Innlent

Loka kafla Vestur­lands­vegar næstu tvær nætur

Atli Ísleifsson skrifar
Rauði kaflinn á myndinni verður lokaður.
Rauði kaflinn á myndinni verður lokaður. Vegagerðin

Vegagerðin mun loka kafla Vesturlandsvegar, frá Geldingaá að Lyngholti, næstu tvær næturnar. Er stefnt að því að malbika báðar akreinar.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að Vesturlandsvegi verði lokað á þessum kafla og hjáleið sett upp um Hvalfjarðarveg (47) Dragaveg (520), Skorradalsveg (508) og Borgarfjarðarbraut (50).

„Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 20:00 til kl. 07:00 báðar næturnar. Lokunin að sunnanverðu verður við gatnamót Hvalfjarðarvegar (47) en lokunin að norðanverðu við gatnamót Borgarfjarðarbrautar (50).“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×