Fótbolti

Elías heldur áfram að skora í Hollandi

Sindri Sverrisson skrifar
Elías Már í leik með Excelsior.
Elías Már í leik með Excelsior. vísir/getty

Elías Már Ómarsson hefur skorað fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum með Excelsior í hollensku B-deildinni í fótbolta.

Elías skoraði í 3-3 jafntefli við varalið AZ Alkmaar í kvöld. Hann jafnaði metin í 2-2 og Exelsior komst svo í 3-2 þegar tíu mínútur voru eftir, en varð að sætta sig við jafntefli. Liðið er í 7. sæti deildarinnar en liðin í 3.-8. sæti fara í umspil um sæti í efstu deild.

Elías skoraði tvennu í síðasta leik, í 4-1 sigri á Helmond Sport, og hann gerði einnig tvennu gegn Telstar í síðasta mánuði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.