28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2020 10:00 Leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvellinum 26. mars verður fyrsti leikurinn þar sem Mirel Radoi stýrir A-landsliðinu. Getty/Srdjan Stevanovic Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. Þjálfari rúmenska landsliðsins heitir Mirel Radoi og hann stýrir landsliðinu í fyrsta sinn á Laugardalsvellinum 26. mars næstkomandi. Mirel Radoi var þjálfari 21 árs landsliðs Rúmena en tók við A-landsliðinu í lok nóvember á síðasta ári. Mirel Radoi er fæddur árið 1981 og heldur upp á 39 ára afmælið sitt aðeins fjórum dögum fyrir leikinn á móti Íslandi (22. mars). Þetta þýðir að Kári Árnason, elsti leikmaður íslenska landsliðsins, er aðeins einu ári yngri en þjálfari Rúmena. Vonandi gefa leikmenn rúmenska landsliðsins þjálfara sínum ekki afmælisgjöf á Laugardalsvellinum 26. mars en sigurvegari leiksins kemst í hreinan úrslitaleik eitt laust sæti í úrslitakeppni EM 2020. Mirel Radoi skrifaði undir tveggja ára samning sem þjálfari rúmenska A-landsliðsins eftir að hafa náð frábærum árangri með 21 árs landsliðið. Undir hans stjórn komst 21 árs landsliðið í undanúrslit á EM sumarið 2019. Radoi stýrir landsliði Rúmena að minnsta kosti fram yfir undankeppni HM 2022. Rúmenska knattspyrnusambandið ætlar að veðja á það að Mirel Radoi takist að taka alla efnilegu leikmennina sem voru hjá honum í 21 árs landsliðinu og hjálpa þeim að festa sig í A-landsliðinu. Honum tókst að búa til mjög sterkar liðsheild hjá 21 árs liðinu Mirel Radoi spilaði mest sem miðvörður á sínum ferli sem leikmaður en hann var lengst hjá Steaua Búkarest eða frá 2000 til 2009. Radoi endaði ferilinn sinn í Katar þar sem hann náði að spila með fjórum mismunandi félögum á áru um 2009 til 2015. Síðustu leikina spilaði Mirel Radoi síðan með liði Al-Arabi árið 2015 en það er liðið sem fyrrum landsliðsþjálfari Heimir Hallgrímsson þjálfar og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson spilar með. Mirel Radoi átti líka farsælan landsliðsferil og náði að spila 67 landsleiki á árunum 2000 til 2010. Síðasti landsleikur hans var á móti Frökkum fyrir fram 79 þúsund manns á Stade de France 9. október 2010. Þjálfaraferill Mirel Radoi hófst í heimalandinu strax eftir að fótboltaskórnir hans fóru upp á hillu. Hann þjálfaði bæði FCSB og FC Arges áður en hann tók við 21 árs landsliðinu í mars 2018. Undir hans stjórn vann 21 árs landsliðið átta af fjórtán leikjum og tapaði aðeins þremur. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. Þjálfari rúmenska landsliðsins heitir Mirel Radoi og hann stýrir landsliðinu í fyrsta sinn á Laugardalsvellinum 26. mars næstkomandi. Mirel Radoi var þjálfari 21 árs landsliðs Rúmena en tók við A-landsliðinu í lok nóvember á síðasta ári. Mirel Radoi er fæddur árið 1981 og heldur upp á 39 ára afmælið sitt aðeins fjórum dögum fyrir leikinn á móti Íslandi (22. mars). Þetta þýðir að Kári Árnason, elsti leikmaður íslenska landsliðsins, er aðeins einu ári yngri en þjálfari Rúmena. Vonandi gefa leikmenn rúmenska landsliðsins þjálfara sínum ekki afmælisgjöf á Laugardalsvellinum 26. mars en sigurvegari leiksins kemst í hreinan úrslitaleik eitt laust sæti í úrslitakeppni EM 2020. Mirel Radoi skrifaði undir tveggja ára samning sem þjálfari rúmenska A-landsliðsins eftir að hafa náð frábærum árangri með 21 árs landsliðið. Undir hans stjórn komst 21 árs landsliðið í undanúrslit á EM sumarið 2019. Radoi stýrir landsliði Rúmena að minnsta kosti fram yfir undankeppni HM 2022. Rúmenska knattspyrnusambandið ætlar að veðja á það að Mirel Radoi takist að taka alla efnilegu leikmennina sem voru hjá honum í 21 árs landsliðinu og hjálpa þeim að festa sig í A-landsliðinu. Honum tókst að búa til mjög sterkar liðsheild hjá 21 árs liðinu Mirel Radoi spilaði mest sem miðvörður á sínum ferli sem leikmaður en hann var lengst hjá Steaua Búkarest eða frá 2000 til 2009. Radoi endaði ferilinn sinn í Katar þar sem hann náði að spila með fjórum mismunandi félögum á áru um 2009 til 2015. Síðustu leikina spilaði Mirel Radoi síðan með liði Al-Arabi árið 2015 en það er liðið sem fyrrum landsliðsþjálfari Heimir Hallgrímsson þjálfar og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson spilar með. Mirel Radoi átti líka farsælan landsliðsferil og náði að spila 67 landsleiki á árunum 2000 til 2010. Síðasti landsleikur hans var á móti Frökkum fyrir fram 79 þúsund manns á Stade de France 9. október 2010. Þjálfaraferill Mirel Radoi hófst í heimalandinu strax eftir að fótboltaskórnir hans fóru upp á hillu. Hann þjálfaði bæði FCSB og FC Arges áður en hann tók við 21 árs landsliðinu í mars 2018. Undir hans stjórn vann 21 árs landsliðið átta af fjórtán leikjum og tapaði aðeins þremur. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira