Ingibjörg Sigurðardóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Vålerenga. Hún færir sig þar af leiðandi frá Svíþjóð til Noregs.
Ingibjörg var síðast á mála hjá Djurgården í Svíþjóð en þjálfari Vålerenga, Jack Majgaard Jensen, tók fyrst eftir Ingibjörgu er hún lék með Breiðablik.
Jack Majgaard Jensen stýrði Rosengård áður en hann tók við Vålerenga og Rosengård og Breiðablik mættust í Meistaradeildinni árið 2016.
Velkommen Inga https://t.co/BqQOscqwYQ
— Vålerenga Fotball Damer (@VIFDamer) February 19, 2020
Hann segir í viðtali við heimasíðu félagsins að Ingibjörg passi vel inn í félagið og segir að hún sé fljótur, sterkur varnarmaður sem er öflug í loftinu.
Ingibjörg hefur spilað 27 A-landsleiki en ekki náð að skora. Hún er 22 ára en hún hóf feril sinn með Grindavík hér á landi áður en hún gekk í raðir Blika.