Innlent

Barði í bíla og fór ekki að fyrir­mælum lög­reglu

Atli Ísleifsson skrifar
Í dagbók lögreglu segir frá því að um klukkan 22:30 hafi verið tilkynnt um þjófnað á tölvu frá veitingahúsi við Laugaveg. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Í dagbók lögreglu segir frá því að um klukkan 22:30 hafi verið tilkynnt um þjófnað á tölvu frá veitingahúsi við Laugaveg. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Kolbeinn Tumi

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt konu í annarlegu ástandi við veitingahús í miðborg Reykjavíkur eftir að hún hafði barið í bíla og ekki farið að fyrirmælum lögreglu. 

Í dagbók lögreglu segir að tilkynningin hafi borist klukkan rúmlega fjögur og var konan vistuð í fangageymslu vegna ástands síns.

Um klukkan 22 hafði lögregla afskipti af pari sem hafði farið frá ógreiddum reikningi á veitingahúsi í hverfi 108 í Reykjavík. Hafði parið fengið mat og áfengi og síðan látið sig hverfa eftir að hafa farið út að reykja. Þegar þau fóru frá staðnum elti starfsfólk parið þar til lögregla kom.

Í dagbók lögreglu segir einnig frá því að um klukkan 22:30 hafi verið tilkynnt um þjófnað á tölvu frá veitingahúsi við Laugaveg. Náðust myndir af geranda og var hann handtekinn síðar er lögreglumenn höfðu af honum afskipti. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Þá segir frá því að tilkynnt hafi verið um innbrot í hverfi 105. Hafði einhver farið inn og stolið verðmætum meðan húsráðendur voru ekki heima.

Ölvun við akstur

Skömmu fyrir klukkan eitt í nótt var tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 108. Var þar ekið á bíl og hafi ökumaðurinn farið frá vettvangi. Hann var handtekinn skömmu síðar og er hann grunaður um ölvun við akstur. Ökumaðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins.

Loks segir að lögregla hafi þurft að hafa afskipti af nokkrum ökumönnum vegna aksturs undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×