Agnes biskup hafi náð „einstökum árangri“ í að nútímavæða Þjóðkirkjuna Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 11:56 Agnes Sigurðardóttir tók við embætti biskups fyrst kvenna árið 2012. vísir/vilhelm Þjóðkirkjan er frjálslyndari og nútímalegri stofnun en margir gera sér grein fyrir, að mati upplýsingafulltrúa Biskupsstofu. Agnes Sigurðardóttir biskup hafi þannig náð „einstökum árangri í því að færa kirkjuna inn í nútímalegt samfélag.“ Hún sé sjálf til marks um þetta, verandi „fráskilinn kvenbiskup að vestan.“ Upplýsingafulltrúinn var til tals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar bárust meðal annars skráningar Íslendinga í trú- og lífsskoðunarfélög í tal, en nýlegar tölur Þjóðskrár bera með sér stöðuga fækkun sóknarbarna Þjóðkirkjunnar á síðustu árum. Fækkunin gagnrýni, ekki trúleysi Það þurfi þó ekki að vera til marks um að Íslendingar séu að verða trúlausari, að mati Péturs Georgs Markan upplýsingafulltrúa. „Ég held að það sé ákveðin vangreining,“ segir Pétur. Úrskráningar úr Þjóðkirkjunni séu frekar til marks um afstöðu einstaklinga til stofnunarinnar, frekar en að þeir séu að gefast upp á trúnni „eða þrái ekki andlegt líf,“ eins og Pétur orðar það. Hann tekur þannig undir það að fækkun sóknarbarna sé til marks um að fólk sé ósátt við kirkjuna. „Ég held að það sé hluti af því sem Þjóðkirkjan hefur verið að vinna markvisst í. Að átta sig á því að hún þarf að eiga samfylgd með þjóðinni,“ segir Pétur og bætir við að þessi samfylgd skiptir Agnesi biskup miklu máli. Einstakt samstarf við Samtökin '78 Í því samhengi segir Pétur rétt að minnast þess að Þjóðkirkjan var lengi „eins konar ráðuneyti frekar en stofnun. Hún var bara embættismannakerfi sem þarf að laga sig að breyttum tíma - sem hún er að gera.“ Þjóðkirkjan sé þannig að mati Péturs frjálslyndari og nútímalegri en mörg geri sér grein fyrir. „Við erum með biskup í dag sem hefur náð einstökum árangri í því að færa kirkjuna inn í nútímalegt samfélag,“ segir Pétur. Í því samhengi nefnir hann nýlegt verkefni Þjóðkirkjunnar og Samtakanna '78, hvers ætlun er að gera upp og læra af sögu misréttis gagnvart hinsegin fólki innan kirkjunnar „Sem er ekki bara nauðsynlegt fyrir Þjóðkirkjuna heldur bara Ísland yfir höfuð, að gera upp þessa sögu,“ segir Pétur og bætir við að verkefnið sé einstakt á heimsvísu. Fráskilið fordæmi að vestan „Kirkjurnar almennt eru ekki komnar á þann stað sem Þjóðkirkja Íslands er. Við getum sýnt þetta fordæmi.“ Þá sé Agnes biskup fordæmi í sjálfu sér að mati Péturs. „Við getum líka sýnt fram á það að við eigum kvenbiskup sem er fráskilin að vestan. Þetta er einstakt í hinu stóra, glóbalíska samfélagi.“ Þjóðkirkjan sé því nútímaleg að mörgu leyti að mati Péturs, en að það hafi tekið tíma. „Við megum ekki gleyma að þetta er tvö þúsund ára stofnun. Hérna erum við þúsund ára, hún hefur svolítið lifað tímana tvenna og það tekur hana stundum tíma að að komast inn.“ Viðtalið við hann í heild má heyra hér að ofan. Þjóðkirkjan Trúmál Hinsegin Tengdar fréttir Biskupsdóttir til Biskupsstofu Margrét Hannesdóttir, sem er dóttir Agnesar M. Sigurðardóttur biskups, var þrívegis fengin til að sinna verkefnum fyrir á Biskupsstofu síðstliðnu ári. 29. maí 2020 15:50 Þjóðkirkjan biður hinsegin samfélagið afsökunar Þjóðkirkjan biður hinsegin samfélagið afsökunar á misrétti og fordómum sem samfélagið hefur þurft að þola af hálfu kirkjunnar í gegnum árin. 8. ágúst 2020 12:30 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í húsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Þjóðkirkjan er frjálslyndari og nútímalegri stofnun en margir gera sér grein fyrir, að mati upplýsingafulltrúa Biskupsstofu. Agnes Sigurðardóttir biskup hafi þannig náð „einstökum árangri í því að færa kirkjuna inn í nútímalegt samfélag.“ Hún sé sjálf til marks um þetta, verandi „fráskilinn kvenbiskup að vestan.“ Upplýsingafulltrúinn var til tals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar bárust meðal annars skráningar Íslendinga í trú- og lífsskoðunarfélög í tal, en nýlegar tölur Þjóðskrár bera með sér stöðuga fækkun sóknarbarna Þjóðkirkjunnar á síðustu árum. Fækkunin gagnrýni, ekki trúleysi Það þurfi þó ekki að vera til marks um að Íslendingar séu að verða trúlausari, að mati Péturs Georgs Markan upplýsingafulltrúa. „Ég held að það sé ákveðin vangreining,“ segir Pétur. Úrskráningar úr Þjóðkirkjunni séu frekar til marks um afstöðu einstaklinga til stofnunarinnar, frekar en að þeir séu að gefast upp á trúnni „eða þrái ekki andlegt líf,“ eins og Pétur orðar það. Hann tekur þannig undir það að fækkun sóknarbarna sé til marks um að fólk sé ósátt við kirkjuna. „Ég held að það sé hluti af því sem Þjóðkirkjan hefur verið að vinna markvisst í. Að átta sig á því að hún þarf að eiga samfylgd með þjóðinni,“ segir Pétur og bætir við að þessi samfylgd skiptir Agnesi biskup miklu máli. Einstakt samstarf við Samtökin '78 Í því samhengi segir Pétur rétt að minnast þess að Þjóðkirkjan var lengi „eins konar ráðuneyti frekar en stofnun. Hún var bara embættismannakerfi sem þarf að laga sig að breyttum tíma - sem hún er að gera.“ Þjóðkirkjan sé þannig að mati Péturs frjálslyndari og nútímalegri en mörg geri sér grein fyrir. „Við erum með biskup í dag sem hefur náð einstökum árangri í því að færa kirkjuna inn í nútímalegt samfélag,“ segir Pétur. Í því samhengi nefnir hann nýlegt verkefni Þjóðkirkjunnar og Samtakanna '78, hvers ætlun er að gera upp og læra af sögu misréttis gagnvart hinsegin fólki innan kirkjunnar „Sem er ekki bara nauðsynlegt fyrir Þjóðkirkjuna heldur bara Ísland yfir höfuð, að gera upp þessa sögu,“ segir Pétur og bætir við að verkefnið sé einstakt á heimsvísu. Fráskilið fordæmi að vestan „Kirkjurnar almennt eru ekki komnar á þann stað sem Þjóðkirkja Íslands er. Við getum sýnt þetta fordæmi.“ Þá sé Agnes biskup fordæmi í sjálfu sér að mati Péturs. „Við getum líka sýnt fram á það að við eigum kvenbiskup sem er fráskilin að vestan. Þetta er einstakt í hinu stóra, glóbalíska samfélagi.“ Þjóðkirkjan sé því nútímaleg að mörgu leyti að mati Péturs, en að það hafi tekið tíma. „Við megum ekki gleyma að þetta er tvö þúsund ára stofnun. Hérna erum við þúsund ára, hún hefur svolítið lifað tímana tvenna og það tekur hana stundum tíma að að komast inn.“ Viðtalið við hann í heild má heyra hér að ofan.
Þjóðkirkjan Trúmál Hinsegin Tengdar fréttir Biskupsdóttir til Biskupsstofu Margrét Hannesdóttir, sem er dóttir Agnesar M. Sigurðardóttur biskups, var þrívegis fengin til að sinna verkefnum fyrir á Biskupsstofu síðstliðnu ári. 29. maí 2020 15:50 Þjóðkirkjan biður hinsegin samfélagið afsökunar Þjóðkirkjan biður hinsegin samfélagið afsökunar á misrétti og fordómum sem samfélagið hefur þurft að þola af hálfu kirkjunnar í gegnum árin. 8. ágúst 2020 12:30 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í húsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Biskupsdóttir til Biskupsstofu Margrét Hannesdóttir, sem er dóttir Agnesar M. Sigurðardóttur biskups, var þrívegis fengin til að sinna verkefnum fyrir á Biskupsstofu síðstliðnu ári. 29. maí 2020 15:50
Þjóðkirkjan biður hinsegin samfélagið afsökunar Þjóðkirkjan biður hinsegin samfélagið afsökunar á misrétti og fordómum sem samfélagið hefur þurft að þola af hálfu kirkjunnar í gegnum árin. 8. ágúst 2020 12:30