Innlent

Óvissustig vegna mögulegrar snjóflóðahættu á Vestfjörðum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Önundarfjörður á Vestfjörðum.
Önundarfjörður á Vestfjörðum. Vísir/EgillA

Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Samkvæmt Veðurstofunni hefur verið mjög hvasst síðan snemma í morgun og skafrenningur til fjalla frá því í gær.

Búast má við því að snjóflóðahætta geti skapast í þessu veðri þar sem snjór safnast í fjöll en ekki er talin hætta í byggð eins og er.

Áfram verður hvasst og hríðarveður fram yfir miðnætti á Norðurlandi og Vestfjörðum en þá dregur úr vindi og úrkomu. Snjóflóðavakt Veðurstofunnar fylgist grannt með þessum aðstæðum í samráði við almannavarnir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.