Fótbolti

Hræringar í Árbænum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ari í leik með Fylki gegn FH.
Ari í leik með Fylki gegn FH. Vísir

Það er mikið um að vera hjá knattspyrnudeild Fylkis þessa dagana en Ari Leifsson er á leið í atvinnumennsku og þá staðfesti félagið komu Djair Parfitt-William í dag em sá kemur frá Slóveníu eftir að hafa verið alinn upp á Englandi en er með vegabréf frá Bermúda.

Þetta kom fram á mbl.is fyrr í dag.

Ari Leifsson hefur verið fastamaður í vörn Fylkis undanfarin tvö sumur en hann er uppalinn Árbæingur. Þessi ungi og efnilegi leikmaður heldur nú í víking til Noregs en Árbæingar hafa samþykkt tilboð norska úrvalsdeildarfélagsins Strømsgodset.

Ef Ari samþykkir samning félagsins ætti hann að verða leikmaður þess á næstu dögum og þar með ljóst að hann mun ekki leika með Fylki í Pepsi Max deildinni næsta sumar. Alls hefur Ari, sem er fæddur árið 1998, leikið 46 leiki í efstu deild fyrir Fylki ásamt því að hafa leikið 14 leiki fyrir U21 landslið Íslands og skorað í þeim eitt mark. 

Strømsgodset endaði í 11. sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð með 32 stig.

Þá staðfesti mbl.is einnig komu Djair Parfitt-William til Fylkis en hann fær leikheimild á morgun og missir því af leik Fylkis og Víkings Reykjavíkur sem er í þann mund að ljúka. Parfitt-Williams lék síðast með Rudar Velenje í Slóveníu en þessi 23 ára gamli sóknarmaður var í röðum West Ham United á sínum yngri árum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.