Valdís Steinarsdóttir hlýtur Formex Nova verðlaunin 2020 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 14:49 Til hægri má sjá hluta af sýningunni Just bones, sem Valdís Steinarsdóttir sýndi á HönnunarMars í ár. Valdís Steinarsdóttir vöruhönnuður hlýtur sænsku hönnunarverðlaunin Formex Nova í ár. Þetta var tilkynnt í dag en Valdís tekur rafrænt formlega við verðlaununum í kvöld. Verðlaunin hlýtur hún fyrir verkefni sín Bioplastic Skin og Just Bones. „Það er erfitt að koma því í orð hvað þetta er mikill heiður og hvatning. Ómetanlegt að fá svona viðurkenningu,“ segir Valdís í samtali við Vísi. „Það verður athöfn í kvöld í Svíþjóð sem ég mun vera viðstödd í gegnum netið. Verður spennandi að sjá hvernig hún fer fram.“ Valdís var með tvær sýningar á HönnunarMars í sumar. Hún sýndi Just Bones á sýningunni ASRM U ready? í Hafnarhúsinu á HönnunarMars, sem vakti verðskuldaða athygli. Auk þess hannaði hún verkið Torg í speglun ásamt Arnari Inga Viðarssyni en verkið er staðsett á Lækjartorgi og hefur verið áberandi á Instagram myndum Íslendinga í sumar. Hönnuðurnir Arnar Ingi Viðarsson og Steinunn Valdísardóttir við verkið sitt í dag.Vísir/Vilhelm „Covid hefur sett stórt strik í reikninginn með flest öll mín plön sem ég hafði. En ég mun gera það besta úr stöðunni og finna lausnir til að láta þær tafir og breytingar vinna með mér,“ svarar hönnuðurinn aðspurð um það sem fram undan er. Formex Nova verðlaunin voru fyrst afhent fyrir fimm árum síðan í tengslum við Formex hönnunarsýninguna í Stokkhólmi og hefur það að markmiði að kynna og efla norræna hönnun. Í tilkynningu frá Miðstöð hönnunar- og arkitektúr kemur fram að dómnefndin hrósar Valdísi sérstaklega fyrir metnað til að hanna einstakar lausnir á samfélags- og umhverfislegum vandamálum í opnu samtali við áhorfendur. Í umsögn dómnefndar Formex Nova segir „Hönnun sem einblínir á tilraunakennd efni og að finna einstakar lausnir að samfélagslegum og umhverfislegum vandamálum. Gegnum verkefni sín leitar Valdís að opnu samtali við áhorfendur um samfélagslegar breytingar í gegnum hönnun.“ Valdís vakti athygli á Hönnunarmars 2019 fyrir Bioplastic Skin, umbúðarplast fyrir kjötvörur gert úr dýrahúðum.Valdís Steinarsdóttir Hægt er að kynna sér verk Valdísar betur á vefsíðu vöruhönnuðarins. Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir Fjölskylduvænn HönnunarMars: Búningar, tónlistarhringur og ilmsturta Í dag er síðasti dagur HönnunarMars og margir borgarbúar munu flakka á milli sýningarstaða. Sýningar hönnuðanna eru fjölbreyttar og allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Það eru samt nokkrar sýningar sem henta einstaklega vel fyrir alla fjölskylduna. 28. júní 2020 11:40 Afhjúpa sex metra speglahlið á milli Bankastrætis og Austurstrætis Í dag verður hönnunarverkið Torg í spegli afhjúpað á Lækjartorgi. Hönnuðir verksins eru Arnar Ingi Viðarsson og Valdís Steinarsdóttir og er það hluti af HönnunarMars 2020. Torg í Speglun er hönnunarverk sem þjónar hlutverki almenns áningarstaðar og sem innsetningarverk sem brýtur upp sjónlínur áhorfendans. 24. júní 2020 14:00 Valdís Steinarsdóttir tilnefnd til Formex Nova verðlaunanna Vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir hefur hlotið tilnefningu til sænsku hönnunarverðlaunanna Formex Nova 2020. 17. janúar 2020 10:12 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Valdís Steinarsdóttir vöruhönnuður hlýtur sænsku hönnunarverðlaunin Formex Nova í ár. Þetta var tilkynnt í dag en Valdís tekur rafrænt formlega við verðlaununum í kvöld. Verðlaunin hlýtur hún fyrir verkefni sín Bioplastic Skin og Just Bones. „Það er erfitt að koma því í orð hvað þetta er mikill heiður og hvatning. Ómetanlegt að fá svona viðurkenningu,“ segir Valdís í samtali við Vísi. „Það verður athöfn í kvöld í Svíþjóð sem ég mun vera viðstödd í gegnum netið. Verður spennandi að sjá hvernig hún fer fram.“ Valdís var með tvær sýningar á HönnunarMars í sumar. Hún sýndi Just Bones á sýningunni ASRM U ready? í Hafnarhúsinu á HönnunarMars, sem vakti verðskuldaða athygli. Auk þess hannaði hún verkið Torg í speglun ásamt Arnari Inga Viðarssyni en verkið er staðsett á Lækjartorgi og hefur verið áberandi á Instagram myndum Íslendinga í sumar. Hönnuðurnir Arnar Ingi Viðarsson og Steinunn Valdísardóttir við verkið sitt í dag.Vísir/Vilhelm „Covid hefur sett stórt strik í reikninginn með flest öll mín plön sem ég hafði. En ég mun gera það besta úr stöðunni og finna lausnir til að láta þær tafir og breytingar vinna með mér,“ svarar hönnuðurinn aðspurð um það sem fram undan er. Formex Nova verðlaunin voru fyrst afhent fyrir fimm árum síðan í tengslum við Formex hönnunarsýninguna í Stokkhólmi og hefur það að markmiði að kynna og efla norræna hönnun. Í tilkynningu frá Miðstöð hönnunar- og arkitektúr kemur fram að dómnefndin hrósar Valdísi sérstaklega fyrir metnað til að hanna einstakar lausnir á samfélags- og umhverfislegum vandamálum í opnu samtali við áhorfendur. Í umsögn dómnefndar Formex Nova segir „Hönnun sem einblínir á tilraunakennd efni og að finna einstakar lausnir að samfélagslegum og umhverfislegum vandamálum. Gegnum verkefni sín leitar Valdís að opnu samtali við áhorfendur um samfélagslegar breytingar í gegnum hönnun.“ Valdís vakti athygli á Hönnunarmars 2019 fyrir Bioplastic Skin, umbúðarplast fyrir kjötvörur gert úr dýrahúðum.Valdís Steinarsdóttir Hægt er að kynna sér verk Valdísar betur á vefsíðu vöruhönnuðarins.
Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir Fjölskylduvænn HönnunarMars: Búningar, tónlistarhringur og ilmsturta Í dag er síðasti dagur HönnunarMars og margir borgarbúar munu flakka á milli sýningarstaða. Sýningar hönnuðanna eru fjölbreyttar og allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Það eru samt nokkrar sýningar sem henta einstaklega vel fyrir alla fjölskylduna. 28. júní 2020 11:40 Afhjúpa sex metra speglahlið á milli Bankastrætis og Austurstrætis Í dag verður hönnunarverkið Torg í spegli afhjúpað á Lækjartorgi. Hönnuðir verksins eru Arnar Ingi Viðarsson og Valdís Steinarsdóttir og er það hluti af HönnunarMars 2020. Torg í Speglun er hönnunarverk sem þjónar hlutverki almenns áningarstaðar og sem innsetningarverk sem brýtur upp sjónlínur áhorfendans. 24. júní 2020 14:00 Valdís Steinarsdóttir tilnefnd til Formex Nova verðlaunanna Vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir hefur hlotið tilnefningu til sænsku hönnunarverðlaunanna Formex Nova 2020. 17. janúar 2020 10:12 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Fjölskylduvænn HönnunarMars: Búningar, tónlistarhringur og ilmsturta Í dag er síðasti dagur HönnunarMars og margir borgarbúar munu flakka á milli sýningarstaða. Sýningar hönnuðanna eru fjölbreyttar og allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Það eru samt nokkrar sýningar sem henta einstaklega vel fyrir alla fjölskylduna. 28. júní 2020 11:40
Afhjúpa sex metra speglahlið á milli Bankastrætis og Austurstrætis Í dag verður hönnunarverkið Torg í spegli afhjúpað á Lækjartorgi. Hönnuðir verksins eru Arnar Ingi Viðarsson og Valdís Steinarsdóttir og er það hluti af HönnunarMars 2020. Torg í Speglun er hönnunarverk sem þjónar hlutverki almenns áningarstaðar og sem innsetningarverk sem brýtur upp sjónlínur áhorfendans. 24. júní 2020 14:00
Valdís Steinarsdóttir tilnefnd til Formex Nova verðlaunanna Vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir hefur hlotið tilnefningu til sænsku hönnunarverðlaunanna Formex Nova 2020. 17. janúar 2020 10:12