Húsdýragarðurinn fær leyfi til að flytja inn fimm kyrkislöngur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 07:45 Kyrkislangan sem um ræðir er af tegundinni Python regius. vísir/getty Umhverfisstofnun hefur veitt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum leyfi til þess að flytja inn fimm kyrkislöngur sem sýna á í garðinum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en þar kemur fram að í umfjöllun Umhverfisstofnunar var leitað umsagnar hjá sérfræðinganefnd um framandi lífverur. Erlendur sérfræðingur var einnig fenginn til þess að vinna áhættumat. Var niðurstaða áhættumatsins sú að útilokað sé að umrædd tegund kyrkislanga (Python regius) geti lifað af við náttúrulegar aðstæður á Íslandi. Slangan, sem á uppruna sinn í Vestur-Afríku, getur ekki verið í loftslagi þar sem hitinn er minni en 21 gráða og þá þarf raki að vera að minnsta kosti 50%. Hún myndi því deyja ef hún slyppi úr Húsdýragarðinum. Þorkell Heiðarsson, verkefnastjóri hjá garðinum, segir í samtali við Morgunblaðið að kyrkislöngur hafi fyrst verið fluttar inn fyrir garðinn árið 2008. Kyrkislöngurnar sem komu þá hafi hins vegar reynst sýktar og því hafi innflutningur fallið um sjálfan sig. Síðan þá hafi alltaf verið á dagskránni að reyna aftur en önnur slanga sem flutt var inn á þessum tíma er enn til sýnis í garðinum. Að sögn Þorkels tekur langan tíma að flytja inn kyrkislöngur og ekki liggi fyrir hvenær farið verði af stað með verkefnið. „Píþonslöngur eru víða not-aðar við kennslu. Þær þykja þægi-legar, bæði rólegar og vel skapifarnar. Við erum ekkert að flýtaokkur en það kemur að því aðendurnýja í skriðdýrunum,“ segir Þorkell í samtali við Morgunblaðið. Dýr Reykjavík Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slasaðs manns Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur veitt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum leyfi til þess að flytja inn fimm kyrkislöngur sem sýna á í garðinum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en þar kemur fram að í umfjöllun Umhverfisstofnunar var leitað umsagnar hjá sérfræðinganefnd um framandi lífverur. Erlendur sérfræðingur var einnig fenginn til þess að vinna áhættumat. Var niðurstaða áhættumatsins sú að útilokað sé að umrædd tegund kyrkislanga (Python regius) geti lifað af við náttúrulegar aðstæður á Íslandi. Slangan, sem á uppruna sinn í Vestur-Afríku, getur ekki verið í loftslagi þar sem hitinn er minni en 21 gráða og þá þarf raki að vera að minnsta kosti 50%. Hún myndi því deyja ef hún slyppi úr Húsdýragarðinum. Þorkell Heiðarsson, verkefnastjóri hjá garðinum, segir í samtali við Morgunblaðið að kyrkislöngur hafi fyrst verið fluttar inn fyrir garðinn árið 2008. Kyrkislöngurnar sem komu þá hafi hins vegar reynst sýktar og því hafi innflutningur fallið um sjálfan sig. Síðan þá hafi alltaf verið á dagskránni að reyna aftur en önnur slanga sem flutt var inn á þessum tíma er enn til sýnis í garðinum. Að sögn Þorkels tekur langan tíma að flytja inn kyrkislöngur og ekki liggi fyrir hvenær farið verði af stað með verkefnið. „Píþonslöngur eru víða not-aðar við kennslu. Þær þykja þægi-legar, bæði rólegar og vel skapifarnar. Við erum ekkert að flýtaokkur en það kemur að því aðendurnýja í skriðdýrunum,“ segir Þorkell í samtali við Morgunblaðið.
Dýr Reykjavík Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slasaðs manns Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira