Vinsælustu skíðasvæðin meðal Íslendinga utan svæða með mikla smitáhættu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 15:00 Trentino er ekki skilgreint sem svæði með mikla smithættu vegna kórónuveirunnar líkt og rauðmerktu héruðin á þessu korti en önnur svæði á Ítalíu eru skilgreind sem svæði með litla smitáhættu. vísir/hjalti Þau skíðasvæði á Norður-Ítalíu sem eru vinsælust á meðal Íslendinga, Madonna og Selva, eru utan þeirra svæða í landinu sem skilgreind eru sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Íslensku ferðaskrifstofurnar Úrval Útsýn og Vita bjóða upp á vinsælar skíðaferðir til Madonna og Selva. Bæirnir eru í héraðinu Trentino en það er ekki eitt þeirra héraða sem skilgreind eru sem hættusvæði. Þau héruð eru Lombardía, Venetó, Piedmont og Emilia-Romagna. Sóttvarnalæknir ráðleggur gegn ónauðsynlegum ferðum til þessara héraða og eru einstaklingar sem hafa dvalið á þessum svæðum í beðnir um að vera í sóttkví í 14 daga frá dvöl á svæðunum. Verona-borg er í Veneto og þangað er meðal annars flogið með Íslendinga í skíðaferðir á Norður-Ítalíu. Það er hins vegar ekki nauðsynlegt að fara í sóttkví ef maður flýgur eingöngu til eða frá svæði með mikla smitáhættu eða keyrir aðeins í gegnum slíkt svæði.Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Annað vinsælt skíðasvæði á meðal Íslendinga er Cortina í Venetó. Íslendingar sem koma þaðan úr skíðaferð þurfa því að fara í sóttkví líkt og tveir hafa þurft að gera á Egilsstöðum sem komu frá Cortina. Að því er fram kemur á vef RÚV er sóttvarnalæknir að hafa samband við hina tólf sem einnig voru þar. Þá ber að hafa í huga að þótt fyrrnefnd skíðasvæði séu vinsælli önnur meðal landans þá eru önnur skíðasvæði á Norður-Ítalíu innan hættusvæðanna þangað sem fólk getur farið á eigin vegum eða með öðrum ferðaskrifstofum en þeim íslensku. Einnig má nefna að önnur svæði á Ítalíu eru skilgreind sem svæði með litla smitáhættu og eru leiðbeiningar sóttvarnalæknis sem eru þar eða hafa verið þar undanfarna daga eftirfarandi: Einstaklingar sem eru á þessum svæðum eða hafa verið á þessum svæðum á undanförnum dögum eru beðnir um að gæta ítrasta hreinlætis og huga að sýkingavörnum. Það innifelur með annars að þvo hendur oft og vel, hafa klút fyrir andlitið við hnerra/hósta eða hnerra/hósta í olnbogabót og nota handspritt. Handþvottur, það að forðast að snerta augu, nef og munn og það að forðast að heilsa með handabandi eru lykilatriði til að forðast smit og fækka smitleiðum. Tilkynna veikindi til 1700 eða heilsugæslunnar sem koma upp innan 14 daga frá heimsókn á ofangreind svæði og fara yfir ferðasögu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Ítalía Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Þau skíðasvæði á Norður-Ítalíu sem eru vinsælust á meðal Íslendinga, Madonna og Selva, eru utan þeirra svæða í landinu sem skilgreind eru sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Íslensku ferðaskrifstofurnar Úrval Útsýn og Vita bjóða upp á vinsælar skíðaferðir til Madonna og Selva. Bæirnir eru í héraðinu Trentino en það er ekki eitt þeirra héraða sem skilgreind eru sem hættusvæði. Þau héruð eru Lombardía, Venetó, Piedmont og Emilia-Romagna. Sóttvarnalæknir ráðleggur gegn ónauðsynlegum ferðum til þessara héraða og eru einstaklingar sem hafa dvalið á þessum svæðum í beðnir um að vera í sóttkví í 14 daga frá dvöl á svæðunum. Verona-borg er í Veneto og þangað er meðal annars flogið með Íslendinga í skíðaferðir á Norður-Ítalíu. Það er hins vegar ekki nauðsynlegt að fara í sóttkví ef maður flýgur eingöngu til eða frá svæði með mikla smitáhættu eða keyrir aðeins í gegnum slíkt svæði.Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Annað vinsælt skíðasvæði á meðal Íslendinga er Cortina í Venetó. Íslendingar sem koma þaðan úr skíðaferð þurfa því að fara í sóttkví líkt og tveir hafa þurft að gera á Egilsstöðum sem komu frá Cortina. Að því er fram kemur á vef RÚV er sóttvarnalæknir að hafa samband við hina tólf sem einnig voru þar. Þá ber að hafa í huga að þótt fyrrnefnd skíðasvæði séu vinsælli önnur meðal landans þá eru önnur skíðasvæði á Norður-Ítalíu innan hættusvæðanna þangað sem fólk getur farið á eigin vegum eða með öðrum ferðaskrifstofum en þeim íslensku. Einnig má nefna að önnur svæði á Ítalíu eru skilgreind sem svæði með litla smitáhættu og eru leiðbeiningar sóttvarnalæknis sem eru þar eða hafa verið þar undanfarna daga eftirfarandi: Einstaklingar sem eru á þessum svæðum eða hafa verið á þessum svæðum á undanförnum dögum eru beðnir um að gæta ítrasta hreinlætis og huga að sýkingavörnum. Það innifelur með annars að þvo hendur oft og vel, hafa klút fyrir andlitið við hnerra/hósta eða hnerra/hósta í olnbogabót og nota handspritt. Handþvottur, það að forðast að snerta augu, nef og munn og það að forðast að heilsa með handabandi eru lykilatriði til að forðast smit og fækka smitleiðum. Tilkynna veikindi til 1700 eða heilsugæslunnar sem koma upp innan 14 daga frá heimsókn á ofangreind svæði og fara yfir ferðasögu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Ítalía Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira