Misræmi í upplýsingagjöf skrifast alfarið á stjórnvöld Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. ágúst 2020 12:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir misræmi í upplýsingagjöf skrifast alfarið á stjórnvöld. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að það skrifist alfarið á stjórnvöld að misræmi hafi verið í auglýsingu heilbrigðisráðherra um sóttvarnareglur og upplýsingum á Covid.is. Mikilvægt sé að upplýsingagjöf sé eins skýr og mögulegt er og eins aðgengileg öllum almenningi og hægt sé. Hún segir alveg ljóst að almenningur hafi beitt sig eftir bestu getu fyrir því að ná sem mestum tökum á faraldrinum. „Það er alveg rétt að ég tel einmitt að þjóðin hafi svo sannarlega verið að gera sitt besta til þess að ná árangri í baráttunni við veiruna. Það kom upp í gær að auglýsing heilbrigðisráðherra þar sem farið er yfir og tveggja metra reglan er skýrð, auglýsingin og síðan upplýsingarnar á Covid.is voru ekki í fullkomnu samræmi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. „Það er auðvitað ekki gott og skrifast alfarið á okkur stjórnvöld að það sé ekki samræmi í þessari upplýsingagjöf því það er auðvitað mjög mikilvægt að hún sé skýr og eins aðgengileg öllum almenningi og mögulegt er.“ Eðlilegt að pólitísk umræða fari fram Þingmenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins hafa kallað eftir því að ákvarðanir um sóttvarnareglur verði teknar fyrir á Alþingi. Katrín segir mjög eðlilegt að pólitísk umræða fari fram á Alþingi en að stjórnvöld hafi verið innan ramma laganna við ákvarðanatöku. „Ég tel eðlilegt að við eigum pólitíska umræðu á Alþingi en hins vegar tel ég ekki nokkurn vafa leika á að þær lagaheimildir sem finnast í sóttvarnalögum eru mjög afgerandi og mjög ríkar. Þar er annars vegar kveðið á um skyldu sóttvarnalæknis um að gera tillögur til að bregðast við heilsufarsvá á borð við faraldurinn sem við stöndum núna frammi fyrir og hins vegar eru þar ríkar heimildir handa ráðherra til að nýta sér þær tillögur til þess að bregðast við með tilteknum ráðstöfunum.“ Undanfarnir mánuðir verið rússíbanareið Það hafi einnig komið fyrir að uppfærsla á upplýsingum sem tengjast faraldrinum hafi ekki verið nægilega snögg. „Á það var bent fyrir nokkrum dögum til að mynda eftir að við breyttum reglum fyrir verslunarmannahelgi að þær upplýsingar voru ekki uppfærðar nægilega snemma á önnur tungumál svo dæmi sé tekið. Það er auðvitað svo að við erum að bregðast ansi snöggt við oft og setja reglur og það skiptir auðvitað máli að upplýsingar séu í lagi,“ segir Katrín. „Ég held að fólk hafi mikinn skilning á því að hér er oft verið að bregðast hratt við, það skiptir auðvitað máli að við gerum okkar allra besta í því að miðla upplýsingum með eins skýrum og gagnsæjum hætti og hægt er og það er það sem við erum að reyna alla daga,“ segir Katrín. „En ég held líka að fólk hafi skilning á því að undanfarnir mánuðir hafa verið sannkölluð rússíbanareið og oft hefur þurft að bregðast mjög hratt við þannig að stundum verður þar misbrestur á.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Lögreglan má sekta grímulausa um 100 þúsund krónur Með nýjum fyrirmælum ríkissaksóknara, sem tóku gildi á föstudag, hefur lögreglan heimild til að sekta fyrir margvísleg brot á tveggja metra reglunni og reglum um grímunotkun. 19. ágúst 2020 11:19 Reglur heilbrigðisráðuneytis og leiðbeiningar sóttvarnalæknis ekki þær sömu Sóttvarnarlæknir segir að ferðamálaráðherra hafi ekki farið að leiðbeiningum sínum varðandi fjarlægðarmörk. Hún hafi hins vegar ekki brotið sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra. Von sé á skriflegum leiðbeiningum næstu daga. 18. ágúst 2020 21:00 Reglugerðin leggi ekki skyldur á einstaklinga Helsta krafan með tveggja metra reglunni er að rekstraraðilar tryggi að hægt sé að tryggja fjarlægðartakmörk milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þannig er engin bein skylda lögð á einstaklinga. 18. ágúst 2020 17:58 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira
Forsætisráðherra segir að það skrifist alfarið á stjórnvöld að misræmi hafi verið í auglýsingu heilbrigðisráðherra um sóttvarnareglur og upplýsingum á Covid.is. Mikilvægt sé að upplýsingagjöf sé eins skýr og mögulegt er og eins aðgengileg öllum almenningi og hægt sé. Hún segir alveg ljóst að almenningur hafi beitt sig eftir bestu getu fyrir því að ná sem mestum tökum á faraldrinum. „Það er alveg rétt að ég tel einmitt að þjóðin hafi svo sannarlega verið að gera sitt besta til þess að ná árangri í baráttunni við veiruna. Það kom upp í gær að auglýsing heilbrigðisráðherra þar sem farið er yfir og tveggja metra reglan er skýrð, auglýsingin og síðan upplýsingarnar á Covid.is voru ekki í fullkomnu samræmi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. „Það er auðvitað ekki gott og skrifast alfarið á okkur stjórnvöld að það sé ekki samræmi í þessari upplýsingagjöf því það er auðvitað mjög mikilvægt að hún sé skýr og eins aðgengileg öllum almenningi og mögulegt er.“ Eðlilegt að pólitísk umræða fari fram Þingmenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins hafa kallað eftir því að ákvarðanir um sóttvarnareglur verði teknar fyrir á Alþingi. Katrín segir mjög eðlilegt að pólitísk umræða fari fram á Alþingi en að stjórnvöld hafi verið innan ramma laganna við ákvarðanatöku. „Ég tel eðlilegt að við eigum pólitíska umræðu á Alþingi en hins vegar tel ég ekki nokkurn vafa leika á að þær lagaheimildir sem finnast í sóttvarnalögum eru mjög afgerandi og mjög ríkar. Þar er annars vegar kveðið á um skyldu sóttvarnalæknis um að gera tillögur til að bregðast við heilsufarsvá á borð við faraldurinn sem við stöndum núna frammi fyrir og hins vegar eru þar ríkar heimildir handa ráðherra til að nýta sér þær tillögur til þess að bregðast við með tilteknum ráðstöfunum.“ Undanfarnir mánuðir verið rússíbanareið Það hafi einnig komið fyrir að uppfærsla á upplýsingum sem tengjast faraldrinum hafi ekki verið nægilega snögg. „Á það var bent fyrir nokkrum dögum til að mynda eftir að við breyttum reglum fyrir verslunarmannahelgi að þær upplýsingar voru ekki uppfærðar nægilega snemma á önnur tungumál svo dæmi sé tekið. Það er auðvitað svo að við erum að bregðast ansi snöggt við oft og setja reglur og það skiptir auðvitað máli að upplýsingar séu í lagi,“ segir Katrín. „Ég held að fólk hafi mikinn skilning á því að hér er oft verið að bregðast hratt við, það skiptir auðvitað máli að við gerum okkar allra besta í því að miðla upplýsingum með eins skýrum og gagnsæjum hætti og hægt er og það er það sem við erum að reyna alla daga,“ segir Katrín. „En ég held líka að fólk hafi skilning á því að undanfarnir mánuðir hafa verið sannkölluð rússíbanareið og oft hefur þurft að bregðast mjög hratt við þannig að stundum verður þar misbrestur á.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Lögreglan má sekta grímulausa um 100 þúsund krónur Með nýjum fyrirmælum ríkissaksóknara, sem tóku gildi á föstudag, hefur lögreglan heimild til að sekta fyrir margvísleg brot á tveggja metra reglunni og reglum um grímunotkun. 19. ágúst 2020 11:19 Reglur heilbrigðisráðuneytis og leiðbeiningar sóttvarnalæknis ekki þær sömu Sóttvarnarlæknir segir að ferðamálaráðherra hafi ekki farið að leiðbeiningum sínum varðandi fjarlægðarmörk. Hún hafi hins vegar ekki brotið sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra. Von sé á skriflegum leiðbeiningum næstu daga. 18. ágúst 2020 21:00 Reglugerðin leggi ekki skyldur á einstaklinga Helsta krafan með tveggja metra reglunni er að rekstraraðilar tryggi að hægt sé að tryggja fjarlægðartakmörk milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þannig er engin bein skylda lögð á einstaklinga. 18. ágúst 2020 17:58 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira
Lögreglan má sekta grímulausa um 100 þúsund krónur Með nýjum fyrirmælum ríkissaksóknara, sem tóku gildi á föstudag, hefur lögreglan heimild til að sekta fyrir margvísleg brot á tveggja metra reglunni og reglum um grímunotkun. 19. ágúst 2020 11:19
Reglur heilbrigðisráðuneytis og leiðbeiningar sóttvarnalæknis ekki þær sömu Sóttvarnarlæknir segir að ferðamálaráðherra hafi ekki farið að leiðbeiningum sínum varðandi fjarlægðarmörk. Hún hafi hins vegar ekki brotið sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra. Von sé á skriflegum leiðbeiningum næstu daga. 18. ágúst 2020 21:00
Reglugerðin leggi ekki skyldur á einstaklinga Helsta krafan með tveggja metra reglunni er að rekstraraðilar tryggi að hægt sé að tryggja fjarlægðartakmörk milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þannig er engin bein skylda lögð á einstaklinga. 18. ágúst 2020 17:58