fyrsta leik með SonderjyskE í Danmörku í kvöld. 25. september 2019 19:31 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira
Ísak Óli þreytti frumraun sína með SonderjyskE Ísak Óli Ólafsson lék sinn fyrsta leik með SonderjyskE í Danmörku í kvöld. 25. september 2019 19:31