Kennarar skora á stjórnvöld að vísa írönskum transpilti ekki úr landi Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2020 10:18 Shokoufa Shahidi, Maní Shahidi og Ardeshir Shahidi. Vísir/Sigurjón Öryggi Mani Shahidi, íransks transpilts, er á ábyrgð íslenskra stjórnvalda að mati fimm kennara við Hlíðaskóla sem hafa sent dómsmálaráðherra opið bréf vegna fyrirhugaðrar brottvísunar piltsins og foreldra hans á morgun. Fjölskyldan segist óttast að verða fyrir hrottafengnu ofbeldi verði hún send aftur til upprunalandsins. Shahidi-fjölskyldan kom til Íslands í mars í fyrra eftir skamma dvöl í Portúgal. Ardeshir Shahidi, fjölskyldufaðirinn, sagði að yfirvöld í Íran hafi sakað hann um guðlast vegna þess að hann kenndi japanska heilun. Hann hafi verið handtekinn og pyntaður. Fjölskyldan óttist að verði þau send til Portúgal, eins og íslensk stjórnvöld hyggjast gera á morgun, verði þau á endanum send alla leið aftur til Írans. Ardeshir segir að eftir komuna til Íslands hafi Mani, 17 ára gamalt barn þeirra, komið út sem transpiltur. Það hefði verið óhugsandi í Íran af öryggisástæðum. Sjá einnig: Foreldrar transpilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Í opnu bréfi sem fimm kennarar úr teymi við sem lætur sig málefni hinsegin barna varða við Hlíðaskóla til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, hvetja þeir stjórnvöld til að endurskoða ákvörðunina um að senda Mani úr landi í aðstæður þar sem hann muni „án efa óttast um líf sitt“. Vísa kennararnir til þriðju greinar barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að þegar gerðar séu ráðstafanir sem varði börn skuli ávallt hafa í forgangi það sem er barni fyrir bestu. Fullyrða þeir að transbörn séu í meiri hættu en önnur börn þegar kemur að félagslegri einangrun og ofbeldi. „Öryggi barna í samfélaginu varðar okkur öll og því er það skylda okkar að veita þessum dreng skjól,“ segir í bréfi sem þau Hildur Heimisdóttir, Anna Flosadóttir, Hjalti B. Valþórsson, Rakel Guðmundsdóttir og Þórey Þórarinsdóttir skrifa undir. Opna bréfið má lesa hér fyrir neðan í heild sinni: 17 ára barn sem kom með foreldrum sínum til landsins bíður þess að vera sent til baka til Portúgal, en þaðan má búast við að fjölskyldan verði send til Íran. Í þriðju grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um að þegar gerðar séu ráðstafanir, sem varði börn, skuli ávallt það hafa forgang sem barni er fyrir bestu. Barnið sem nú á að senda burt frá Íslandi er trans drengur. Í Hlíðaskóla höfum við undanfarin ár lagt okkur fram við að gera skólaumhverfið að góðum stað fyrir öll börn. Trans börn eru í meiri hættu en önnur börn þegar kemur að félagslegri einangrun og ofbeldi. Öryggi barna í samfélaginu varðar okkur öll og því er það skylda okkar að veita þessum dreng skjól. Í frásögnum fjölmiðla höfum við getað lesið að foreldrar sjá jafnvel ástæðu til þess að flytja frá einu byggðalagi til annars til þess að trans barn njóti öryggis í nærumhverfi sínu. Barnið sem nú á að vísa frá Íslandi hefur upplifað öryggi í sínu nærumhverfi hér. Það getur ekki gengið að slíku öryggi í flóttamannabúðum í Portúgal og enn síður í heimalandi sínu, Íran. Við undirrituð, kennarar í Hlíðaskóla sem sitjum í teymi er lætur sig málefni hinsegin barna varða, hvetjum stjórnvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að senda trans barn, sem nú býr við öryggi í samfélagi sínu, í aðstæður þar sem það mun án efa óttast um líf sitt. Hælisleitendur Íran Tengdar fréttir Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. 15. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Öryggi Mani Shahidi, íransks transpilts, er á ábyrgð íslenskra stjórnvalda að mati fimm kennara við Hlíðaskóla sem hafa sent dómsmálaráðherra opið bréf vegna fyrirhugaðrar brottvísunar piltsins og foreldra hans á morgun. Fjölskyldan segist óttast að verða fyrir hrottafengnu ofbeldi verði hún send aftur til upprunalandsins. Shahidi-fjölskyldan kom til Íslands í mars í fyrra eftir skamma dvöl í Portúgal. Ardeshir Shahidi, fjölskyldufaðirinn, sagði að yfirvöld í Íran hafi sakað hann um guðlast vegna þess að hann kenndi japanska heilun. Hann hafi verið handtekinn og pyntaður. Fjölskyldan óttist að verði þau send til Portúgal, eins og íslensk stjórnvöld hyggjast gera á morgun, verði þau á endanum send alla leið aftur til Írans. Ardeshir segir að eftir komuna til Íslands hafi Mani, 17 ára gamalt barn þeirra, komið út sem transpiltur. Það hefði verið óhugsandi í Íran af öryggisástæðum. Sjá einnig: Foreldrar transpilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Í opnu bréfi sem fimm kennarar úr teymi við sem lætur sig málefni hinsegin barna varða við Hlíðaskóla til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, hvetja þeir stjórnvöld til að endurskoða ákvörðunina um að senda Mani úr landi í aðstæður þar sem hann muni „án efa óttast um líf sitt“. Vísa kennararnir til þriðju greinar barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að þegar gerðar séu ráðstafanir sem varði börn skuli ávallt hafa í forgangi það sem er barni fyrir bestu. Fullyrða þeir að transbörn séu í meiri hættu en önnur börn þegar kemur að félagslegri einangrun og ofbeldi. „Öryggi barna í samfélaginu varðar okkur öll og því er það skylda okkar að veita þessum dreng skjól,“ segir í bréfi sem þau Hildur Heimisdóttir, Anna Flosadóttir, Hjalti B. Valþórsson, Rakel Guðmundsdóttir og Þórey Þórarinsdóttir skrifa undir. Opna bréfið má lesa hér fyrir neðan í heild sinni: 17 ára barn sem kom með foreldrum sínum til landsins bíður þess að vera sent til baka til Portúgal, en þaðan má búast við að fjölskyldan verði send til Íran. Í þriðju grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um að þegar gerðar séu ráðstafanir, sem varði börn, skuli ávallt það hafa forgang sem barni er fyrir bestu. Barnið sem nú á að senda burt frá Íslandi er trans drengur. Í Hlíðaskóla höfum við undanfarin ár lagt okkur fram við að gera skólaumhverfið að góðum stað fyrir öll börn. Trans börn eru í meiri hættu en önnur börn þegar kemur að félagslegri einangrun og ofbeldi. Öryggi barna í samfélaginu varðar okkur öll og því er það skylda okkar að veita þessum dreng skjól. Í frásögnum fjölmiðla höfum við getað lesið að foreldrar sjá jafnvel ástæðu til þess að flytja frá einu byggðalagi til annars til þess að trans barn njóti öryggis í nærumhverfi sínu. Barnið sem nú á að vísa frá Íslandi hefur upplifað öryggi í sínu nærumhverfi hér. Það getur ekki gengið að slíku öryggi í flóttamannabúðum í Portúgal og enn síður í heimalandi sínu, Íran. Við undirrituð, kennarar í Hlíðaskóla sem sitjum í teymi er lætur sig málefni hinsegin barna varða, hvetjum stjórnvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að senda trans barn, sem nú býr við öryggi í samfélagi sínu, í aðstæður þar sem það mun án efa óttast um líf sitt.
Hælisleitendur Íran Tengdar fréttir Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. 15. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. 15. febrúar 2020 20:00