Agndofa þegar allir stóðu upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 05:09 Hildur Guðnadóttir með Óskarsstyttuna. Vísri/getty Hildur Guðnadóttir tónskáld, sem í kvöld varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun, segist hafa verið agndofa þegar henni var litið yfir áhorfendasalinn í Dolby-kvikmyndahúsinu í Los Angeles í kvöld, undir dynjandi lófataki, og sá viðstadda standa upp. Þá kveðst hún ekki hyggja á flutninga til Hollywood, þar sé of sólríkt. Hildur vann í nótt Óskarinn í flokki kvikmyndatónlistar fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og bætir þannig enn einni gylltu styttunni við Emmy-, Grammy-, BAFTA- og Golden Globe-safnið sitt. Hildur svaraði spurningum fréttamanna eftir að hún steig niður af Óskarssviðinu í nótt, líkt og venja er. Hún var m.a. spurð að því hvort hún hefði áttað sig á því að miklir máttarstólpar í bransanum hefðu veitt henni standandi lófatak. Í því samhengi nefndi fréttamaðurinn m.a. tónskáldin John Williams og Alexandre Desplatt, sem einnig voru tilnefndir í flokki kvikmyndatónlistar í kvöld. „Ég veit, ég sá það,“ sagði Hildur. „Það er villt augnablik. Ég heyri nafnið mitt og mér er bylt við og ég geng upp á svið, og ég er bara: Ég get þetta, ég get þetta, ég get þetta. Og þegar ég kom á sviðið og sá alla standa upp, ég var agndofa.“ Hér að neðan má sjá þakkarræðu Hildar, sem og standandi lófatak viðstaddra. #Oscars Moment: Hildur Guðnadóttir (@hildurness) wins Best Original Score for @jokermovie. pic.twitter.com/uwrOuBszuD— The Academy (@TheAcademy) February 10, 2020 Þá kvað Hildur aðspurð það hafa verið yfirþyrmandi að etja kappi við „kanónur“ í bransanum á borð við áðurnefnda Williams og Desplatt. Hún hefði þó hitt þessa menn margoft á verðlaunahátíðum síðustu vikna og það væri frábært að fá að kynnast þeim. Hildur ræddi einnig hugarástandið og tilfinningaflóðið sem hún nýtir sér við sköpun tónverka á borð við tónlistina í Jókernum. Í þessu tilviki hafi hún þurft að kafa djúpt í þankagang Arthur Flecks, aðalpersónunnar. Ræða Hildar á verðlaunaafhendingunni er strax farin að vekja athygli. Hún minnti konur á að láta heyra í sér. Þess væri þörf. „Ég reyndi eins og ég gat að reyna að koma mér í hugarástand hans og reyna að ímynda mér hvernig það myndi hljóma. Það var minn helsti innblástur.“ Hildur lýsti því jafnframt að það hefði verið magnað þegar hún sá Baðherbergisdansinn með Joaquin Phoenix í fyrsta sinn. Phoenix hefði tekist að kalla fram nákvæmlega sömu tilfinningar með dansinum og Hildur fann fyrir þegar hún samdi tónlistina. Að endingu sagðist Hildur ekki ætla að flytja til Hollywood. Þar væri aðeins of sólríkt, sem hæfði ekki tónlistinni sem hún semur. Viðtalið við Hildi má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Óskarinn Tónlist Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Sjá meira
Hildur Guðnadóttir tónskáld, sem í kvöld varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun, segist hafa verið agndofa þegar henni var litið yfir áhorfendasalinn í Dolby-kvikmyndahúsinu í Los Angeles í kvöld, undir dynjandi lófataki, og sá viðstadda standa upp. Þá kveðst hún ekki hyggja á flutninga til Hollywood, þar sé of sólríkt. Hildur vann í nótt Óskarinn í flokki kvikmyndatónlistar fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og bætir þannig enn einni gylltu styttunni við Emmy-, Grammy-, BAFTA- og Golden Globe-safnið sitt. Hildur svaraði spurningum fréttamanna eftir að hún steig niður af Óskarssviðinu í nótt, líkt og venja er. Hún var m.a. spurð að því hvort hún hefði áttað sig á því að miklir máttarstólpar í bransanum hefðu veitt henni standandi lófatak. Í því samhengi nefndi fréttamaðurinn m.a. tónskáldin John Williams og Alexandre Desplatt, sem einnig voru tilnefndir í flokki kvikmyndatónlistar í kvöld. „Ég veit, ég sá það,“ sagði Hildur. „Það er villt augnablik. Ég heyri nafnið mitt og mér er bylt við og ég geng upp á svið, og ég er bara: Ég get þetta, ég get þetta, ég get þetta. Og þegar ég kom á sviðið og sá alla standa upp, ég var agndofa.“ Hér að neðan má sjá þakkarræðu Hildar, sem og standandi lófatak viðstaddra. #Oscars Moment: Hildur Guðnadóttir (@hildurness) wins Best Original Score for @jokermovie. pic.twitter.com/uwrOuBszuD— The Academy (@TheAcademy) February 10, 2020 Þá kvað Hildur aðspurð það hafa verið yfirþyrmandi að etja kappi við „kanónur“ í bransanum á borð við áðurnefnda Williams og Desplatt. Hún hefði þó hitt þessa menn margoft á verðlaunahátíðum síðustu vikna og það væri frábært að fá að kynnast þeim. Hildur ræddi einnig hugarástandið og tilfinningaflóðið sem hún nýtir sér við sköpun tónverka á borð við tónlistina í Jókernum. Í þessu tilviki hafi hún þurft að kafa djúpt í þankagang Arthur Flecks, aðalpersónunnar. Ræða Hildar á verðlaunaafhendingunni er strax farin að vekja athygli. Hún minnti konur á að láta heyra í sér. Þess væri þörf. „Ég reyndi eins og ég gat að reyna að koma mér í hugarástand hans og reyna að ímynda mér hvernig það myndi hljóma. Það var minn helsti innblástur.“ Hildur lýsti því jafnframt að það hefði verið magnað þegar hún sá Baðherbergisdansinn með Joaquin Phoenix í fyrsta sinn. Phoenix hefði tekist að kalla fram nákvæmlega sömu tilfinningar með dansinum og Hildur fann fyrir þegar hún samdi tónlistina. Að endingu sagðist Hildur ekki ætla að flytja til Hollywood. Þar væri aðeins of sólríkt, sem hæfði ekki tónlistinni sem hún semur. Viðtalið við Hildi má sjá í heild í spilaranum hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Óskarinn Tónlist Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Sjá meira