Innlent

Rannveig Rist fer í leyfi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rannveig Rist er forstjóri ISAL - álversins í Straumsvík.
Rannveig Rist er forstjóri ISAL - álversins í Straumsvík. vísir/egill

Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, er á leiðinni í að minnsta kosti sex mánaða leyfi vegna veikinda. Þetta tilkynnti Rannveig á fundi með starfsmönnum í álverinu á fjórða tímanum í dag. Sigurður Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri fjármála og flutninga hjá Alcan, tekur við starfinu í fjarveru Rannveigar samkvæmt heimildum Vísis.

Fram kom í fréttum þann 12. febrúar síðastliðinn að Rio Tinto hefði til skoðunar að loka álverinu í Straumsvík (ISAL). Fyrirtækið ætli að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. Álverið er að fullu í eigu Rio Tinto en hjá álverinu starfa um 500 manns.

Starfsmenn álversins hafa átt í kjaradeilu í lengri tíma. Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna í álverinu, tjáði fréttastofu á dögunum að á borðinu væru drög að nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins vegna ISAL. SA og samninganefnd ISAL fái ekki leyfi að utan frá Rio Tinto til að skrifa undir.


Tengdar fréttir

Segir að samningurinn við álverið sé sanngjarn

Forstjóri Landsvirkjunar segir að raforkusamningur við ISAL - álverið í Straumsvík sé sanngjarn fyrir báða aðila. Fleiri þættir en raforkuverðið hafi áhrif á stöðu álversins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.