Goðamótin á Akureyri munu fara fram Andri Eysteinsson skrifar 9. mars 2020 22:36 Goðamót Þórs er haldið á hverju ári í Boganum á Akureyri. Goðamótið Þórsarar á Akureyri hafa ákveðið að Goðamótin í knattspyrnu fari fram í Boganum næstu tvær helgar. Krakkar í 5. og 6. flokki í knattspyrnu flykkjast þá norður yfir heiðar þar sem keppt verður í knattspyrnu föstudag, laugardag og sunnudag. Forsvarsmenn Þórs tilkynntu þetta á Facebook-síðu Goðamótanna í kvöld. Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir samráðsfund Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Knattspyrnusambands Íslands, Handknattleikssambands Íslands og Körfuknattleikssambands Íslands. Fram kom fyrr í dag að samböndin myndu funda með Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá ríkislögreglustjóra, sem verið hefur í framlínunni hjá almannavörnum vegna kórónuveirunnar. Sextíu og fimm smit hafa greinst hér á landi og talið ljóst að einhvers konar samkomubann verði sett á. Vanda þurfi vel valið þegar slíkt bann verður tímasett.Opinbera afstaða ÍSÍ óbreytt Forsvarsmenn Þórs segja að ákvörðin að halda plönum varðandi mótin óbreyttum sé tekin eftir samráðsfundinn. „Opinber afstaða ÍSÍ kom fram fyrir liðna helgi þar sem m.a. kom fram að ekki væri ástæða til að fresta viðburðum á meðan samkomubann væri ekki í gildi. Þessi afstaða hefur ekki breyst eftir fundi ÍSÍ með sérsamböndum boltaíþróttanna í dag,“ segir í tilkynningu frá Goðamótunum.Til að tryggja hreinlæti ætli mótshaldarar að gera varúðarráðstafanir á meðan á móti stendur. „Til að mynda verða sett upp hlið við innganga Bogans þar sem starfsmenn munu sjá til þess gestir sótthreinsi hendur sínar við komuna. Við beinum einnig þeim tilmælum til forráðamanna að hverju barni fylgi ekki meira en tveir aðstandendur á leikstað.“ Þó verður engum vísað frá sem ætlar að horfa á ættingja sinn eða vin spila.Hleypt inn í húsið í hollum „Mótið verður spila í „hollum“ og munu einvörðungu þau holl sem í gangi eru hverju sinni fá að vera inni í húsinu á meðan þeirra leikir fara fram.“ Þjálfarar eru beðnir um að senda þátttökufjölda fyrir klukkan sex annað kvöld svo hægt verði að endurskipuleggja mótið, komi til þess að einhverjar afboðanir verði. Nettómótið í körfubolta, sem halda átti í Reykjanesbæ síðustu helgi, var blásið af með skömmum fyrirvara. Hins vegar kepptu fjölmargir krakkar á knattspyrnumóti hjá Gróttu á Seltjarnarnesi. Nokkuð var um að félög afboðuðu komu sína á mótið með skömmum fyrirvara. Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Þórsarar á Akureyri hafa ákveðið að Goðamótin í knattspyrnu fari fram í Boganum næstu tvær helgar. Krakkar í 5. og 6. flokki í knattspyrnu flykkjast þá norður yfir heiðar þar sem keppt verður í knattspyrnu föstudag, laugardag og sunnudag. Forsvarsmenn Þórs tilkynntu þetta á Facebook-síðu Goðamótanna í kvöld. Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir samráðsfund Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Knattspyrnusambands Íslands, Handknattleikssambands Íslands og Körfuknattleikssambands Íslands. Fram kom fyrr í dag að samböndin myndu funda með Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá ríkislögreglustjóra, sem verið hefur í framlínunni hjá almannavörnum vegna kórónuveirunnar. Sextíu og fimm smit hafa greinst hér á landi og talið ljóst að einhvers konar samkomubann verði sett á. Vanda þurfi vel valið þegar slíkt bann verður tímasett.Opinbera afstaða ÍSÍ óbreytt Forsvarsmenn Þórs segja að ákvörðin að halda plönum varðandi mótin óbreyttum sé tekin eftir samráðsfundinn. „Opinber afstaða ÍSÍ kom fram fyrir liðna helgi þar sem m.a. kom fram að ekki væri ástæða til að fresta viðburðum á meðan samkomubann væri ekki í gildi. Þessi afstaða hefur ekki breyst eftir fundi ÍSÍ með sérsamböndum boltaíþróttanna í dag,“ segir í tilkynningu frá Goðamótunum.Til að tryggja hreinlæti ætli mótshaldarar að gera varúðarráðstafanir á meðan á móti stendur. „Til að mynda verða sett upp hlið við innganga Bogans þar sem starfsmenn munu sjá til þess gestir sótthreinsi hendur sínar við komuna. Við beinum einnig þeim tilmælum til forráðamanna að hverju barni fylgi ekki meira en tveir aðstandendur á leikstað.“ Þó verður engum vísað frá sem ætlar að horfa á ættingja sinn eða vin spila.Hleypt inn í húsið í hollum „Mótið verður spila í „hollum“ og munu einvörðungu þau holl sem í gangi eru hverju sinni fá að vera inni í húsinu á meðan þeirra leikir fara fram.“ Þjálfarar eru beðnir um að senda þátttökufjölda fyrir klukkan sex annað kvöld svo hægt verði að endurskipuleggja mótið, komi til þess að einhverjar afboðanir verði. Nettómótið í körfubolta, sem halda átti í Reykjanesbæ síðustu helgi, var blásið af með skömmum fyrirvara. Hins vegar kepptu fjölmargir krakkar á knattspyrnumóti hjá Gróttu á Seltjarnarnesi. Nokkuð var um að félög afboðuðu komu sína á mótið með skömmum fyrirvara.
Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels