Innlent

Lögregla sinnti útkalli vegna unglingaslagsmála í Hafnarfirði

Kjartan Kjartansson skrifar
Slagsmálunum var lokið þegar lögreglu bar að garði. Myndin er úr safni.
Slagsmálunum var lokið þegar lögreglu bar að garði. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Enginn er sagður hafa meiðst í slagsmálum ungmenna í Hafnarfirði í kvöld. Ungmennin eru sögð hafa verið með grímur og klúta fyrir andlitunum en slagsmálin voru afstaðin þegar lögreglumenn bar að garði.

Tilkynningin um slagsmálin barst klukkan 19:42 í kvöld. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að engin meiðsl hafi hlotist af slagsmálunum.

Ríkisútvarpið birti í kvöld myndband af árás hóps ungra pilta á fjórtán ára dreng við Hamraborg í síðustu viku. Fórnarlamb árásarinnar er sagt þjást af höfuðverk og ógleði. Faðir drengsins segir að árásina megi mögulega rekja til útlendingaandúðar.

Í tilkynningu lögreglu kemur einnig fram að þriggja bíla árekstur hafi orðið á Bústaðarvegi rétt eftir klukkan átta í kvöld. Ökumenn og farþegar hafi verið fluttir á slysadeild til skoðunar en þeir hafi aðeins hlotið minniháttar áverka.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.