Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 08:45 Álverið í Straumsvík er fjölmennur vinnustaður en þar starfa um 500 manns. vísir/vilhelm Rio Tinto skoðar nú hvort álverinu í Straumsvík (ISAL) verði mögulega lokað. Fyrirtækið ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. ISAL er að fullu í eigu Rio Tinto en hjá álverinu starfa um 500 manns. Haldinn var starfsmannafundur í álverinu í morgun vegna málsins. Leitað verður leiða til að auka samkeppnishæfni álversins en í endurskoðuninni eru allar leiðir undir, þar með talið framleiðsluminnkun og möguleg lokun álversins. Ljúka á endurskoðunarferlinu á fyrri helmingi þessa árs. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ISAL en þar segir jafnframt að gert sé ráð fyrir að „rekstur ISAL í krefjandi aðstæðum í áliðnaði verði áfram óarðbær til skemmri og meðallangs tíma sökum ósamkeppnishæfs orkuverðs og lágs verðs á áli í sögulegu samhengi.“ Rio Tinto leiti nú allra leiða til að gera álverið arðbært og samkeppnishæft á alþjóðamörkuðum, meðal annars með samtali við íslensk stjórnvöld og Landsvirkjun. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að forsvarsmenn Rio Tinto hefðu fundað með Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, vegna erfiðleika í rekstrinum. Þannig væri það mat stjórnenda Rio Tinto að raforkusamningur sem gerður var við Landsvirkjun árið 2010 þrengdi svo að rekstrinum að ekki yrði við samninginn unað. Því hefði mikill þrýstingur verið settur á Landsvirkjun, og stjórnvöld, um að endurskoða samninginn í ljósi breyttra aðstæðna á heimsmarkaði með ál. Alf Barrios, forstjóri Rio Tinto Aluminium, segir í tilkynningu fyrirtækisins að markvisst hafi verið unnið að því að bæta ISAL. „Álverið er engu að síður óarðbært og er ekki samkeppnishæft í krefjandi markaðsaðstæðum vegna hás raforkukostnaðar. Rio Tinto mun kanna þær leiðir sem álverinu eru færar með það að markmiði að gera rekstur ISAL fjárhagslega sjálfbæran á ný. Framlag ISAL til íslensks efnahagslífs er umtalsvert og við munum vinna náið með þeim sem eiga gagnkvæma hagsmuni að því að treysta framtíð ISAL, þ.m.t. ríkistjórn, Landsvirkjun, starfsfólki, stéttarfélögum og sveitarfélaginu,“ segir Barrios. Fram kemur í tilkynningu Rio Tinto að vegna taprekstrar hefur framleiðsla ISAL þegar verið minnkuð í 85 prósent af afkastagetu álversins. Vegna taprekstrar hefur framleiðsla ISAL þegar verið minnkuð í 85 prósent af afkastagetu álversins.Fréttin hefur verið uppfærð. Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Landsvirkjun tapar milljörðum á samdrætti Rio Tinto Stjórnendur Rio Tinto í Straumsvík tilkynntu í lok janúar að fyrirtækið stefndi að því að framleiða um 184 þúsund tonn af áli í ár. Í fyrra framleiddi Rio Tinto 212 þúsund tonn af áli og því samdráttur upp á rúm þrettán prósent. 11. febrúar 2020 18:30 Minnka framleiðslu í Straumsvík um 15 prósent Framleiðslan mun þannig nema 184 þúsund tonnum á þessu ári miðað við 212 þúsund tonn árið 2018. 25. janúar 2020 07:53 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira
Rio Tinto skoðar nú hvort álverinu í Straumsvík (ISAL) verði mögulega lokað. Fyrirtækið ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. ISAL er að fullu í eigu Rio Tinto en hjá álverinu starfa um 500 manns. Haldinn var starfsmannafundur í álverinu í morgun vegna málsins. Leitað verður leiða til að auka samkeppnishæfni álversins en í endurskoðuninni eru allar leiðir undir, þar með talið framleiðsluminnkun og möguleg lokun álversins. Ljúka á endurskoðunarferlinu á fyrri helmingi þessa árs. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ISAL en þar segir jafnframt að gert sé ráð fyrir að „rekstur ISAL í krefjandi aðstæðum í áliðnaði verði áfram óarðbær til skemmri og meðallangs tíma sökum ósamkeppnishæfs orkuverðs og lágs verðs á áli í sögulegu samhengi.“ Rio Tinto leiti nú allra leiða til að gera álverið arðbært og samkeppnishæft á alþjóðamörkuðum, meðal annars með samtali við íslensk stjórnvöld og Landsvirkjun. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að forsvarsmenn Rio Tinto hefðu fundað með Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, vegna erfiðleika í rekstrinum. Þannig væri það mat stjórnenda Rio Tinto að raforkusamningur sem gerður var við Landsvirkjun árið 2010 þrengdi svo að rekstrinum að ekki yrði við samninginn unað. Því hefði mikill þrýstingur verið settur á Landsvirkjun, og stjórnvöld, um að endurskoða samninginn í ljósi breyttra aðstæðna á heimsmarkaði með ál. Alf Barrios, forstjóri Rio Tinto Aluminium, segir í tilkynningu fyrirtækisins að markvisst hafi verið unnið að því að bæta ISAL. „Álverið er engu að síður óarðbært og er ekki samkeppnishæft í krefjandi markaðsaðstæðum vegna hás raforkukostnaðar. Rio Tinto mun kanna þær leiðir sem álverinu eru færar með það að markmiði að gera rekstur ISAL fjárhagslega sjálfbæran á ný. Framlag ISAL til íslensks efnahagslífs er umtalsvert og við munum vinna náið með þeim sem eiga gagnkvæma hagsmuni að því að treysta framtíð ISAL, þ.m.t. ríkistjórn, Landsvirkjun, starfsfólki, stéttarfélögum og sveitarfélaginu,“ segir Barrios. Fram kemur í tilkynningu Rio Tinto að vegna taprekstrar hefur framleiðsla ISAL þegar verið minnkuð í 85 prósent af afkastagetu álversins. Vegna taprekstrar hefur framleiðsla ISAL þegar verið minnkuð í 85 prósent af afkastagetu álversins.Fréttin hefur verið uppfærð.
Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Landsvirkjun tapar milljörðum á samdrætti Rio Tinto Stjórnendur Rio Tinto í Straumsvík tilkynntu í lok janúar að fyrirtækið stefndi að því að framleiða um 184 þúsund tonn af áli í ár. Í fyrra framleiddi Rio Tinto 212 þúsund tonn af áli og því samdráttur upp á rúm þrettán prósent. 11. febrúar 2020 18:30 Minnka framleiðslu í Straumsvík um 15 prósent Framleiðslan mun þannig nema 184 þúsund tonnum á þessu ári miðað við 212 þúsund tonn árið 2018. 25. janúar 2020 07:53 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira
Landsvirkjun tapar milljörðum á samdrætti Rio Tinto Stjórnendur Rio Tinto í Straumsvík tilkynntu í lok janúar að fyrirtækið stefndi að því að framleiða um 184 þúsund tonn af áli í ár. Í fyrra framleiddi Rio Tinto 212 þúsund tonn af áli og því samdráttur upp á rúm þrettán prósent. 11. febrúar 2020 18:30
Minnka framleiðslu í Straumsvík um 15 prósent Framleiðslan mun þannig nema 184 þúsund tonnum á þessu ári miðað við 212 þúsund tonn árið 2018. 25. janúar 2020 07:53