Með svæðið í hálfgerðri gjörgæslu Kristín Ólafsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 21. febrúar 2020 15:50 Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Vísir/baldur Ómögulegt er að segja til um það hvort lengi hafi gætt lífshættulegra gilda lofttegunda í hellum í Eldvörpum á Reykjanesskaga, að sögn náttúruvársérfræðings. Svæðið sé í hálfgerðri gjörgæslu vísindamanna vegna landriss við fjallið Þorbjörn og því hafi gildin komið fram við mælingar nú. Veðurstofan varaði í dag við hellaskoðun í Eldvörpum, sem eru vestur af Grindavík, í kjölfar gasmælinga á svæðinu. Mælingar sýndu lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisleysi í einum helli. „Við höfum verið að mæla sérstaklega mikið á þessu svæði, það er bara í hálfgerðri gjörgæslu má segja, og það voru gerðar gasmælingar í gær og líka fyrir viku síðan og þá komu í ljós miklar breytingar þarna í einum helli og í rauninni lífshættuleg gildi af lofttegundum og skortur á súrefni,“ segir Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. Margir hellar eru á svæðinu á Reykjanesskaga, meðal annars í Eldvörpum.Vísir/vilhelm Ákveðið var að vara við hellaskoðun á öllu svæðinu þó að lífshættuleg gildi hafi aðeins mælst í einum helli. „Það eru örugglega einhverjir hellar þarna sem eru í lagi, en akkúrat hvar þeir eru, þetta er bara of erfitt svæði til að fara að útlista það nákvæmlega, þannig að það kemur bara almenn viðvörun [um] að sleppa því að fara ofan í þessa hella á svæðinu.“ Innt eftir því hvort viðvörunum hafi verið sérstaklega komið á framfæri við erlenda ferðamenn á svæðinu segir Kristín að viðvörun sé gefin út á ensku, auk þess sem Almannavarnir bregðist við. „Og ég veit til þess að þeir eru til dæmis búnir að loka vegi þarna.“ Er þetta eitthvað tengt þessari skjálftavirkni þarna við Þorbjörn? „Það er ekki hægt að útiloka það. Við erum auðvitað að vakta svæðið sérstaklega vel núna og mæla það miklu meira en við höfum áður gert. Það í rauninni kemur í ljós núna að þarna eru hættuleg gildi. Hvort þau hafi verið þarna á einhverjum tímapunkti áður en við hófum þessar mælingar, það er auðvitað ómögulegt að segja.“ Kristín segir skjálftavirkni enn mælast á svæðinu en engin merki eru um gosóróa. Þá mælist enn landris en ekki jafnmikið og áður. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jörð skelfur enn við Grindavík og Gjögurtá Skjálftahrina hófst í gærmorgun um tíu kílómetra norður af Gjögurtá. 21. febrúar 2020 08:24 Varað við hellaskoðun í Eldvörpum Breytinga hefur orðið vart og vill Veðurstofan vara við hellaskoðun á svæðinu en mælingar sýndu lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisleysi í helli. 21. febrúar 2020 10:51 Hundruð jarðskjálfta mældust við Grindavík í liðinni viku Land hefur risið um fimm sentímetra í kringum fjallið Þorbjörn en hvorki eru merki um að það fari vaxandi né minnkandi. 16. febrúar 2020 13:39 Mælingar efldar við Þorbjörn Jarðskjálftavirkni mælist enn á svæðinu norðan við Grindavík. Virknin er yfir meðallagi en þó minni en þegar hún var hvað mest í lok janúar. 15. febrúar 2020 17:28 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Ómögulegt er að segja til um það hvort lengi hafi gætt lífshættulegra gilda lofttegunda í hellum í Eldvörpum á Reykjanesskaga, að sögn náttúruvársérfræðings. Svæðið sé í hálfgerðri gjörgæslu vísindamanna vegna landriss við fjallið Þorbjörn og því hafi gildin komið fram við mælingar nú. Veðurstofan varaði í dag við hellaskoðun í Eldvörpum, sem eru vestur af Grindavík, í kjölfar gasmælinga á svæðinu. Mælingar sýndu lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisleysi í einum helli. „Við höfum verið að mæla sérstaklega mikið á þessu svæði, það er bara í hálfgerðri gjörgæslu má segja, og það voru gerðar gasmælingar í gær og líka fyrir viku síðan og þá komu í ljós miklar breytingar þarna í einum helli og í rauninni lífshættuleg gildi af lofttegundum og skortur á súrefni,“ segir Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. Margir hellar eru á svæðinu á Reykjanesskaga, meðal annars í Eldvörpum.Vísir/vilhelm Ákveðið var að vara við hellaskoðun á öllu svæðinu þó að lífshættuleg gildi hafi aðeins mælst í einum helli. „Það eru örugglega einhverjir hellar þarna sem eru í lagi, en akkúrat hvar þeir eru, þetta er bara of erfitt svæði til að fara að útlista það nákvæmlega, þannig að það kemur bara almenn viðvörun [um] að sleppa því að fara ofan í þessa hella á svæðinu.“ Innt eftir því hvort viðvörunum hafi verið sérstaklega komið á framfæri við erlenda ferðamenn á svæðinu segir Kristín að viðvörun sé gefin út á ensku, auk þess sem Almannavarnir bregðist við. „Og ég veit til þess að þeir eru til dæmis búnir að loka vegi þarna.“ Er þetta eitthvað tengt þessari skjálftavirkni þarna við Þorbjörn? „Það er ekki hægt að útiloka það. Við erum auðvitað að vakta svæðið sérstaklega vel núna og mæla það miklu meira en við höfum áður gert. Það í rauninni kemur í ljós núna að þarna eru hættuleg gildi. Hvort þau hafi verið þarna á einhverjum tímapunkti áður en við hófum þessar mælingar, það er auðvitað ómögulegt að segja.“ Kristín segir skjálftavirkni enn mælast á svæðinu en engin merki eru um gosóróa. Þá mælist enn landris en ekki jafnmikið og áður.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jörð skelfur enn við Grindavík og Gjögurtá Skjálftahrina hófst í gærmorgun um tíu kílómetra norður af Gjögurtá. 21. febrúar 2020 08:24 Varað við hellaskoðun í Eldvörpum Breytinga hefur orðið vart og vill Veðurstofan vara við hellaskoðun á svæðinu en mælingar sýndu lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisleysi í helli. 21. febrúar 2020 10:51 Hundruð jarðskjálfta mældust við Grindavík í liðinni viku Land hefur risið um fimm sentímetra í kringum fjallið Þorbjörn en hvorki eru merki um að það fari vaxandi né minnkandi. 16. febrúar 2020 13:39 Mælingar efldar við Þorbjörn Jarðskjálftavirkni mælist enn á svæðinu norðan við Grindavík. Virknin er yfir meðallagi en þó minni en þegar hún var hvað mest í lok janúar. 15. febrúar 2020 17:28 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Jörð skelfur enn við Grindavík og Gjögurtá Skjálftahrina hófst í gærmorgun um tíu kílómetra norður af Gjögurtá. 21. febrúar 2020 08:24
Varað við hellaskoðun í Eldvörpum Breytinga hefur orðið vart og vill Veðurstofan vara við hellaskoðun á svæðinu en mælingar sýndu lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisleysi í helli. 21. febrúar 2020 10:51
Hundruð jarðskjálfta mældust við Grindavík í liðinni viku Land hefur risið um fimm sentímetra í kringum fjallið Þorbjörn en hvorki eru merki um að það fari vaxandi né minnkandi. 16. febrúar 2020 13:39
Mælingar efldar við Þorbjörn Jarðskjálftavirkni mælist enn á svæðinu norðan við Grindavík. Virknin er yfir meðallagi en þó minni en þegar hún var hvað mest í lok janúar. 15. febrúar 2020 17:28