Rafmagni sló út hjá Norðuráli og Elkem á Grundartanga Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 19:22 Flökt hefur verið á rafmagnskerfi Landsnets nú í kvöld. Rafmagni sló út í báðum kerskálum álvers Norðuráls á Grundartanga í Hvalfirði í skamma stund nú í kvöld. Enn er unnið að því að koma fullum straumi á að nýju. Þá varð einnig straumlaust í kísilveri Elkem á Grundartanga. Flökt hefur verið á rafmagnskerfi Landsnets nú í kvöld. Sólveig Kr. Bergmann upplýsingafulltrúi Norðuráls segir í samtali við Vísi að Norðurál, ásamt Landsneti, reyni nú að koma rafmagni aftur í fyrra horf. Það hafði ekki tekist enn um klukkan sjö. Sólveig segir að rafmagn hafi aðeins verið úti í skamman tíma og því sé tjón óverulegt. Ef straumlaust hefði verið í langan tíma hefði tjón hins vegar getað hlaupið á milljörðum. Í tilkynningu frá Landsneti kemur fram að högg hafi komið á kerfið, líklegast vegna seltu, í tengivirki á Brennimel. Þessi vandræði hafi orðið þess valdandi að straumlaust varð hjá Elkem og Norðuráli. Verið er að vinna í að koma kerfinu upp aftur og skoða hvort þurfi að skola tengivirkið. Rafmagnstruflanir hafa verið víða á landinu í dag vegna óveðursins sem gekk yfir. Selta í tengivirki Landsnets í Breiðadal varð til þess að Ísafjarðarlína 1 datt út um klukkan 17:30. Varaafl er komið í gang á Flateyri en straumleysis mun gæta í sveitinni í Önundarfirði og hluta Eyrarinnar. Uppfært klukkan 21:05: Í færslu á Facebook-síðu Landsnets segir að Norðurál og Elkem séu að keyra aftur upp rekstur eftir seltuhreinsun. Slökkvilið Akraness fór að tengivirkinu á Klafastöðum til að skola af því salt. Hvalfjarðarsveit Orkumál Stóriðja Veður Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Sjá meira
Rafmagni sló út í báðum kerskálum álvers Norðuráls á Grundartanga í Hvalfirði í skamma stund nú í kvöld. Enn er unnið að því að koma fullum straumi á að nýju. Þá varð einnig straumlaust í kísilveri Elkem á Grundartanga. Flökt hefur verið á rafmagnskerfi Landsnets nú í kvöld. Sólveig Kr. Bergmann upplýsingafulltrúi Norðuráls segir í samtali við Vísi að Norðurál, ásamt Landsneti, reyni nú að koma rafmagni aftur í fyrra horf. Það hafði ekki tekist enn um klukkan sjö. Sólveig segir að rafmagn hafi aðeins verið úti í skamman tíma og því sé tjón óverulegt. Ef straumlaust hefði verið í langan tíma hefði tjón hins vegar getað hlaupið á milljörðum. Í tilkynningu frá Landsneti kemur fram að högg hafi komið á kerfið, líklegast vegna seltu, í tengivirki á Brennimel. Þessi vandræði hafi orðið þess valdandi að straumlaust varð hjá Elkem og Norðuráli. Verið er að vinna í að koma kerfinu upp aftur og skoða hvort þurfi að skola tengivirkið. Rafmagnstruflanir hafa verið víða á landinu í dag vegna óveðursins sem gekk yfir. Selta í tengivirki Landsnets í Breiðadal varð til þess að Ísafjarðarlína 1 datt út um klukkan 17:30. Varaafl er komið í gang á Flateyri en straumleysis mun gæta í sveitinni í Önundarfirði og hluta Eyrarinnar. Uppfært klukkan 21:05: Í færslu á Facebook-síðu Landsnets segir að Norðurál og Elkem séu að keyra aftur upp rekstur eftir seltuhreinsun. Slökkvilið Akraness fór að tengivirkinu á Klafastöðum til að skola af því salt.
Hvalfjarðarsveit Orkumál Stóriðja Veður Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Sjá meira