„Það er ekki hægt að sjá það fyrir hvað Neymar og Mbappe gera“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 14:00 Neymar og Kylian Mbappe eru frábærir leikmenn og lykilmenn ætli Paris Saint-Germain að vinna langþráðan sigur í Meistaradeildinni. Getty/David Ramos Fyrri undanúrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld þegar franska stórliðið Paris Saint-Germain mætir spútnikliði RB Leipzig í Lissabon. Það ræðst í kvöld hvort þessara liða spila til úrslita í Meistaradeildinni í ár. Paris Saint-Germain hefur ekki komist lengra í Meistaradeildinni síðan moldríku Katararnir eignuðust félagið fyrir níu árum síðan. Draumurinn um að vinna loksins Meistaradeildarinnar er nú ansi nálægur í Parísarborg. Mótherjarnir hjá RB Leipzig hafa komið öllum á óvart allt þetta tímabil og náð lengra en nokkurn tímann áður í stuttri sögu félagsins. Fyrir aðeins ellefu árum var Leipzig liðið að keppa í fimmtu deild í Þýskalandi en kvöld geta þeir komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hinn 33 ára gamli knattspyrnustjóri Julian Nagelsmann hefur gert magnaða hluti á sínu fyrsta tímabilið með liðið en í kvöld þarf hann að finna leið til að stoppa eitt allra öflugasta sóknartvíeyki heimsins. watch on YouTube Kylian Mbappe og Neymar eru tveir af allra bestu leikmönnum heims og leikmenn sem enginn einn getur stöðvað. Þegar þeir spila hlið við hlið í framlínu Paris Saint-Germain þá verður fyrst erfitt að stöðva þá. Þetta sýndi sig síðustu 30 mínúturnar í átta liða úrslitunum á móti Atalanta. Það gekk lítið upp hjá Neymar og félögum fram að því en ítalska liðið réð engan veginn við sóknarþunga PSG eftir að Kylian Mbappe kom inn á völlinn. Mbappe endaði á því að leggja upp seinna markið en Neymar lagði upp það fyrra. Kylian Mbappe hefur verið að glíma við ökklameiðsli eftir fljót brot í franska bikarúrslitaleiknum og knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel var ánægður með stöðuna á stráknum eftir innkomuna á móti Atalanta. „Hann spilaði í 30 mínútur á móti Atalanta og það voru engin vandræði eftir þann leik. Hann hefur síðan fengið sex daga til að vinna í forminu snu og auðvitað getur hann byrjað þennan leik,“ sagði Thomas Tuchel, stjóri PSG, á blaðamannafundi fyrir leikinn. watch on YouTube Kylian Mbappe hefur skorað 30 mörk og gefið 19 stoðsendingar í 35 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu þar af fimm mörk og sex stoðsendingar í átta leikjum í Meistaradeildinni. Neymar er með 19 mörk og 11 stoðsendingar í 26 leikjum þar af þrjú mörk og þrjár stoðsendingar í fimm leikjum í Meistaradeildinni. Auðvitað var Julian Nagelsmann, stjóri RB Leipzig, spurður út í tvíeykið á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það er ekki hægt að sjá það fyrir hvað Neymar og Mbappe gera. Þeir eru toppleikmenn. Við verðum að verjast þeim sem eitt lið. Það verður erfitt en við verðum að láta þá hafa fyrir hlutunum og setja pressu á þá,“ sagði Julian Nagelsmann. Leikur RB Leipzig og Paris-Saint Germain hefst 19.00 klukkan í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn verður gerður upp strax á eftir á sömu stöð. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira
Fyrri undanúrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld þegar franska stórliðið Paris Saint-Germain mætir spútnikliði RB Leipzig í Lissabon. Það ræðst í kvöld hvort þessara liða spila til úrslita í Meistaradeildinni í ár. Paris Saint-Germain hefur ekki komist lengra í Meistaradeildinni síðan moldríku Katararnir eignuðust félagið fyrir níu árum síðan. Draumurinn um að vinna loksins Meistaradeildarinnar er nú ansi nálægur í Parísarborg. Mótherjarnir hjá RB Leipzig hafa komið öllum á óvart allt þetta tímabil og náð lengra en nokkurn tímann áður í stuttri sögu félagsins. Fyrir aðeins ellefu árum var Leipzig liðið að keppa í fimmtu deild í Þýskalandi en kvöld geta þeir komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hinn 33 ára gamli knattspyrnustjóri Julian Nagelsmann hefur gert magnaða hluti á sínu fyrsta tímabilið með liðið en í kvöld þarf hann að finna leið til að stoppa eitt allra öflugasta sóknartvíeyki heimsins. watch on YouTube Kylian Mbappe og Neymar eru tveir af allra bestu leikmönnum heims og leikmenn sem enginn einn getur stöðvað. Þegar þeir spila hlið við hlið í framlínu Paris Saint-Germain þá verður fyrst erfitt að stöðva þá. Þetta sýndi sig síðustu 30 mínúturnar í átta liða úrslitunum á móti Atalanta. Það gekk lítið upp hjá Neymar og félögum fram að því en ítalska liðið réð engan veginn við sóknarþunga PSG eftir að Kylian Mbappe kom inn á völlinn. Mbappe endaði á því að leggja upp seinna markið en Neymar lagði upp það fyrra. Kylian Mbappe hefur verið að glíma við ökklameiðsli eftir fljót brot í franska bikarúrslitaleiknum og knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel var ánægður með stöðuna á stráknum eftir innkomuna á móti Atalanta. „Hann spilaði í 30 mínútur á móti Atalanta og það voru engin vandræði eftir þann leik. Hann hefur síðan fengið sex daga til að vinna í forminu snu og auðvitað getur hann byrjað þennan leik,“ sagði Thomas Tuchel, stjóri PSG, á blaðamannafundi fyrir leikinn. watch on YouTube Kylian Mbappe hefur skorað 30 mörk og gefið 19 stoðsendingar í 35 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu þar af fimm mörk og sex stoðsendingar í átta leikjum í Meistaradeildinni. Neymar er með 19 mörk og 11 stoðsendingar í 26 leikjum þar af þrjú mörk og þrjár stoðsendingar í fimm leikjum í Meistaradeildinni. Auðvitað var Julian Nagelsmann, stjóri RB Leipzig, spurður út í tvíeykið á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það er ekki hægt að sjá það fyrir hvað Neymar og Mbappe gera. Þeir eru toppleikmenn. Við verðum að verjast þeim sem eitt lið. Það verður erfitt en við verðum að láta þá hafa fyrir hlutunum og setja pressu á þá,“ sagði Julian Nagelsmann. Leikur RB Leipzig og Paris-Saint Germain hefst 19.00 klukkan í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn verður gerður upp strax á eftir á sömu stöð.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira