Innlent

Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Veður er afar slæmt við Vík í Mýrdal.
Veður er afar slæmt við Vík í Mýrdal. Mynd/Sigurður

Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í Vík í Mýrdal. Þar eru nú um tíu manns, allt erlendir ferðamenn.

Fjöldahjálparstöðin er staðsett í félagsheimilinu Leikskálum en svo virðist sem að óveðrið sem spáð var að kæmi í nótt og á morgun sé farið láta á sér kræla á Suðurlandi.

Sjá einnig: Óveðursvaktin - Rauð viðvörun gefin út

Rauð viðvörun Veðurstofunnar tekur gildi á svæðinu klukkan fimm, en örlítið síðar á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðausturlandi. Nú er búið að loka þjóðvegi 1 á milli Seljalandsfoss og Víkur í Mýrdal en lögreglumaður sagði í samtali við Vísi nú á níunda tímanum að þegar væri brostinn á „glórulaus blindbylur“ á svæðinu.´

Björgunarsveitir hafa þurft að bjarga nokkrum ökumönnum úr ógöngum í Mýrdal í kvöld vegna veðurs

Þá náðist á myndband þegar ferðamenn óku bíl sínum út af þjóðveginum við Pétursey, nálægt Sólheimasandi, um sjöleytið í kvöld. Skyggni var afar slæmt á svæðinu og mjög hvasst, líkt og fjallað er um hér.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.