Innlent

Féll aftur fyrir sig og rotaðist

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Tilkynnt var um slys í Grafarvogi á tólfta tímanum í gærkvöldi. Kona féll aftur fyrir sig og er talin hafa rotast við fallið. Konan komst til meðvitundar og var þegar í stað flutt með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Bráðadeild. Þetta kom fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en ekki er vitað um líðan konunnar að svo stöddu.
Tilkynnt var um slys í Grafarvogi á tólfta tímanum í gærkvöldi. Kona féll aftur fyrir sig og er talin hafa rotast við fallið. Konan komst til meðvitundar og var þegar í stað flutt með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Bráðadeild. Þetta kom fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en ekki er vitað um líðan konunnar að svo stöddu. Vísir/vilhelm

Tilkynnt var um slys í Grafarvogi á tólfta tímanum í gærkvöldi. Kona féll aftur fyrir sig og er talin hafa rotast við fallið. Konan komst til meðvitundar og var þegar í stað flutt með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Bráðadeild. Þetta kom fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en ekki er vitað um líðan konunnar að svo stöddu.

Klukkan eitt í nótt var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um mann í annarlegu ástandi sem grunaður er um eignaspjöll í miðbænum. Maðurinn var handtekinn og vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.

Tilkynnt var um innbrot og þjófnað í verslun í miðborginni laust fyrir klukkan tvö í nótt en ekkert frekar var skráð um atvikið af hálfu lögreglu.

Björgunarsveitir voru ræstar út til að aðstoða ökumenn sem sátu fastir á Hafravatnsvegi, Þingvallavegi og Suðurlandsvegi.

Björgunarsveitirnar höfðu í nógu að snúast í gærkvöldi nótt vegna austan hríðarveðurs á landinu sunnanverðu. Losa þurfti tugi bíla á Sólheimasandi og aðstoðarbeiðnir frá Suðurnesjum voru að minnsta kosti fjörutíu.


Tengdar fréttir

Nóg að gera hjá björgunarsveitum

Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×