Erlent

Dæmdur í 55 ára fangelsi fyrir að aðstoða bróður sinn við árásina í Manchester

Samúel Karl Ólason skrifar
Hashem Abedi var fluttur í dómshúsið en neitaði að fara inn í sal.
Hashem Abedi var fluttur í dómshúsið en neitaði að fara inn í sal. EPA/WILL OLIVER

Hashem Abedi, bróðir mannsins sem sprengdi sig í loft upp þegar fjöldi fólks var að yfirgefa tónleika Ariana Grande í Manchester árið 2017, hefur verið dæmdur í 55 ára fangelsi. Hann var dæmdur fyrir að hjálpa bróður sínum, Salman Abedi, við árásina en 22 dóu í árásinni og hundruð særðust.

Hashem, sem er 23 ára gamall, var dæmdur sekur í mars og þá meðal annars fyrir 22 morð, samkvæmt frétt Sky News. Hann hjálpaði bróður sínum að verða sér út um sprengiefni og að undirbúa árásina, sem var framkvæmd í stuðningi við Íslamska ríkið.

Mánuði fyrir árásina fór Hashem til Líbíu. Hann var þó handtekinn í kjölfar árásarinnar og framseldur til Bretlands síðasta sumar.

Hashem neitaði að fara í dómsal í morgun, þrátt fyrir að hann hafi verið fluttur í dómshúsið frá Belmarsh fangelsinu.

Í dómsal í gær, fyrir refsiákvörðunina, mæltu fjölskyldumeðlimir fólks sem dó í árásinni. Þau sögðu frá sorg þeirra og skaðanum sem árásin olli. Aðrir sem lifðu árásina af en særðust sögðu einnig sögu sína.

Einhverjir sögðust hafa þjáðst af samviskubiti yfir því að hafa lifað af á meðan aðrir gerðu það ekki og aðrir sögðust alla tíð síðan hafa verið lafandi hræddir við fólk með bakpoka um borð í lestum og strætisvögnum.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.