Lífið

Systir Hildar með gæsahúð og kökk í hálsinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hildur varð í nótt fyrsti Íslendingurinn til að vinna til Óskarsverðlauna.
Hildur varð í nótt fyrsti Íslendingurinn til að vinna til Óskarsverðlauna. Getty Images/Kevin Winter

„Ekki viss um að ég losni við gæsahúðina eða kökkinn neitt á næstunni,“ skrifar Guðrún Halla Guðnadóttir, systir Hildar Guðnadóttur, sem varð í nótt fyrsti Íslendingurinn til að vinna til Óskarsverðlauna fyrir tónlist hennar í kvikmyndinni Joker.

„Svo mikilvægt að fá svona flotta, jarðbundna og heilsteypta konu sem talsmann kvenna í þessum bransa. Ekki að ég sé alveg hlutlaus, enda haft þessa fyrirmynd fyrir framan mig allt mitt líf. Til hamingju með þessa verðskulduðu uppskeru elsku Hildur Guðna.“

Klippa: Hildur Guðnadóttir vinnur Óskarinn fyrir tónlistina í Joker

Hildur vann í nótt Óskarinn og bætir þannig enn einni gylltu styttunni við Emmy-, Grammy-, BAFTA- og Golden Globe-safnið sitt. Undanfarnir mánuðir hafa hreinlega verið ótrúlegir hjá listamanninum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.