Fótbolti

KR gerði jafntefli við Cincinnati

Sindri Sverrisson skrifar
Leikið var fyrir luktum dyrum, ef svo má segja, þegar Cincinnati og KR mættust í æfingaleik í dag.
Leikið var fyrir luktum dyrum, ef svo má segja, þegar Cincinnati og KR mættust í æfingaleik í dag. Twitter/@KRreykjavik

Íslandsmeistarar KR skoruðu þrívegis gegn FC Cincinnati þegar liðin mættust í æfingaleik í Bandaríkjunum í dag. Um var að ræða seinni leik KR í Bandaríkjaferð liðsins og síðasta leik Cincinnati fyrir nýja leiktíð í MLS-deildinni.

Leikurinn í dag fór 3-3. Stefán Geirsson kom KR yfir á 12. mínútu en Cincinnati var 2-1 yfir í hálfleik. Óskar Örn Hauksson jafnaði svo metin á 50. mínútu en aftur komust heimamenn yfir. Aron Bjarki Jósepsson skoraði hins vegar síðasta mark leiksins, fimm mínútum fyrir leikslok.

Cincinnati gat ekki teflt fram sínum nýjasta leikmanni, Hollendingnum Siem de Jong, sem var að ganga frá sínum málum í Hollandi. Þjálfarinn Yoann Damet stýrði liðinu í fyrsta sinn sem aðalþjálfari og sagði fyrir leik mikilvægt að menn sýndu það keppnisskap sem þeir þyrftu að hafa þegar leiktíðin hæfist fyrir alvöru.

KR hafði áður mætt Orlando Pride í æfingaferð sinni og tapaði þá 3-1. Liðið mætir Leikni Fáskrúðsfirði sunnudaginn 1. mars í næsta leik sínum í Lengjubikarnum, í Fjarðabyggðarhöllinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×