„Eitthvað sem elstu menn hafa ekki séð áður“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 22:15 Hnullungar svo langt sem augað eygir á vellinum í dag. Helgi Dan Stór hluti golfvallarins að Húsatóftum við Grindavík er undirlagður vatni og stóru grjóti eftir óveðrið sem gekk yfir landið í dag. Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur segist hafa mestar áhyggjur af grjóthnullungunum sem skolaði á land en tjón á vellinum verður metið eftir helgi. Óveðrið í dag var einna verst á Suðurnesjum. Þar var víða allt á floti, til að mynda í Garði, og í Reykjanesbæ skolaði heilmiklu grjóti á land svo loka þurfti götum. Ekki bara sjór heldur líka grjót Húsatóftarvöllur liggur við þjóðveginn að Reykjanesvita vestan við Grindavík, steinsnar frá Bláa lóninu. Völlurinn er átján holur og tvískiptur, annar helmingurinn liggur fyrir ofan þjóðveginn og hinn fyrir neðan, við sjóinn. Síðarnefndi hluti vallarins er sá sem varð illa fyrir barðinu á óveðrinu í dag. Víkurfréttir greindu fyrstar miðla frá ástandinu á vellinum. „Við getum lítið gert í þessu, þetta er eitthvað sem elstu menn hafa ekki séð áður og er náttúrulega bara mjög leiðinlegt að þurfa að sjá völlinn í þessu ástandi eins og hann er í dag,“ segir Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur í samtali við Vísi. Eins og sjá má á þessari mynd er allt á floti á vellinum.Helgi Dan Líkt og sjá má af meðfylgjandi myndum er völlurinn nær undirlagður vatni og ljóst að einhverjar skemmdir hafa orðið á honum. Mestar áhyggjur hefur golfklúbburinn af grjóthnullungum sem skolað hefur á land. „Og ekki bara sjór heldur hefur grjóti rignt yfir. Við erum með nýjar flatir sem við höfum verið að rækta upp, sem við höfum ekki tekið í notkun og ætluðum að gera það í sumar. En það hefur fleiri hundruð kílóa grjóthnullungum skolað á land og þeir eru á flötunum núna,“ segir Helgi. Gefast ekkert upp í Grindavík Nú tekur við hreinsunarstarf og meta þarf tjón, sem ráðist verður í eftir helgi. „Ég kíkti aðeins á þetta í dag og þá var enn þá vitlaust veður. Maður þurfti eiginlega bara frá að hverfa vegna veðurs. En svo er þetta ekki bara grjót heldur líka rekaviður, netadræsur og alls konar drasl sem er komið þarna yfir völlinn.“ Helgi telur þó þrátt fyrir allt að ekki hafi orðið stórkostlegar skemmdir á vellinum, að minnsta kosti við fyrstu sýn. „En tíminn verður að leiða það í ljós og vonandi fáum við nokkra daga þar sem verður þurrt og veður lægir. Þá sígur úr vellinum og við getum betur skoðað og séð hvað það er í raun og veru sem hefur skemmst.“ Svona er umhorfs á Golfvellinum þegar hann er ekki undirlagður vatni.Golfklúbbur Grindavíkur Húsatóftarvöllur er lokaður um þessar mundir en opnar venjulega snemma á vorin. Helgi gerir ekki ráð fyrir að veðrið í dag setji nokkurt teljanlegt strik í þann reikning. „En það sem við höfum fram yfir aðra velli er að við höfum verið að opna fyrst á vorin, Suðurnesjavellirnir hafa verið að koma fyrstir, þannig að við höfum alla jafna verið að opna í byrjun apríl. Og það er ekkert því til fyrirstöðu að við gerum það, ef eitthvað er skemmt þá bara spilum við fram hjá því. Við gefumst ekkert upp í Grindavík. Við erum ekki þekkt fyrir það.“ Hér að neðan má sjá fleiri myndir af Húsatóftarvelli frá því í dag. Helgi Dan Helgi Dan Helgi Dan Golf Grindavík Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira
Stór hluti golfvallarins að Húsatóftum við Grindavík er undirlagður vatni og stóru grjóti eftir óveðrið sem gekk yfir landið í dag. Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur segist hafa mestar áhyggjur af grjóthnullungunum sem skolaði á land en tjón á vellinum verður metið eftir helgi. Óveðrið í dag var einna verst á Suðurnesjum. Þar var víða allt á floti, til að mynda í Garði, og í Reykjanesbæ skolaði heilmiklu grjóti á land svo loka þurfti götum. Ekki bara sjór heldur líka grjót Húsatóftarvöllur liggur við þjóðveginn að Reykjanesvita vestan við Grindavík, steinsnar frá Bláa lóninu. Völlurinn er átján holur og tvískiptur, annar helmingurinn liggur fyrir ofan þjóðveginn og hinn fyrir neðan, við sjóinn. Síðarnefndi hluti vallarins er sá sem varð illa fyrir barðinu á óveðrinu í dag. Víkurfréttir greindu fyrstar miðla frá ástandinu á vellinum. „Við getum lítið gert í þessu, þetta er eitthvað sem elstu menn hafa ekki séð áður og er náttúrulega bara mjög leiðinlegt að þurfa að sjá völlinn í þessu ástandi eins og hann er í dag,“ segir Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur í samtali við Vísi. Eins og sjá má á þessari mynd er allt á floti á vellinum.Helgi Dan Líkt og sjá má af meðfylgjandi myndum er völlurinn nær undirlagður vatni og ljóst að einhverjar skemmdir hafa orðið á honum. Mestar áhyggjur hefur golfklúbburinn af grjóthnullungum sem skolað hefur á land. „Og ekki bara sjór heldur hefur grjóti rignt yfir. Við erum með nýjar flatir sem við höfum verið að rækta upp, sem við höfum ekki tekið í notkun og ætluðum að gera það í sumar. En það hefur fleiri hundruð kílóa grjóthnullungum skolað á land og þeir eru á flötunum núna,“ segir Helgi. Gefast ekkert upp í Grindavík Nú tekur við hreinsunarstarf og meta þarf tjón, sem ráðist verður í eftir helgi. „Ég kíkti aðeins á þetta í dag og þá var enn þá vitlaust veður. Maður þurfti eiginlega bara frá að hverfa vegna veðurs. En svo er þetta ekki bara grjót heldur líka rekaviður, netadræsur og alls konar drasl sem er komið þarna yfir völlinn.“ Helgi telur þó þrátt fyrir allt að ekki hafi orðið stórkostlegar skemmdir á vellinum, að minnsta kosti við fyrstu sýn. „En tíminn verður að leiða það í ljós og vonandi fáum við nokkra daga þar sem verður þurrt og veður lægir. Þá sígur úr vellinum og við getum betur skoðað og séð hvað það er í raun og veru sem hefur skemmst.“ Svona er umhorfs á Golfvellinum þegar hann er ekki undirlagður vatni.Golfklúbbur Grindavíkur Húsatóftarvöllur er lokaður um þessar mundir en opnar venjulega snemma á vorin. Helgi gerir ekki ráð fyrir að veðrið í dag setji nokkurt teljanlegt strik í þann reikning. „En það sem við höfum fram yfir aðra velli er að við höfum verið að opna fyrst á vorin, Suðurnesjavellirnir hafa verið að koma fyrstir, þannig að við höfum alla jafna verið að opna í byrjun apríl. Og það er ekkert því til fyrirstöðu að við gerum það, ef eitthvað er skemmt þá bara spilum við fram hjá því. Við gefumst ekkert upp í Grindavík. Við erum ekki þekkt fyrir það.“ Hér að neðan má sjá fleiri myndir af Húsatóftarvelli frá því í dag. Helgi Dan Helgi Dan Helgi Dan
Golf Grindavík Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira