Goðamótin á Akureyri munu fara fram Andri Eysteinsson skrifar 9. mars 2020 22:36 Goðamót Þórs er haldið á hverju ári í Boganum á Akureyri. Goðamótið Þórsarar á Akureyri hafa ákveðið að Goðamótin í knattspyrnu fari fram í Boganum næstu tvær helgar. Krakkar í 5. og 6. flokki í knattspyrnu flykkjast þá norður yfir heiðar þar sem keppt verður í knattspyrnu föstudag, laugardag og sunnudag. Forsvarsmenn Þórs tilkynntu þetta á Facebook-síðu Goðamótanna í kvöld. Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir samráðsfund Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Knattspyrnusambands Íslands, Handknattleikssambands Íslands og Körfuknattleikssambands Íslands. Fram kom fyrr í dag að samböndin myndu funda með Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá ríkislögreglustjóra, sem verið hefur í framlínunni hjá almannavörnum vegna kórónuveirunnar. Sextíu og fimm smit hafa greinst hér á landi og talið ljóst að einhvers konar samkomubann verði sett á. Vanda þurfi vel valið þegar slíkt bann verður tímasett.Opinbera afstaða ÍSÍ óbreytt Forsvarsmenn Þórs segja að ákvörðin að halda plönum varðandi mótin óbreyttum sé tekin eftir samráðsfundinn. „Opinber afstaða ÍSÍ kom fram fyrir liðna helgi þar sem m.a. kom fram að ekki væri ástæða til að fresta viðburðum á meðan samkomubann væri ekki í gildi. Þessi afstaða hefur ekki breyst eftir fundi ÍSÍ með sérsamböndum boltaíþróttanna í dag,“ segir í tilkynningu frá Goðamótunum.Til að tryggja hreinlæti ætli mótshaldarar að gera varúðarráðstafanir á meðan á móti stendur. „Til að mynda verða sett upp hlið við innganga Bogans þar sem starfsmenn munu sjá til þess gestir sótthreinsi hendur sínar við komuna. Við beinum einnig þeim tilmælum til forráðamanna að hverju barni fylgi ekki meira en tveir aðstandendur á leikstað.“ Þó verður engum vísað frá sem ætlar að horfa á ættingja sinn eða vin spila.Hleypt inn í húsið í hollum „Mótið verður spila í „hollum“ og munu einvörðungu þau holl sem í gangi eru hverju sinni fá að vera inni í húsinu á meðan þeirra leikir fara fram.“ Þjálfarar eru beðnir um að senda þátttökufjölda fyrir klukkan sex annað kvöld svo hægt verði að endurskipuleggja mótið, komi til þess að einhverjar afboðanir verði. Nettómótið í körfubolta, sem halda átti í Reykjanesbæ síðustu helgi, var blásið af með skömmum fyrirvara. Hins vegar kepptu fjölmargir krakkar á knattspyrnumóti hjá Gróttu á Seltjarnarnesi. Nokkuð var um að félög afboðuðu komu sína á mótið með skömmum fyrirvara. Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Sjá meira
Þórsarar á Akureyri hafa ákveðið að Goðamótin í knattspyrnu fari fram í Boganum næstu tvær helgar. Krakkar í 5. og 6. flokki í knattspyrnu flykkjast þá norður yfir heiðar þar sem keppt verður í knattspyrnu föstudag, laugardag og sunnudag. Forsvarsmenn Þórs tilkynntu þetta á Facebook-síðu Goðamótanna í kvöld. Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir samráðsfund Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Knattspyrnusambands Íslands, Handknattleikssambands Íslands og Körfuknattleikssambands Íslands. Fram kom fyrr í dag að samböndin myndu funda með Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá ríkislögreglustjóra, sem verið hefur í framlínunni hjá almannavörnum vegna kórónuveirunnar. Sextíu og fimm smit hafa greinst hér á landi og talið ljóst að einhvers konar samkomubann verði sett á. Vanda þurfi vel valið þegar slíkt bann verður tímasett.Opinbera afstaða ÍSÍ óbreytt Forsvarsmenn Þórs segja að ákvörðin að halda plönum varðandi mótin óbreyttum sé tekin eftir samráðsfundinn. „Opinber afstaða ÍSÍ kom fram fyrir liðna helgi þar sem m.a. kom fram að ekki væri ástæða til að fresta viðburðum á meðan samkomubann væri ekki í gildi. Þessi afstaða hefur ekki breyst eftir fundi ÍSÍ með sérsamböndum boltaíþróttanna í dag,“ segir í tilkynningu frá Goðamótunum.Til að tryggja hreinlæti ætli mótshaldarar að gera varúðarráðstafanir á meðan á móti stendur. „Til að mynda verða sett upp hlið við innganga Bogans þar sem starfsmenn munu sjá til þess gestir sótthreinsi hendur sínar við komuna. Við beinum einnig þeim tilmælum til forráðamanna að hverju barni fylgi ekki meira en tveir aðstandendur á leikstað.“ Þó verður engum vísað frá sem ætlar að horfa á ættingja sinn eða vin spila.Hleypt inn í húsið í hollum „Mótið verður spila í „hollum“ og munu einvörðungu þau holl sem í gangi eru hverju sinni fá að vera inni í húsinu á meðan þeirra leikir fara fram.“ Þjálfarar eru beðnir um að senda þátttökufjölda fyrir klukkan sex annað kvöld svo hægt verði að endurskipuleggja mótið, komi til þess að einhverjar afboðanir verði. Nettómótið í körfubolta, sem halda átti í Reykjanesbæ síðustu helgi, var blásið af með skömmum fyrirvara. Hins vegar kepptu fjölmargir krakkar á knattspyrnumóti hjá Gróttu á Seltjarnarnesi. Nokkuð var um að félög afboðuðu komu sína á mótið með skömmum fyrirvara.
Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Sjá meira