Þingsályktun er varðar Parísarsamkomulagið í þrjá mánuði hjá utanríkismálanefnd Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 17:45 Formaður utanríkismálanefndar á von á því að málið verði afgreitt úr nefndinni á mánudaginn. Vísir/Hanna Þingsályktunartillaga sem snýr að samkomulagi vegna samflots Íslands, Noregs og Evrópusambandsríkja í tengslum við Parísarsamninginn um aðgerðir í loftslagsmálum hefur legið hjá utanríkismálanefnd í tæpa þrjá mánuði. Þetta er eina tillagan af þeim fjórtán sem komið hafa frá utanríkisráðherra á þessum þingvetri sem ekki hefur verið afgreidd úr nefndinni. Formaður nefndarinnar kveðst eiga von á því að málið verði afgreitt úr nefnd á mánudaginn. Ekkert athugavert sé við málsmeðferðarhraðann. Um er að ræða staðfestingu á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar sem varðar sameiginlegar efndir Íslands og fyrrnefndra ríkja samkvæmt Parísarsamningnum fyrir árin 2021-2030. Íslensk stjórnvöld tilkynntu árið 2015 að þau hygðust taka þátt í sameiginlegu markmiði ESB og Noregs um 40% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun fyrir árið 2030 miðað við losun árið 1990 gagnvart Parísarsamkomulaginu sem var undirritað það ár.Sjá einnig: Samstarf Íslands við ESB í loftslagsmálum inn í EES-samninginnÞingsályktunartillögunni var útbýtt á Alþingi þann 12. nóvember og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti fyrir henni 2. desember. Málið gekk til utanríkismálanefndar þann sama dag. Málið var ekki formlega á dagskrá nefndarfundar fyrr en fyrst þann 20. janúar, síðan 22. janúar og svo á fundi nefndarinnar í morgun. Málið er enn óafgreitt úr nefndinni en á mánudaginn verða liðnir þrír mánuðir síðan málið gekk til nefndarinnar að lokinni fyrstu umræðu. Rétt er þó að taka fram að Alþingi fór í jólafrí þann 17. desember og þingnefndir hófu störf að nýju þann 14. janúar. Lausleg athugun fréttastofu leiðir þó í ljós að ekkert annað mál frá utanríkisráðherra hafi beðið jafn lengi í nefndinni á þessum þingvetri. Sigríður Á. Andersen er formaður utanríkismálanefndar.Vísir/Sigríður Samkvæmt heimildum fréttastofu er þungt hljóð í nokkrum þingmönnum nefndarinnar og Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, sögð fara eigin leiðir og reyna að tefja afgreiðslu málsins. Sömuleiðis eru Norðmenn sagðir vera farnir að spyrjast fyrir um stöðuna. Ekki hefðbundið EES-mál Í samtali við fréttastofu segir Sigríður ekkert óhefðbundið við afgreiðslu málsins. Þetta sé mál sem ekki hafi legið á að afgreiða en hún geri ráð fyrir að það verði klárað á mánudaginn. Þá bendir hún á að ekki sé um hefðbundna EES-gerð að ræða sem Ísland sé skuldbundið til að taka upp í gegnum EES-samningin á borð við gerðir sem varða fjórfrelsið svokallaða. Ákveðið hafi verið að fella samkomulag um samflot inn í bókun 31 við EES-samninginn sem varðar samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins. Nefndarmenn hafa fengið send drög að nefndaráliti. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar, segir drögin á þá leið að hann myndi aldrei samþykkja þau óbreytt. Hann styðji þó þingsályktunartillöguna sem slíka og hefði viljað að hún væri afgreidd fyrr. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er 2. varaformaður utanríkismálanefndar.Vísir/Vilhelm Í þessu sambandi segir Loga það, að sínu mati, vera að koma æ skýrar í ljós að stjórnarflokkarnir séu „svo ólíkir og ósamstæðir,“ að það verði til þess að sum mál komi seint fram og það gangi hægt að koma þeim í gegn. „Það er orðið munstur að stjórnarflokkanir séu ósamstíga í málum og tefji hver fyrir öðrum,“ segir Logi. Í þessu tilfelli er þó þannig í pottinn búið að það er utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins sem flytur málið. Líkt og áður segir er formaður nefndarinnar úr sama flokki en varaformaður er Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa kvartað yfir því að stjórnarmál hafi skilað sér hægt inn til þingsins. Forseti Alþingis tók undir það í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að mál hafi borist hægar inn til þingsins en æskilegt væri. Sömuleiðis hafi mál verið að skila sér seint frá þingnefndum. Alþingi Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Þingsályktunartillaga sem snýr að samkomulagi vegna samflots Íslands, Noregs og Evrópusambandsríkja í tengslum við Parísarsamninginn um aðgerðir í loftslagsmálum hefur legið hjá utanríkismálanefnd í tæpa þrjá mánuði. Þetta er eina tillagan af þeim fjórtán sem komið hafa frá utanríkisráðherra á þessum þingvetri sem ekki hefur verið afgreidd úr nefndinni. Formaður nefndarinnar kveðst eiga von á því að málið verði afgreitt úr nefnd á mánudaginn. Ekkert athugavert sé við málsmeðferðarhraðann. Um er að ræða staðfestingu á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar sem varðar sameiginlegar efndir Íslands og fyrrnefndra ríkja samkvæmt Parísarsamningnum fyrir árin 2021-2030. Íslensk stjórnvöld tilkynntu árið 2015 að þau hygðust taka þátt í sameiginlegu markmiði ESB og Noregs um 40% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun fyrir árið 2030 miðað við losun árið 1990 gagnvart Parísarsamkomulaginu sem var undirritað það ár.Sjá einnig: Samstarf Íslands við ESB í loftslagsmálum inn í EES-samninginnÞingsályktunartillögunni var útbýtt á Alþingi þann 12. nóvember og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti fyrir henni 2. desember. Málið gekk til utanríkismálanefndar þann sama dag. Málið var ekki formlega á dagskrá nefndarfundar fyrr en fyrst þann 20. janúar, síðan 22. janúar og svo á fundi nefndarinnar í morgun. Málið er enn óafgreitt úr nefndinni en á mánudaginn verða liðnir þrír mánuðir síðan málið gekk til nefndarinnar að lokinni fyrstu umræðu. Rétt er þó að taka fram að Alþingi fór í jólafrí þann 17. desember og þingnefndir hófu störf að nýju þann 14. janúar. Lausleg athugun fréttastofu leiðir þó í ljós að ekkert annað mál frá utanríkisráðherra hafi beðið jafn lengi í nefndinni á þessum þingvetri. Sigríður Á. Andersen er formaður utanríkismálanefndar.Vísir/Sigríður Samkvæmt heimildum fréttastofu er þungt hljóð í nokkrum þingmönnum nefndarinnar og Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, sögð fara eigin leiðir og reyna að tefja afgreiðslu málsins. Sömuleiðis eru Norðmenn sagðir vera farnir að spyrjast fyrir um stöðuna. Ekki hefðbundið EES-mál Í samtali við fréttastofu segir Sigríður ekkert óhefðbundið við afgreiðslu málsins. Þetta sé mál sem ekki hafi legið á að afgreiða en hún geri ráð fyrir að það verði klárað á mánudaginn. Þá bendir hún á að ekki sé um hefðbundna EES-gerð að ræða sem Ísland sé skuldbundið til að taka upp í gegnum EES-samningin á borð við gerðir sem varða fjórfrelsið svokallaða. Ákveðið hafi verið að fella samkomulag um samflot inn í bókun 31 við EES-samninginn sem varðar samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins. Nefndarmenn hafa fengið send drög að nefndaráliti. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar, segir drögin á þá leið að hann myndi aldrei samþykkja þau óbreytt. Hann styðji þó þingsályktunartillöguna sem slíka og hefði viljað að hún væri afgreidd fyrr. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er 2. varaformaður utanríkismálanefndar.Vísir/Vilhelm Í þessu sambandi segir Loga það, að sínu mati, vera að koma æ skýrar í ljós að stjórnarflokkarnir séu „svo ólíkir og ósamstæðir,“ að það verði til þess að sum mál komi seint fram og það gangi hægt að koma þeim í gegn. „Það er orðið munstur að stjórnarflokkanir séu ósamstíga í málum og tefji hver fyrir öðrum,“ segir Logi. Í þessu tilfelli er þó þannig í pottinn búið að það er utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins sem flytur málið. Líkt og áður segir er formaður nefndarinnar úr sama flokki en varaformaður er Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa kvartað yfir því að stjórnarmál hafi skilað sér hægt inn til þingsins. Forseti Alþingis tók undir það í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að mál hafi borist hægar inn til þingsins en æskilegt væri. Sömuleiðis hafi mál verið að skila sér seint frá þingnefndum.
Alþingi Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira