Innlent

Um 400 Ís­lendingar hafa skráð sig í veiru­gagna­grunninn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson lögreglufulltrúi hjá Almannavörnum sitja fyrir svörum á blaðamannafundi vegna kórónuveirunnar í gær.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson lögreglufulltrúi hjá Almannavörnum sitja fyrir svörum á blaðamannafundi vegna kórónuveirunnar í gær. Vísir/Vilhelm

Um fjögur hundruð Íslendingar sem staddir eru erlendis hafa skráð sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins vegna kórónuveirunnar sem getur valdið Covid19-sjúkdómnum. Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun en skráningarnar bárust á tæpum sólarhring.

Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir í samtali við Fréttablaðið að hin mikla þátttaka komi ráðuneytinu í raun á óvart. Þá sé ætlunin með gagnagrunninum að geta tilkynnt fólki um mikilvægar breytingar á stöðu mála er varða veiruna þar sem það er statt.

Flestar skráningarnar hafa borist frá Tenerife, þar sem fjölmargir Íslendingar dvelja á hverjum tíma. Tíu Íslendingar eru í sóttkví á Costa Adeje Palace-hótelinu eftir að hótelgestir greindust með veiruna. Þá hafa einnig borist skráningar frá Danmörku, þar sem fyrsta tilfelli veirunnar greindist í dag, Taílandi og Rúanda.

Nær öll tilfelli veirunnar sem greinst hafa í Evrópu má rekja til Ítalíu. Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til Íslendinga á skíðum á Ítalíu og víðar, sem fara um flugvelli á Norður-Ítalíu, að þeir fari í sóttkví við komuna til Íslands. Þá ræður sóttvarnalæknir Íslendingum frá ónauðsynlegum ferðum til Suður-Kóreu, Írans, Kína auk fjögurra héraða á Norður-Ítalíu. 


Tengdar fréttir

Kórónu­veiran komin til Dan­merkur

Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu.

Íslendingar á heimleið frá Norður-Ítalíu fari í sóttkví

Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til Íslendinga á skíðum á Ítalíu og víðar, sem fara um flugvelli á Norður-Ítalíu, fari í sóttkví við komuna til Íslands. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarnadeildar síðdegis í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.