„Hjartað í fyrirtækinu er farið“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. febrúar 2020 07:06 Eldurinn kom upp í Vélsmiðjunni Hamar. Önnur fyrirtæki í húsinu sluppu að mestu. Vísir/Jóhann K. Mildi þykir að ekki hafi farið enn verr þegar mikil eldur kom upp í Vélsmiðjunni Hamri við Vesturvör í Kópavogi, upp úr klukkan þrjú í nótt. Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var sent á vettvang auk þess sem slökkviliðsmenn á frívakt voru kallaðir út. Þegar fyrstu bílar mættu á vettvang stóðu eldtungur upp úr þaki hússins. Í iðnaðarhúsinu að Vesturvör 36 eru nokkur fyrirtæki. Meðal annars Sælgætisgerðin Freyja, bátasmiðjan Rafnar og Vélsmiðjan Hamar en hjá því fyrirtæki virðist eldurinn hafa komið upp. Sérsveit ríkislögreglustjóra notaði dróna á vettvangi til þess að sjá hvar hitinn og eldurinn í byggingunni var mestur.Vísir/Jóhann K. Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði á vettvangi Slökkvilið fékk tilkynningu um eldinn þegar brunaviðvörunarkerfi fór í gang og tilkynnti öryggisfyrirtæki um að eldur logaði í húsinu. Mikil eldur var í þaki hússins þegar að var komið og komu slökkviliðsmenn í veg fyrir að eldurinn mundi breiðast frekar út. Liðsmenn sérsveitar Ríkislögreglustjóra komu einnig á vettvang með dróna og mynduðu bygginguna úr lofti, en með sérstakri hitamyndavél var hægt að sjá hvar hitinn og eldurinn var mestur í byggingunni. Kári Pálsson, eigandi Vélsmiðjunnar Hamars, ræðir hér við Vernharð Guðnason, deildarstjóra aðgerðarsvið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á vettvangi í nótt.Vísir/Jóhann K. Hjarta Vélsmiðjunnar Hamars brennur Vélsmiðjan Hamar, þar sem eldurinn var, hefur verið starfandi frá árslokum 1998. Kári Pálsson, eigandi fyrirtækisins var á vettvangi brunans í nótt og í samtali við fréttastofu sagði hann að það væri mikið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna. „Hjartað í fyrirtækinu er bara farið,“ sagði Kári og bæti við að strax í nótt hafi hafist vinna við að finna aðra starfstöð á svæðinu. Þar hafi önnur fyrirtæki verið boðin og búin til þess að hjálpa. Vélsmiðjan Hamar er með fimm stafsstöðvar og þjónustuverkstæði á Hafnarfirði, Grundartanga, Akureyri, Eskifirði og í Kópavogi en þar er stærsta starfstöðin. Að sögn Kára starfa þar um 60 manns. Hann sagði að fyrirtækið sé tryggt en mesta mildi væri þó að enginn hefði slasast. Vernharð Guðnason, deildarstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á vettvangi brunans í nótt.Vísir/Friðrik Eldveggir í húsinu héldu og komu í veg fyrir frekara tjón Vernharð Guðnason, deildarstjóri aðgerðarsvið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, sem stýrði aðgerðum á vettvangi ásamt varðstjórum, segir að eldurinn hafi verið mestur í norðurhluta byggingarinnar. Tekist hafi að verja Sælgætisgerðina Freyja frá eldi og reyk en að reykur hafi borist inn í bátasmiðju Rafnar. Eldveggir hússins hafi haldið. Slökkviliðsmenn rufu gat á þak byggingarinnar til þess að komast að eldinum og á sjötta tímanum hafði allur eldur verið slökktur og vinna hafi verið hafin við að reykræsta bygginguna. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök að svo stöddu en fulltrúar frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru komnir á vettvang til rannsóknar. Slökkviliði tókst að halda eldi og reyk frá Sælgætisverksmiðjunni Freyju. Veitur tóku rafmagn af svæðinu til þess að koma í veg fyrir hættu. Kópavogur Lögreglumál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi. Lögregla hefur lokað nærliggjandi götum. 21. febrúar 2020 04:37 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Mildi þykir að ekki hafi farið enn verr þegar mikil eldur kom upp í Vélsmiðjunni Hamri við Vesturvör í Kópavogi, upp úr klukkan þrjú í nótt. Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var sent á vettvang auk þess sem slökkviliðsmenn á frívakt voru kallaðir út. Þegar fyrstu bílar mættu á vettvang stóðu eldtungur upp úr þaki hússins. Í iðnaðarhúsinu að Vesturvör 36 eru nokkur fyrirtæki. Meðal annars Sælgætisgerðin Freyja, bátasmiðjan Rafnar og Vélsmiðjan Hamar en hjá því fyrirtæki virðist eldurinn hafa komið upp. Sérsveit ríkislögreglustjóra notaði dróna á vettvangi til þess að sjá hvar hitinn og eldurinn í byggingunni var mestur.Vísir/Jóhann K. Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði á vettvangi Slökkvilið fékk tilkynningu um eldinn þegar brunaviðvörunarkerfi fór í gang og tilkynnti öryggisfyrirtæki um að eldur logaði í húsinu. Mikil eldur var í þaki hússins þegar að var komið og komu slökkviliðsmenn í veg fyrir að eldurinn mundi breiðast frekar út. Liðsmenn sérsveitar Ríkislögreglustjóra komu einnig á vettvang með dróna og mynduðu bygginguna úr lofti, en með sérstakri hitamyndavél var hægt að sjá hvar hitinn og eldurinn var mestur í byggingunni. Kári Pálsson, eigandi Vélsmiðjunnar Hamars, ræðir hér við Vernharð Guðnason, deildarstjóra aðgerðarsvið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á vettvangi í nótt.Vísir/Jóhann K. Hjarta Vélsmiðjunnar Hamars brennur Vélsmiðjan Hamar, þar sem eldurinn var, hefur verið starfandi frá árslokum 1998. Kári Pálsson, eigandi fyrirtækisins var á vettvangi brunans í nótt og í samtali við fréttastofu sagði hann að það væri mikið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna. „Hjartað í fyrirtækinu er bara farið,“ sagði Kári og bæti við að strax í nótt hafi hafist vinna við að finna aðra starfstöð á svæðinu. Þar hafi önnur fyrirtæki verið boðin og búin til þess að hjálpa. Vélsmiðjan Hamar er með fimm stafsstöðvar og þjónustuverkstæði á Hafnarfirði, Grundartanga, Akureyri, Eskifirði og í Kópavogi en þar er stærsta starfstöðin. Að sögn Kára starfa þar um 60 manns. Hann sagði að fyrirtækið sé tryggt en mesta mildi væri þó að enginn hefði slasast. Vernharð Guðnason, deildarstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á vettvangi brunans í nótt.Vísir/Friðrik Eldveggir í húsinu héldu og komu í veg fyrir frekara tjón Vernharð Guðnason, deildarstjóri aðgerðarsvið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, sem stýrði aðgerðum á vettvangi ásamt varðstjórum, segir að eldurinn hafi verið mestur í norðurhluta byggingarinnar. Tekist hafi að verja Sælgætisgerðina Freyja frá eldi og reyk en að reykur hafi borist inn í bátasmiðju Rafnar. Eldveggir hússins hafi haldið. Slökkviliðsmenn rufu gat á þak byggingarinnar til þess að komast að eldinum og á sjötta tímanum hafði allur eldur verið slökktur og vinna hafi verið hafin við að reykræsta bygginguna. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök að svo stöddu en fulltrúar frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru komnir á vettvang til rannsóknar. Slökkviliði tókst að halda eldi og reyk frá Sælgætisverksmiðjunni Freyju. Veitur tóku rafmagn af svæðinu til þess að koma í veg fyrir hættu.
Kópavogur Lögreglumál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi. Lögregla hefur lokað nærliggjandi götum. 21. febrúar 2020 04:37 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi. Lögregla hefur lokað nærliggjandi götum. 21. febrúar 2020 04:37