Lífið

Systir Hildar með gæsahúð og kökk í hálsinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hildur varð í nótt fyrsti Íslendingurinn til að vinna til Óskarsverðlauna.
Hildur varð í nótt fyrsti Íslendingurinn til að vinna til Óskarsverðlauna. Getty Images/Kevin Winter

„Ekki viss um að ég losni við gæsahúðina eða kökkinn neitt á næstunni,“ skrifar Guðrún Halla Guðnadóttir, systir Hildar Guðnadóttur, sem varð í nótt fyrsti Íslendingurinn til að vinna til Óskarsverðlauna fyrir tónlist hennar í kvikmyndinni Joker.

„Svo mikilvægt að fá svona flotta, jarðbundna og heilsteypta konu sem talsmann kvenna í þessum bransa. Ekki að ég sé alveg hlutlaus, enda haft þessa fyrirmynd fyrir framan mig allt mitt líf. Til hamingju með þessa verðskulduðu uppskeru elsku Hildur Guðna.“

Klippa: Hildur Guðnadóttir vinnur Óskarinn fyrir tónlistina í Joker

Hildur vann í nótt Óskarinn og bætir þannig enn einni gylltu styttunni við Emmy-, Grammy-, BAFTA- og Golden Globe-safnið sitt. Undanfarnir mánuðir hafa hreinlega verið ótrúlegir hjá listamanninum.


Tengdar fréttir

Faðir Hildar telur hana slá nýjan tón í kvikmyndatónlist

Guðni Franzson, klarinettuleikari og faðir Hildar Guðnadóttur, sat límdur við sjónvarpsskjáinn í Stykkishólmi á fjórða tímanum í nótt þegar ljóst varð að Ísland hafði eignast sinn fyrsta Óskarsverðlaunahafa.

Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun

Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×