Neyddist til að segja konunni þegar tíðindin rötuðu í fjölmiðla Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2020 23:30 Martin og Braithwaite og Anne-Laure Louis eiginkona hans voru glaðbeitt á Camp Nou í dag. vísir/getty „Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. Braithwaite er 28 ára landsliðsmaður Danmerkur sem skorað hefur sex mörk fyrir Leganes í spænsku 1. deildinni á leiktíðinni. Hann er maðurinn sem Spánarmeistarar Barcelona leituðu til þegar þeir fengu grænt ljós á að sækja sér leikmann í ljósi meiðsla Ousmane Dembélé sem spilar ekki meira á leiktíðinni, en Börsungar eru einnig án Luis Suárez vegna meiðsla. Þannig nýtti Barcelona sér reglu spænsku deildarinnar sem gerir félögum kleift að bregðast við áföllum, en Braithwaite fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Daninn var kynntur til leiks á Camp Nou í dag og þakkar almættinu fyrir sinn þátt. „Guð hefur flutt fjöll fyrir mig,“ sagði Braithwaite, og var þá spurður hvað Guð hefði með það að gera að hann væri núna að fara að spila með fótboltaguðinum Lionel Messi: „Guð hefur gefið okkur öllum gjöf. Ef að maður trúir á eitthvað og við segjum okkur það sjálf af fúlustu alvöru að við getum það, þá gerist það. Ef að maður leggur hart að sér og sér fyrir sér markmiðið, þá hefur það verið mín reynsla að maður ræður því ekki hvað gerist, hann sér um það fyrir mann,“ sagði Braithwaite. Martin Braithwaite lék listir sínar á Camp Nou eins og hefð er fyrir þegar nýir leikmenn eru kynntir til leiks.vísir/getty Hann er þakklátur Leganes fyrir tækifærið til að spila í efstu deild Spánar, eftir misheppnaða dvöl hjá Middlesbrough, en Leganes þarf nú að heyja sína fallbaráttu án mikilvægs leikmanns: „Mér datt ekki í hug að ég væri á leiðinni í burtu. Ég var nýbúinn að kaupa hús og hafði reiknað með að búa þar. En núna gafst mér möguleiki sem býst bara einu sinni á ævinni og ég gat ekki sagt nei. Það skildu allir hjá félaginu.“ Spænski boltinn Tengdar fréttir Segja Barcelona búið að kaupa danska framherjann Martin Braithwaite verður kynntur sem leikmaður Barcelona á morgun. 19. febrúar 2020 16:45 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
„Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. Braithwaite er 28 ára landsliðsmaður Danmerkur sem skorað hefur sex mörk fyrir Leganes í spænsku 1. deildinni á leiktíðinni. Hann er maðurinn sem Spánarmeistarar Barcelona leituðu til þegar þeir fengu grænt ljós á að sækja sér leikmann í ljósi meiðsla Ousmane Dembélé sem spilar ekki meira á leiktíðinni, en Börsungar eru einnig án Luis Suárez vegna meiðsla. Þannig nýtti Barcelona sér reglu spænsku deildarinnar sem gerir félögum kleift að bregðast við áföllum, en Braithwaite fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Daninn var kynntur til leiks á Camp Nou í dag og þakkar almættinu fyrir sinn þátt. „Guð hefur flutt fjöll fyrir mig,“ sagði Braithwaite, og var þá spurður hvað Guð hefði með það að gera að hann væri núna að fara að spila með fótboltaguðinum Lionel Messi: „Guð hefur gefið okkur öllum gjöf. Ef að maður trúir á eitthvað og við segjum okkur það sjálf af fúlustu alvöru að við getum það, þá gerist það. Ef að maður leggur hart að sér og sér fyrir sér markmiðið, þá hefur það verið mín reynsla að maður ræður því ekki hvað gerist, hann sér um það fyrir mann,“ sagði Braithwaite. Martin Braithwaite lék listir sínar á Camp Nou eins og hefð er fyrir þegar nýir leikmenn eru kynntir til leiks.vísir/getty Hann er þakklátur Leganes fyrir tækifærið til að spila í efstu deild Spánar, eftir misheppnaða dvöl hjá Middlesbrough, en Leganes þarf nú að heyja sína fallbaráttu án mikilvægs leikmanns: „Mér datt ekki í hug að ég væri á leiðinni í burtu. Ég var nýbúinn að kaupa hús og hafði reiknað með að búa þar. En núna gafst mér möguleiki sem býst bara einu sinni á ævinni og ég gat ekki sagt nei. Það skildu allir hjá félaginu.“
Spænski boltinn Tengdar fréttir Segja Barcelona búið að kaupa danska framherjann Martin Braithwaite verður kynntur sem leikmaður Barcelona á morgun. 19. febrúar 2020 16:45 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Segja Barcelona búið að kaupa danska framherjann Martin Braithwaite verður kynntur sem leikmaður Barcelona á morgun. 19. febrúar 2020 16:45
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti