Valdís Steinarsdóttir hlýtur Formex Nova verðlaunin 2020 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 14:49 Til hægri má sjá hluta af sýningunni Just bones, sem Valdís Steinarsdóttir sýndi á HönnunarMars í ár. Valdís Steinarsdóttir vöruhönnuður hlýtur sænsku hönnunarverðlaunin Formex Nova í ár. Þetta var tilkynnt í dag en Valdís tekur rafrænt formlega við verðlaununum í kvöld. Verðlaunin hlýtur hún fyrir verkefni sín Bioplastic Skin og Just Bones. „Það er erfitt að koma því í orð hvað þetta er mikill heiður og hvatning. Ómetanlegt að fá svona viðurkenningu,“ segir Valdís í samtali við Vísi. „Það verður athöfn í kvöld í Svíþjóð sem ég mun vera viðstödd í gegnum netið. Verður spennandi að sjá hvernig hún fer fram.“ Valdís var með tvær sýningar á HönnunarMars í sumar. Hún sýndi Just Bones á sýningunni ASRM U ready? í Hafnarhúsinu á HönnunarMars, sem vakti verðskuldaða athygli. Auk þess hannaði hún verkið Torg í speglun ásamt Arnari Inga Viðarssyni en verkið er staðsett á Lækjartorgi og hefur verið áberandi á Instagram myndum Íslendinga í sumar. Hönnuðurnir Arnar Ingi Viðarsson og Steinunn Valdísardóttir við verkið sitt í dag.Vísir/Vilhelm „Covid hefur sett stórt strik í reikninginn með flest öll mín plön sem ég hafði. En ég mun gera það besta úr stöðunni og finna lausnir til að láta þær tafir og breytingar vinna með mér,“ svarar hönnuðurinn aðspurð um það sem fram undan er. Formex Nova verðlaunin voru fyrst afhent fyrir fimm árum síðan í tengslum við Formex hönnunarsýninguna í Stokkhólmi og hefur það að markmiði að kynna og efla norræna hönnun. Í tilkynningu frá Miðstöð hönnunar- og arkitektúr kemur fram að dómnefndin hrósar Valdísi sérstaklega fyrir metnað til að hanna einstakar lausnir á samfélags- og umhverfislegum vandamálum í opnu samtali við áhorfendur. Í umsögn dómnefndar Formex Nova segir „Hönnun sem einblínir á tilraunakennd efni og að finna einstakar lausnir að samfélagslegum og umhverfislegum vandamálum. Gegnum verkefni sín leitar Valdís að opnu samtali við áhorfendur um samfélagslegar breytingar í gegnum hönnun.“ Valdís vakti athygli á Hönnunarmars 2019 fyrir Bioplastic Skin, umbúðarplast fyrir kjötvörur gert úr dýrahúðum.Valdís Steinarsdóttir Hægt er að kynna sér verk Valdísar betur á vefsíðu vöruhönnuðarins. Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir Fjölskylduvænn HönnunarMars: Búningar, tónlistarhringur og ilmsturta Í dag er síðasti dagur HönnunarMars og margir borgarbúar munu flakka á milli sýningarstaða. Sýningar hönnuðanna eru fjölbreyttar og allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Það eru samt nokkrar sýningar sem henta einstaklega vel fyrir alla fjölskylduna. 28. júní 2020 11:40 Afhjúpa sex metra speglahlið á milli Bankastrætis og Austurstrætis Í dag verður hönnunarverkið Torg í spegli afhjúpað á Lækjartorgi. Hönnuðir verksins eru Arnar Ingi Viðarsson og Valdís Steinarsdóttir og er það hluti af HönnunarMars 2020. Torg í Speglun er hönnunarverk sem þjónar hlutverki almenns áningarstaðar og sem innsetningarverk sem brýtur upp sjónlínur áhorfendans. 24. júní 2020 14:00 Valdís Steinarsdóttir tilnefnd til Formex Nova verðlaunanna Vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir hefur hlotið tilnefningu til sænsku hönnunarverðlaunanna Formex Nova 2020. 17. janúar 2020 10:12 Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Sjá meira
Valdís Steinarsdóttir vöruhönnuður hlýtur sænsku hönnunarverðlaunin Formex Nova í ár. Þetta var tilkynnt í dag en Valdís tekur rafrænt formlega við verðlaununum í kvöld. Verðlaunin hlýtur hún fyrir verkefni sín Bioplastic Skin og Just Bones. „Það er erfitt að koma því í orð hvað þetta er mikill heiður og hvatning. Ómetanlegt að fá svona viðurkenningu,“ segir Valdís í samtali við Vísi. „Það verður athöfn í kvöld í Svíþjóð sem ég mun vera viðstödd í gegnum netið. Verður spennandi að sjá hvernig hún fer fram.“ Valdís var með tvær sýningar á HönnunarMars í sumar. Hún sýndi Just Bones á sýningunni ASRM U ready? í Hafnarhúsinu á HönnunarMars, sem vakti verðskuldaða athygli. Auk þess hannaði hún verkið Torg í speglun ásamt Arnari Inga Viðarssyni en verkið er staðsett á Lækjartorgi og hefur verið áberandi á Instagram myndum Íslendinga í sumar. Hönnuðurnir Arnar Ingi Viðarsson og Steinunn Valdísardóttir við verkið sitt í dag.Vísir/Vilhelm „Covid hefur sett stórt strik í reikninginn með flest öll mín plön sem ég hafði. En ég mun gera það besta úr stöðunni og finna lausnir til að láta þær tafir og breytingar vinna með mér,“ svarar hönnuðurinn aðspurð um það sem fram undan er. Formex Nova verðlaunin voru fyrst afhent fyrir fimm árum síðan í tengslum við Formex hönnunarsýninguna í Stokkhólmi og hefur það að markmiði að kynna og efla norræna hönnun. Í tilkynningu frá Miðstöð hönnunar- og arkitektúr kemur fram að dómnefndin hrósar Valdísi sérstaklega fyrir metnað til að hanna einstakar lausnir á samfélags- og umhverfislegum vandamálum í opnu samtali við áhorfendur. Í umsögn dómnefndar Formex Nova segir „Hönnun sem einblínir á tilraunakennd efni og að finna einstakar lausnir að samfélagslegum og umhverfislegum vandamálum. Gegnum verkefni sín leitar Valdís að opnu samtali við áhorfendur um samfélagslegar breytingar í gegnum hönnun.“ Valdís vakti athygli á Hönnunarmars 2019 fyrir Bioplastic Skin, umbúðarplast fyrir kjötvörur gert úr dýrahúðum.Valdís Steinarsdóttir Hægt er að kynna sér verk Valdísar betur á vefsíðu vöruhönnuðarins.
Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir Fjölskylduvænn HönnunarMars: Búningar, tónlistarhringur og ilmsturta Í dag er síðasti dagur HönnunarMars og margir borgarbúar munu flakka á milli sýningarstaða. Sýningar hönnuðanna eru fjölbreyttar og allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Það eru samt nokkrar sýningar sem henta einstaklega vel fyrir alla fjölskylduna. 28. júní 2020 11:40 Afhjúpa sex metra speglahlið á milli Bankastrætis og Austurstrætis Í dag verður hönnunarverkið Torg í spegli afhjúpað á Lækjartorgi. Hönnuðir verksins eru Arnar Ingi Viðarsson og Valdís Steinarsdóttir og er það hluti af HönnunarMars 2020. Torg í Speglun er hönnunarverk sem þjónar hlutverki almenns áningarstaðar og sem innsetningarverk sem brýtur upp sjónlínur áhorfendans. 24. júní 2020 14:00 Valdís Steinarsdóttir tilnefnd til Formex Nova verðlaunanna Vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir hefur hlotið tilnefningu til sænsku hönnunarverðlaunanna Formex Nova 2020. 17. janúar 2020 10:12 Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Sjá meira
Fjölskylduvænn HönnunarMars: Búningar, tónlistarhringur og ilmsturta Í dag er síðasti dagur HönnunarMars og margir borgarbúar munu flakka á milli sýningarstaða. Sýningar hönnuðanna eru fjölbreyttar og allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Það eru samt nokkrar sýningar sem henta einstaklega vel fyrir alla fjölskylduna. 28. júní 2020 11:40
Afhjúpa sex metra speglahlið á milli Bankastrætis og Austurstrætis Í dag verður hönnunarverkið Torg í spegli afhjúpað á Lækjartorgi. Hönnuðir verksins eru Arnar Ingi Viðarsson og Valdís Steinarsdóttir og er það hluti af HönnunarMars 2020. Torg í Speglun er hönnunarverk sem þjónar hlutverki almenns áningarstaðar og sem innsetningarverk sem brýtur upp sjónlínur áhorfendans. 24. júní 2020 14:00
Valdís Steinarsdóttir tilnefnd til Formex Nova verðlaunanna Vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir hefur hlotið tilnefningu til sænsku hönnunarverðlaunanna Formex Nova 2020. 17. janúar 2020 10:12