Hlynnt því að leynd verði aflétt en getur ekki beitt sér fyrir því sérstaklega Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 16:24 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra segist fylgjandi því að trúnaði verði aflétt af raforkusamningi milli Landsvirkjunar og Rio Tinto. Hún kveðst þó ekki geta í krafti stöðu sinnar beitt sér fyrir því sérstaklega að svo verði. Þetta kom fram í svari Þórdísar við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Forstjóri Landsvirkjunar greindi frá því í gær að óskað hafi verið formlega eftir því við forsvarsmenn Rio Tinto að leynd yfir innihaldi samningsins verði aflétt. Halldóra spurði ráðherra hvort hún muni beita sér fyrir því að raforkuverð Landsvirkjunar til stóriðju verði gert opinbert. Þá hefur Rio Tinto jafnframt lýst vilja sínum til að gera slíkt hið sama.Sjá einnig: Segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti „Ítrekað hefur verið haldið fram af forsvarsmönnum álveranna og Samorku að orkuverð til stóriðju á Íslandi sé í besta falli í meðallagi en sama fólk hefur ítrekað að trúnaður verði að gilda um raforkuverð þar sem orkufyrirtækin á Íslandi séu í samkeppni við aðra markaði um að draga til sín stóriðjufyrirtæki,“ sagði Halldóra. „Þarna er verið að deila og drottna í krafti ófullkominna upplýsinga á markaði. Hverjum þjónar upplýsingaskortur sem felst í slíku leynimakki?“ Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, kallaði eftir svörum ráðherra um leynd sem hvílir yfir raforkusamningum Landsvirkjunar við álfyrirtæki.vísir/vilhelm Þórdís svaraði því til að henni þyki skortur á gagnsæi hvað þetta varðar ekki vera af hinu góða. „Það setur alla aðila sem vilja taka þátt í málefnalegri umræðu, byggðri á staðreyndum, erfiðara fyrir. Það er mikið um ágiskanir og þeir sem búa yfir þessum upplýsingum eru bundnir trúnaði og geta þar af leiðandi ekki einu sinni sagt það sem þeir þó vita,“ sagði Þórdís. Hún myndi fagna því mjög ef aðilar samningsins kæmust að þeirri niðurstöðu að birta annað hvort samninginn í heild eða þá lykil þætti sem helst hafi verið rætt um á borð við raforkuverð. „Ég get sjálf í krafti minnar stöðu ekki gert kröfu um að það verði gert enda er þetta viðskiptalegur samningur á milli tveggja aðila. En nú er málið komið í þetta ferli og það verður forvitnilegt að heyra af viðbrögðum fyrirtækisins,“ sagði Þórdís. Alþingi Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Tengdar fréttir Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. 12. febrúar 2020 20:00 Telur meiri líkur en minni að Rio Tinto verði hér um ókomin ár Það er af og frá að til greina komi að Alþingi beiti sér með einhverjum hætti til að hafa áhrif á samninga um kaup álframleiðenda á raforku. Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. 18. febrúar 2020 13:27 Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Segir Rio Tinto beita samningatækni og hótunum til að ná vilja sínum fram Mikið hefur verið rætt um raforkusamning Landsvirkjunnar við Rio Tinto síðustu vikur eftir að stjórnendur sögðust vera að skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík. 23. febrúar 2020 11:29 Rannveig Rist fer í leyfi Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, er á leiðinni í að minnsta kosti sex mánaða veikindaleyfi. Þetta tilkynnti Rannveig á fundi með starfsmönnum í álverinu á fjórða tímanum í dag. 21. febrúar 2020 16:05 Segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti Hörður segir Rio Tinto beita óboðlegri samningatækni en Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninginn verði aflétt. 23. febrúar 2020 21:00 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Fleiri fréttir Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra segist fylgjandi því að trúnaði verði aflétt af raforkusamningi milli Landsvirkjunar og Rio Tinto. Hún kveðst þó ekki geta í krafti stöðu sinnar beitt sér fyrir því sérstaklega að svo verði. Þetta kom fram í svari Þórdísar við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Forstjóri Landsvirkjunar greindi frá því í gær að óskað hafi verið formlega eftir því við forsvarsmenn Rio Tinto að leynd yfir innihaldi samningsins verði aflétt. Halldóra spurði ráðherra hvort hún muni beita sér fyrir því að raforkuverð Landsvirkjunar til stóriðju verði gert opinbert. Þá hefur Rio Tinto jafnframt lýst vilja sínum til að gera slíkt hið sama.Sjá einnig: Segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti „Ítrekað hefur verið haldið fram af forsvarsmönnum álveranna og Samorku að orkuverð til stóriðju á Íslandi sé í besta falli í meðallagi en sama fólk hefur ítrekað að trúnaður verði að gilda um raforkuverð þar sem orkufyrirtækin á Íslandi séu í samkeppni við aðra markaði um að draga til sín stóriðjufyrirtæki,“ sagði Halldóra. „Þarna er verið að deila og drottna í krafti ófullkominna upplýsinga á markaði. Hverjum þjónar upplýsingaskortur sem felst í slíku leynimakki?“ Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, kallaði eftir svörum ráðherra um leynd sem hvílir yfir raforkusamningum Landsvirkjunar við álfyrirtæki.vísir/vilhelm Þórdís svaraði því til að henni þyki skortur á gagnsæi hvað þetta varðar ekki vera af hinu góða. „Það setur alla aðila sem vilja taka þátt í málefnalegri umræðu, byggðri á staðreyndum, erfiðara fyrir. Það er mikið um ágiskanir og þeir sem búa yfir þessum upplýsingum eru bundnir trúnaði og geta þar af leiðandi ekki einu sinni sagt það sem þeir þó vita,“ sagði Þórdís. Hún myndi fagna því mjög ef aðilar samningsins kæmust að þeirri niðurstöðu að birta annað hvort samninginn í heild eða þá lykil þætti sem helst hafi verið rætt um á borð við raforkuverð. „Ég get sjálf í krafti minnar stöðu ekki gert kröfu um að það verði gert enda er þetta viðskiptalegur samningur á milli tveggja aðila. En nú er málið komið í þetta ferli og það verður forvitnilegt að heyra af viðbrögðum fyrirtækisins,“ sagði Þórdís.
Alþingi Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Tengdar fréttir Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. 12. febrúar 2020 20:00 Telur meiri líkur en minni að Rio Tinto verði hér um ókomin ár Það er af og frá að til greina komi að Alþingi beiti sér með einhverjum hætti til að hafa áhrif á samninga um kaup álframleiðenda á raforku. Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. 18. febrúar 2020 13:27 Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Segir Rio Tinto beita samningatækni og hótunum til að ná vilja sínum fram Mikið hefur verið rætt um raforkusamning Landsvirkjunnar við Rio Tinto síðustu vikur eftir að stjórnendur sögðust vera að skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík. 23. febrúar 2020 11:29 Rannveig Rist fer í leyfi Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, er á leiðinni í að minnsta kosti sex mánaða veikindaleyfi. Þetta tilkynnti Rannveig á fundi með starfsmönnum í álverinu á fjórða tímanum í dag. 21. febrúar 2020 16:05 Segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti Hörður segir Rio Tinto beita óboðlegri samningatækni en Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninginn verði aflétt. 23. febrúar 2020 21:00 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Fleiri fréttir Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Sjá meira
Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. 12. febrúar 2020 20:00
Telur meiri líkur en minni að Rio Tinto verði hér um ókomin ár Það er af og frá að til greina komi að Alþingi beiti sér með einhverjum hætti til að hafa áhrif á samninga um kaup álframleiðenda á raforku. Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. 18. febrúar 2020 13:27
Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43
Segir Rio Tinto beita samningatækni og hótunum til að ná vilja sínum fram Mikið hefur verið rætt um raforkusamning Landsvirkjunnar við Rio Tinto síðustu vikur eftir að stjórnendur sögðust vera að skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík. 23. febrúar 2020 11:29
Rannveig Rist fer í leyfi Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, er á leiðinni í að minnsta kosti sex mánaða veikindaleyfi. Þetta tilkynnti Rannveig á fundi með starfsmönnum í álverinu á fjórða tímanum í dag. 21. febrúar 2020 16:05
Segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti Hörður segir Rio Tinto beita óboðlegri samningatækni en Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninginn verði aflétt. 23. febrúar 2020 21:00
Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent