Reglugerðin leggi ekki skyldur á einstaklinga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2020 17:58 Reglugerðin, sem byggir á tillögum sóttvarnalæknis, leggur ekki skyldu á einstaklinga þegar kemur að fjarlægðarmörkum. Vísir/Vilhelm Helsta krafan með tveggja metra reglunni er að rekstraraðilar tryggi að hægt sé að tryggja fjarlægðartakmörk milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þannig er engin bein skylda lögð á einstaklinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti sóttvarnalæknis. Talið var tilefni til þess að útskýra reglurnar betur þar sem nokkurs misræmis hefur gætt í orðalagi reglna um fjarlægðartakmörk. „Krafan með reglunni, eins og fram kemur í reglugerð heilbrigðisráðuneytisins, er að aðilum í atvinnurekstri, hvaða rekstri sem það nær yfir, er skylt að tryggja fjarlægðarmörk á milli einstaklinga sem ekki deila heimili,“ segir í tilkynningunni. Þar er jafnframt tekið fram að í reglugerð heilbrigðisráðherra komi ekki fram að einstaklingar þurfi að uppfylla takmörkin, heldur sé krafan lögð á starfsemi. Hins vegar hafi sóttvarnalæknir gefið út leiðbeiningar þar sem biðlað er til fólks um að viðhafa fjarlægðartakmörk á milli fólks. Eins er tíundað í að í leiðbeiningum yfirvalda til almennings hafi gætt nokkurs misræmis. Ýmist hafi verið talað um að viðhafa skuli fjarlægðartakmörk milli „óskyldra aðila, ótengdra aðila eða aðila sem ekki deili heimili.“ Þetta misræmi í orðalagi sé tilefni til útskýringar. „Einstaklingar eru því sérstaklega hvattir til virða fjarlægðarmörkin í umgengni við ókunnuga en í umgengni við tengda/skylda einstaklinga þarf að vega og meta hvort viðhafa skuli fjarlægðarmörk. Meðan tveggja metra reglan er í gildi getur rekstraraðili ekki skorast undan því að tryggja fjarlægðarmörkin og við því liggur sektarheimild. Ekki liggur fyrir sektarheimild fyrir einstaklinga sem virða ekki fjarlægðarmörk,“ segir í tilkynningunni. Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. 18. ágúst 2020 16:58 Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01 Mun leggja til skýrari útfærslu á nálægðartakmörkunum Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. 17. ágúst 2020 18:30 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Helsta krafan með tveggja metra reglunni er að rekstraraðilar tryggi að hægt sé að tryggja fjarlægðartakmörk milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þannig er engin bein skylda lögð á einstaklinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti sóttvarnalæknis. Talið var tilefni til þess að útskýra reglurnar betur þar sem nokkurs misræmis hefur gætt í orðalagi reglna um fjarlægðartakmörk. „Krafan með reglunni, eins og fram kemur í reglugerð heilbrigðisráðuneytisins, er að aðilum í atvinnurekstri, hvaða rekstri sem það nær yfir, er skylt að tryggja fjarlægðarmörk á milli einstaklinga sem ekki deila heimili,“ segir í tilkynningunni. Þar er jafnframt tekið fram að í reglugerð heilbrigðisráðherra komi ekki fram að einstaklingar þurfi að uppfylla takmörkin, heldur sé krafan lögð á starfsemi. Hins vegar hafi sóttvarnalæknir gefið út leiðbeiningar þar sem biðlað er til fólks um að viðhafa fjarlægðartakmörk á milli fólks. Eins er tíundað í að í leiðbeiningum yfirvalda til almennings hafi gætt nokkurs misræmis. Ýmist hafi verið talað um að viðhafa skuli fjarlægðartakmörk milli „óskyldra aðila, ótengdra aðila eða aðila sem ekki deili heimili.“ Þetta misræmi í orðalagi sé tilefni til útskýringar. „Einstaklingar eru því sérstaklega hvattir til virða fjarlægðarmörkin í umgengni við ókunnuga en í umgengni við tengda/skylda einstaklinga þarf að vega og meta hvort viðhafa skuli fjarlægðarmörk. Meðan tveggja metra reglan er í gildi getur rekstraraðili ekki skorast undan því að tryggja fjarlægðarmörkin og við því liggur sektarheimild. Ekki liggur fyrir sektarheimild fyrir einstaklinga sem virða ekki fjarlægðarmörk,“ segir í tilkynningunni.
Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. 18. ágúst 2020 16:58 Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01 Mun leggja til skýrari útfærslu á nálægðartakmörkunum Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. 17. ágúst 2020 18:30 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
„Ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. 18. ágúst 2020 16:58
Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01
Mun leggja til skýrari útfærslu á nálægðartakmörkunum Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. 17. ágúst 2020 18:30