Hefði frekar búist við því að það yrði ófært í Keflavík en á Tenerife Sylvía Hall skrifar 23. febrúar 2020 16:50 Ólafur segir varla nokkurn mann vera á ferli, enda sé veður enn frekar slæmt. Félag atvinnurekenda/Ólafur Stephensen „Við sáum í veðurspá seinni partinn í gær að því var spáð að hér myndi rjúka upp með þessum stormi og sundlaugarvörðurinn hér á hótelinu var að sýna okkur myndband frá öðrum Kanaríeyjum þar sem sandstormurinn var greinilega byrjaður að láta til sín taka. Menn voru samt furðu rólegir hér í undirbúningi fyrir þetta veður.“ Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í samtali við fréttastofu en hann er einn þeirra sem er staddur á Tenerife þar sem sandstormur ríður nú yfir. Hann segir spár hafa gert ráð fyrir storminum en ekkert útlit fyrir að menn væru farnir að búa sig undir hann á hótelinu í gær. „Svo vöknum við í nótt við það að veðrið gekk upp og hér voru fljúgandi sólhlífar og garðhúsgögn og hurðir að brotna og fleira slíkt.“ Hann segir fáa á ferli, enda sé lítið spennandi að vera úti þegar veðrið er svona. Það sé enn þá hvasst, ryk og sandur í andrúmsloftinu og því sé best að halda sig innandyra. „Við höldum okkur inni á hóteli og horfum á Netflix og lesum bækur og slökum á.“ Flugi Ólafs í dag var aflýst en hann er þó með þeim heppnari, enda náði hann að bóka flug heim strax á morgun. Þó séu margir í þeirri stöðu að vita lítið um framhaldið og margir sem hafa engin svör fengið frá flugfélaginu Norwegian. Aðspurður segist ekki hafa búist við því að verða veðurtepptur á Kanaríeyjum þegar í ferðina var haldið. „Maður hefði jafnvel gert ráð fyrir því að það væri ófært á hinum endanum og ekki hægt að lenda í Keflavík, en þessu bjóst maður ekki við.“ Íslendingar erlendis Spánn Veður Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
„Við sáum í veðurspá seinni partinn í gær að því var spáð að hér myndi rjúka upp með þessum stormi og sundlaugarvörðurinn hér á hótelinu var að sýna okkur myndband frá öðrum Kanaríeyjum þar sem sandstormurinn var greinilega byrjaður að láta til sín taka. Menn voru samt furðu rólegir hér í undirbúningi fyrir þetta veður.“ Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í samtali við fréttastofu en hann er einn þeirra sem er staddur á Tenerife þar sem sandstormur ríður nú yfir. Hann segir spár hafa gert ráð fyrir storminum en ekkert útlit fyrir að menn væru farnir að búa sig undir hann á hótelinu í gær. „Svo vöknum við í nótt við það að veðrið gekk upp og hér voru fljúgandi sólhlífar og garðhúsgögn og hurðir að brotna og fleira slíkt.“ Hann segir fáa á ferli, enda sé lítið spennandi að vera úti þegar veðrið er svona. Það sé enn þá hvasst, ryk og sandur í andrúmsloftinu og því sé best að halda sig innandyra. „Við höldum okkur inni á hóteli og horfum á Netflix og lesum bækur og slökum á.“ Flugi Ólafs í dag var aflýst en hann er þó með þeim heppnari, enda náði hann að bóka flug heim strax á morgun. Þó séu margir í þeirri stöðu að vita lítið um framhaldið og margir sem hafa engin svör fengið frá flugfélaginu Norwegian. Aðspurður segist ekki hafa búist við því að verða veðurtepptur á Kanaríeyjum þegar í ferðina var haldið. „Maður hefði jafnvel gert ráð fyrir því að það væri ófært á hinum endanum og ekki hægt að lenda í Keflavík, en þessu bjóst maður ekki við.“
Íslendingar erlendis Spánn Veður Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira