Innlent

Far­þegar Nor­rænu brutu sótt­varna­reglur og fóru í búð strax eftir komu til landsins

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Norræna á Seyðisfirði.
Norræna á Seyðisfirði. Vísir/Jóhann

Nokkrir farþegar sem komu í land með Norrænu í morgun á Seyðisfirði voru ávítaðir af lögreglu eftir að þeir fóru í kjörbúð eftir komu sína til landsins og brutu þar með sóttvarnareglur. Öllum farþegum sem koma hingað til lands er skylt að fara í sóttkví í fimm til sex daga og í sýnatöku í kjölfarið áður en þeir mega ferðast um landið að vild.

Afskipti voru höfð af ferðamönnunum í kjölfar ábendinga starfsmenna og reglur áréttaðar við þá. Þeir virtust þá áttaðir, samkvæmt tilkynningu lögreglu, og hugðust halda á dvalarstað. Lögregla hefur ekki þurft að hafa afskipti af öðrum farþegum skipsins en þeir voru tæplega tvö hundruð talsins.

Sjö einstaklingar eru nú í einangrun á Austurlandi með virkt kórónuveirusmit. Þeim hefur fækkað um einn frá síðustu helgi.

Nokkur fjöldi ferðamanna sem kom til landsins fyrir nokkru og uppfyllir allar reglur heilbrigðisyfirvalda er á svæðinu. Aðgerðastjórn á Austurlandi vill þó hvetja íbúa til árvekni sem fyrr, að huga að eigin smitvörnum og viðhalda tveggja metra reglu.

„Öruggast er því að gæta alltaf að eigin smitvörnum og gagnvart öllum, án tillits til búsetu viðkomandi eða ríkisfangs. Þannig búum við hvorki við falskt öryggi eða óþarfa ótta.“


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×