Fótbolti

Ögmundur verður hjá Larissa til 2021

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ögmundur í leik með Larissa
Ögmundur í leik með Larissa Vísir/Getty

Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson verður áfram í herbúðum Larissa sem leikur í úrvalsdeildinni á Grikklandi. Framlengdi hann samning sinn við félagið um eitt ár og er nú samningsbundinn til ársins 2021. Félagið greindi frá þessu á vefsíðu sinni í gær.Íslendingavaktin greindi frá.Ögmundur hefur verið í herbúðum Larissa frá árinu 2018 og átti samningur hans að renna út þegar Evrópumótið hefst næsta sumar. Talið var að hann væri á leiðir í herbúðir PAOK, eitt af stærstu liðunum á Grikklandi, eftir EM 2020 en svo virðist nú ekki vera.Þessi fyrrum leikmaður Fram hefur heillað síðan hann gekk í raðir félagsins og var hann tilnefndur sem leikmaður ársins hjá Larissa á síðustu leiktíð. Þá hefur hann átt góðu gengi að fagna á yfirstandandi leiktíð. Ögmundur hefur leikið alla leiki liðsins í deildinni, haldið átta sinnum hreinu, varið tvö víti og verið valinn fjórum sinnum í lið umferðarinnar í grísku úrvalsdeildinni.Larissa er sem stendur í 11. sæti grísku úrvalsdeildarinnar.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.