Innlent

Dýrð íslenskra steina afhjúpast þegar Auðunn sagar þá í sundur

Kristján Már Unnarsson skrifar
Í Steinasafni Auðuns á Djúpavogi. Hér stendur Auðunn við 460 kílóa þungan stein sem hann segir agat og bergkristal.
Í Steinasafni Auðuns á Djúpavogi. Hér stendur Auðunn við 460 kílóa þungan stein sem hann segir agat og bergkristal. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.

Það gengur ekkert hjá okkur að tosa upp úr honum leyndarmálið um hvar hann finnur alla þessa steina sem hann er búinn að safna í þrjátíu ár.

Bara inni í dölunum og uppi í fjöllunum, svarar Auðunn Baldursson í þættinum Um land allt.

Fólk sér ísbjarnarloppu með klóm í þessum steini.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.

Þó ekki í Búlandstindi.

„Nei, það eru öngvir steinar þar,“ svarar steinasafnarinn á Djúpavogi.

Flestir steinanna sem hann finnur virðast venjulegum ferðalangi í fljótu bragði sáraómerkilegir þar sem þeir liggja á jörðinni. En Auðunn hefur auga fyrir smáatriðum sem gefa vísbendingu um að eitthvað meira gæti leynst innan í þeim. Hann sýnir okkur dæmi úr hillunni. 

„Svo finnst fólki þetta eins og loppa á ísbirni, með klærnar,“ segir hann um stein þar sem hann sá rétt grilla í kristal í endanum áður en hann sagaði steininn. 

„Ég er að fá jarðfræðinga alls staðar að úr heiminum til að skoða þennan stein. Þeir eiga ekki til orð yfir þetta. Hérna sé ég eitthvað þegar ég finn hann. Svo bara magnast það þegar maður sagar hann. Þetta er agat og ópall.“

Steinninn sem Auðunn segir að jarðfræðingar gapi yfir.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.

Hluta af dýrðinni sem Auðunn er búinn að afhjúpa má sjá í þættinum Um land allt á Stöð 2. Hér er kafli:


Tengdar fréttir

Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum

Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.