Erlent

Útlit fyrir erfiða stjórnarmyndun á Írlandi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Flókin stjórnarmyndun bíður á Írlandi eftir kosningar helgarinnar. Litlu munar á efstu þremur flokkunum og enginn fær hreinan meirihluta. Myndin að ofan sýnir hvernig niðurstöðurnar litu út klukkan hálfsex. Sinn Féin með flest sæti og óumdeildur sigurvegari kosninganna. Flokkurinn er að nærri tvöfalda fylgi sitt frá því í síðustu kosningum, aðallega á kostnað annarra vinstriflokka. 

Stjórnarmyndun gæti orðið nokkuð flókin. Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, sagði í dag að fyrsta val væri alltaf að mynda stjórn án Fianna Fáil og Fine Gael. Það gæti þó orðið flókið.

Fine Gael með Leo Varadkar forsætisráðherra í fararbroddi tapar fylgi á milli kosninga og virðist frammistaða hans í samningaviðræðum um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu ekki hafa verið ofarlega í huga kjósenda. Fianna Fáil tapar sömuleiðis fylgi.

Fyrir kosningar höfðu báðir flokkar útilokað samstarf með Sinn Féin. Varadkar ítrekaði þessa afstöðu í gær en Fianna Fáil hefur dregið nokkuð í land, sagt ekkert ómögulegt þótt bilið á milli flokkanna sé vissulega töluvert.

Sinn Féin hefur lengi verið á jaðri írskra stjórnmála. Flokkurinn býður einnig fram á Norður-Írlandi, á þannig sæti á bæði breska og írska þinginu, og hefur það markmið að sameina Írland og Norður-Írland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×