Frekari launalækkanir á Landspítala Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 11:30 Fundað var með starfsfólki Landspítalans í Skaftahlíð í vikunni þar sem því var tjáð frá yfrivofandi kjarabreytingum. Vísir/vilhelm Starfsfólki hinna ýmsu stoðeininga á Landspítala verður gert að taka á sig launalækkun. Fundað var með starfsfólki í vikunni þar sem því var tjáð að ætlunin sé að segja upp núverandi ráðningarsamningum þeirra og gera nýjan til eins árs. Vonir standi til að samningagerðinni verði lokið fyrir mánaðamót og að nýir ráðningarsamningar, sem fela í sér allt að 3,5 prósenta launalækkun, taki gildi að loknum samningsbundnum uppsagnarfresti. Uppsögn samningsins er einhliða og upplifir starfsfólk sem fréttastofa hefur rætt við þetta sem hótun. Samningsbreytingarnar eru enn ein birtingarmynd aðgerða sem yfirstjórn Landspítala hefur ráðist í til að taka á rekstrarhalla spítalans. Ferlið hófst í upphafi síðasta árs og hefur tekið á sig ýmsar birtingarmyndir; ráðist var í uppsagnir síðastliðið haust, umsamdir yfirvinnutímar voru teknir af læknum, laun yfirstjórnenda voru lækkuð og felldur niður vaktaálagsauki hjá hjúkrunarfræðingum. Sjá einnig: Fastlaunasamningum allra stétta verður sagt upp á Landspítalanum „Fyrir lá frá byrjun að í ljósi umfangsmikillar aðhaldskröfu færi ekkert í rekstrinum varhluta af þessum aðgerðum. Á stofnun eins og Landspítala þar sem launakostnaður er ríflega 70% rekstrarkostnaðar er augljóst að ekki verður komist hjá því að áhrifa gæti í launum starfsmanna enda þótt ströng aðhaldskrafa sé á öðrum rekstrarliðum,“ skrifaði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, í lok síðasta árs um aðgerðirnir sem sættu nokkurri gagnrýni. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, hefur sagt að ekki hafi verið komist hjá því að láta aðhaldskröfu bitna á launum starfsfólks.vísir/egill Þannig var mikil ólga á meðal lækna með breytingar á ráðningarkjörum þeirra. Þeir fjölmenntu á fund í nóvember síðastliðnum þar sem þeir óskuðu frekari skýringa frá yfirstjórn Landspítalans, til að mynda hvers vegna ekki var leitað til samstarfsnefndar um kjör lækna vegna þess hve umfangsmiklar breytingarnar á kjörunum voru. „Gerir félagið alvarlegar athugasemdir við að svo var ekki gert,“ eins og sagði í bréfi Reynis Arngrímssonar, formanns Læknafélagsins, til Páls forstjóra. Einstaklingsfundir í vikunni Nú er röðin komin að hinum svokölluðu stoðeiningum spítalans, þ.e. þeim sem teljast ekki klínískar. Ólafur Darri Andrason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala, fundaði t.a.m. með starfsfólki innkaupadeildar spítalans í Skaftahlíð í upphafi vikunnar þar sem hann greindi þeim frá yfirvofandi kjarabreytingum. Fundað verður með starfsfólki einslega á næstu dögum þar sem því mun gefast færi á að koma athugasemdum sínum á framfæri. Ólafur Darri vildi ekki tjá sig um ferlið þegar eftir því var leitað. Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítala, segir yfirstandandi launabreytingar meðal starfsfólks stoðeininga ekki þær umfangsmestu sem spítalinn hafi gripið til á síðustu misserum. Verið sé að endurskoða samninga um fasta yfirvinnu þessa starfsfólks, um leið og samningarnir séu gerðir tímabundnir. Meira dregið af hærri launum Aðspurð segist Ásta þó ekki hafa tölulegar upplýsingar, t.a.m. um fjölda einstaklinga sem gert verður að undirrita nýjan kjarasamning eða hvað þeir mega búast við mikilli hlutfallslegri lækkun, á takteinum. Heimildir Vísis herma að launalækkunin sé að jafnaði á bilinu 0 til 3,5 prósent. Mismunurinn ráðist af ýmsum þáttum t.a.m. af því hve há laun fólks voru fyrir breytinguna. Það kemur heim og saman við svar Ástu sem segir að horft hafi verið til þess að hlífa þeim lægstlaunuðu. „Lækkunin er stigvaxandi og snertir einkum þá sem hafa hærri launin,“ segir Ásta. Nýir ráðningarsamningar taki þó ekki gildi fyrr en að samningsbundnum uppsagnarfresti liðnum, sem að jafnaði sé á bilinu 3 til 6 mánuðir. Launalækkanir starfsfólks stoðeininga spítalans munu því í fyrsta lagi taka gildi þann 1. júní næstkomandi. Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Tengdar fréttir Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum í haust sem hluti af aðhaldsaðgerðum spítalans. Þetta kemur fram í forstjórapistil Páls Matthíassonar sem birtist á vef spítalans. 8. desember 2019 17:35 Uppsagnir stjórnenda á Landspítala Fjórum framkvæmdastjórum verður sagt upp og fimm aðrir eru komnir að endapunkti tímabundinnar ráðningar hjá Landspítalanum. 16. ágúst 2019 06:00 Taka hagræðingu út á fólkinu á gólfinu Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda. 5. desember 2019 18:45 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Starfsfólki hinna ýmsu stoðeininga á Landspítala verður gert að taka á sig launalækkun. Fundað var með starfsfólki í vikunni þar sem því var tjáð að ætlunin sé að segja upp núverandi ráðningarsamningum þeirra og gera nýjan til eins árs. Vonir standi til að samningagerðinni verði lokið fyrir mánaðamót og að nýir ráðningarsamningar, sem fela í sér allt að 3,5 prósenta launalækkun, taki gildi að loknum samningsbundnum uppsagnarfresti. Uppsögn samningsins er einhliða og upplifir starfsfólk sem fréttastofa hefur rætt við þetta sem hótun. Samningsbreytingarnar eru enn ein birtingarmynd aðgerða sem yfirstjórn Landspítala hefur ráðist í til að taka á rekstrarhalla spítalans. Ferlið hófst í upphafi síðasta árs og hefur tekið á sig ýmsar birtingarmyndir; ráðist var í uppsagnir síðastliðið haust, umsamdir yfirvinnutímar voru teknir af læknum, laun yfirstjórnenda voru lækkuð og felldur niður vaktaálagsauki hjá hjúkrunarfræðingum. Sjá einnig: Fastlaunasamningum allra stétta verður sagt upp á Landspítalanum „Fyrir lá frá byrjun að í ljósi umfangsmikillar aðhaldskröfu færi ekkert í rekstrinum varhluta af þessum aðgerðum. Á stofnun eins og Landspítala þar sem launakostnaður er ríflega 70% rekstrarkostnaðar er augljóst að ekki verður komist hjá því að áhrifa gæti í launum starfsmanna enda þótt ströng aðhaldskrafa sé á öðrum rekstrarliðum,“ skrifaði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, í lok síðasta árs um aðgerðirnir sem sættu nokkurri gagnrýni. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, hefur sagt að ekki hafi verið komist hjá því að láta aðhaldskröfu bitna á launum starfsfólks.vísir/egill Þannig var mikil ólga á meðal lækna með breytingar á ráðningarkjörum þeirra. Þeir fjölmenntu á fund í nóvember síðastliðnum þar sem þeir óskuðu frekari skýringa frá yfirstjórn Landspítalans, til að mynda hvers vegna ekki var leitað til samstarfsnefndar um kjör lækna vegna þess hve umfangsmiklar breytingarnar á kjörunum voru. „Gerir félagið alvarlegar athugasemdir við að svo var ekki gert,“ eins og sagði í bréfi Reynis Arngrímssonar, formanns Læknafélagsins, til Páls forstjóra. Einstaklingsfundir í vikunni Nú er röðin komin að hinum svokölluðu stoðeiningum spítalans, þ.e. þeim sem teljast ekki klínískar. Ólafur Darri Andrason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala, fundaði t.a.m. með starfsfólki innkaupadeildar spítalans í Skaftahlíð í upphafi vikunnar þar sem hann greindi þeim frá yfirvofandi kjarabreytingum. Fundað verður með starfsfólki einslega á næstu dögum þar sem því mun gefast færi á að koma athugasemdum sínum á framfæri. Ólafur Darri vildi ekki tjá sig um ferlið þegar eftir því var leitað. Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítala, segir yfirstandandi launabreytingar meðal starfsfólks stoðeininga ekki þær umfangsmestu sem spítalinn hafi gripið til á síðustu misserum. Verið sé að endurskoða samninga um fasta yfirvinnu þessa starfsfólks, um leið og samningarnir séu gerðir tímabundnir. Meira dregið af hærri launum Aðspurð segist Ásta þó ekki hafa tölulegar upplýsingar, t.a.m. um fjölda einstaklinga sem gert verður að undirrita nýjan kjarasamning eða hvað þeir mega búast við mikilli hlutfallslegri lækkun, á takteinum. Heimildir Vísis herma að launalækkunin sé að jafnaði á bilinu 0 til 3,5 prósent. Mismunurinn ráðist af ýmsum þáttum t.a.m. af því hve há laun fólks voru fyrir breytinguna. Það kemur heim og saman við svar Ástu sem segir að horft hafi verið til þess að hlífa þeim lægstlaunuðu. „Lækkunin er stigvaxandi og snertir einkum þá sem hafa hærri launin,“ segir Ásta. Nýir ráðningarsamningar taki þó ekki gildi fyrr en að samningsbundnum uppsagnarfresti liðnum, sem að jafnaði sé á bilinu 3 til 6 mánuðir. Launalækkanir starfsfólks stoðeininga spítalans munu því í fyrsta lagi taka gildi þann 1. júní næstkomandi.
Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Tengdar fréttir Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum í haust sem hluti af aðhaldsaðgerðum spítalans. Þetta kemur fram í forstjórapistil Páls Matthíassonar sem birtist á vef spítalans. 8. desember 2019 17:35 Uppsagnir stjórnenda á Landspítala Fjórum framkvæmdastjórum verður sagt upp og fimm aðrir eru komnir að endapunkti tímabundinnar ráðningar hjá Landspítalanum. 16. ágúst 2019 06:00 Taka hagræðingu út á fólkinu á gólfinu Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda. 5. desember 2019 18:45 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum í haust sem hluti af aðhaldsaðgerðum spítalans. Þetta kemur fram í forstjórapistil Páls Matthíassonar sem birtist á vef spítalans. 8. desember 2019 17:35
Uppsagnir stjórnenda á Landspítala Fjórum framkvæmdastjórum verður sagt upp og fimm aðrir eru komnir að endapunkti tímabundinnar ráðningar hjá Landspítalanum. 16. ágúst 2019 06:00
Taka hagræðingu út á fólkinu á gólfinu Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda. 5. desember 2019 18:45
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent